„Ég ætla að standa mig betur“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 1. desember 2024 22:02 Sigmundur Ernir Rúnarsson snýr aftur á þing. Vísir/Sigurjón Úrslit kosninganna gjörbreyta áformum verðandi þingmanns Samfylkingarinnar sem ætlaði að flytja til Spánar og skrifa bækur. Nýkjörnir þingmenn Viðreisnar stefna á að vera samferða í vinnuna þegar þingstörf hefjast. Fréttastofa ræddi við verðandi þingmenn flokkanna tveggja sem unnu stórsigur í gær. Sigmundur Ernir Rúnarsson, nýkjörin þingmaður Samfylkingarinnar, fór í raun bakdyramegin inn á þing og kemur inn í stað Þórðar Snæs Júlíussonar, fyrrverandi ritstjóra Heimildarinnar, sem mun ekki taka sæti á þingi þrátt fyrir kjör. Eins og frægt er tók Þórður þá ákvörðun eftir mikla umfjöllun um umdeild skrif hans frá tæplega tuttugu árum síðan. Ætlar að vinna fyrir fólkið Sigmundur færist því úr fimmta sæti upp í það fjórða í Reykjavíkurkjördæmi norður og kemur inn á þing sem jöfnunarþingmaður. Sigmundur segir það blendnar tilfinningar að koma inn í stað Þórðar. „Þórður Snær er kröftugur maður og hefur lært af sínum mistökum og hefur beðist afsökunar og er maður og meiri. Ég vona að við njótum starfskrafta hans sem fimmtán manna þingflokkur. Við þurfum á öllum að halda.“ Var spennandi að fylgjast með þessu í nótt og jafnvel í morgun? „Þetta var mjög sérstakt fyrir okkur hjónin því við vorum að plana að fara til Spánar og hafa þar vetursetu eins og við höfum gert áður og búin að fá okkur hús og ég ætlaði að skrifa og ýmislegt. En auðvitað studdi ég minn flokk. Nú er ljóst að ég er ekki að fara til Spánar að skrifa bækur en ég bara tek til starfa.“ Eins og frægt er sat Sigmundur á þingi fyrir Samfylkinguna frá 2009 til 2013. Spurður hvort hann ætli að gera eitthvað með öðrum hætti núna segir hann: „Ég ætla að standa mig betur. Vinna fyrir fólkið og ég held að það sé ákall um breytingar til góðs fyrir allan almenning.“ Fara samferða í vinnuna Viðreisn tryggði sér í fyrsta sinn þingmenn í öllum kjördæmum en Jón Gnarr og María Rut Kristinsdóttir, nýkjörnir þingmenn flokksins, segjast vera full þakklætis. „Það er ótrúlega gaman að taka þátt í þessari vegferð og byggja upp flokkinn í Norðvesturkjördæmi og um allt land,“ sagði María Rut. Jón Gnarr tók undir það. „Ég er gífurlega spenntur og þetta er mikill heiður, ég þakka öllum sem kusu mig og okkur og ég ætla reyna að standa mig vel,“ sagði hann. Þau segjast spennt að byrja í nýju vinnunni. „Við búum sko nálægt hvort öðru og mér finnst það svolítið sætt að ég sótti Jón heim til hans og við ætlum að vera alltaf samferða í vinnuna. Svo ég banka bara upp á og segi bara: Er ekki Jón heima?“ sagði María Rut. Jón bauð þá gleðilega aðventu áður en þau gengu hlið við hlið í átt að þingflokksfundi. Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Viðreisn Reykjavíkurkjördæmi norður Tengdar fréttir Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni „Ég er búin að keyra og keyra og tala við svo mikið af geggjuðu fólki fyrir allt fólkið í Norðvesturkjördæmi,“ segir María Rut Kristinsdóttir gæti orðið fyrsti þingmaður Viðreisnar. 1. desember 2024 02:25 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Fréttastofa ræddi við verðandi þingmenn flokkanna tveggja sem unnu stórsigur í gær. Sigmundur Ernir Rúnarsson, nýkjörin þingmaður Samfylkingarinnar, fór í raun bakdyramegin inn á þing og kemur inn í stað Þórðar Snæs Júlíussonar, fyrrverandi ritstjóra Heimildarinnar, sem mun ekki taka sæti á þingi þrátt fyrir kjör. Eins og frægt er tók Þórður þá ákvörðun eftir mikla umfjöllun um umdeild skrif hans frá tæplega tuttugu árum síðan. Ætlar að vinna fyrir fólkið Sigmundur færist því úr fimmta sæti upp í það fjórða í Reykjavíkurkjördæmi norður og kemur inn á þing sem jöfnunarþingmaður. Sigmundur segir það blendnar tilfinningar að koma inn í stað Þórðar. „Þórður Snær er kröftugur maður og hefur lært af sínum mistökum og hefur beðist afsökunar og er maður og meiri. Ég vona að við njótum starfskrafta hans sem fimmtán manna þingflokkur. Við þurfum á öllum að halda.“ Var spennandi að fylgjast með þessu í nótt og jafnvel í morgun? „Þetta var mjög sérstakt fyrir okkur hjónin því við vorum að plana að fara til Spánar og hafa þar vetursetu eins og við höfum gert áður og búin að fá okkur hús og ég ætlaði að skrifa og ýmislegt. En auðvitað studdi ég minn flokk. Nú er ljóst að ég er ekki að fara til Spánar að skrifa bækur en ég bara tek til starfa.“ Eins og frægt er sat Sigmundur á þingi fyrir Samfylkinguna frá 2009 til 2013. Spurður hvort hann ætli að gera eitthvað með öðrum hætti núna segir hann: „Ég ætla að standa mig betur. Vinna fyrir fólkið og ég held að það sé ákall um breytingar til góðs fyrir allan almenning.“ Fara samferða í vinnuna Viðreisn tryggði sér í fyrsta sinn þingmenn í öllum kjördæmum en Jón Gnarr og María Rut Kristinsdóttir, nýkjörnir þingmenn flokksins, segjast vera full þakklætis. „Það er ótrúlega gaman að taka þátt í þessari vegferð og byggja upp flokkinn í Norðvesturkjördæmi og um allt land,“ sagði María Rut. Jón Gnarr tók undir það. „Ég er gífurlega spenntur og þetta er mikill heiður, ég þakka öllum sem kusu mig og okkur og ég ætla reyna að standa mig vel,“ sagði hann. Þau segjast spennt að byrja í nýju vinnunni. „Við búum sko nálægt hvort öðru og mér finnst það svolítið sætt að ég sótti Jón heim til hans og við ætlum að vera alltaf samferða í vinnuna. Svo ég banka bara upp á og segi bara: Er ekki Jón heima?“ sagði María Rut. Jón bauð þá gleðilega aðventu áður en þau gengu hlið við hlið í átt að þingflokksfundi.
Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Viðreisn Reykjavíkurkjördæmi norður Tengdar fréttir Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni „Ég er búin að keyra og keyra og tala við svo mikið af geggjuðu fólki fyrir allt fólkið í Norðvesturkjördæmi,“ segir María Rut Kristinsdóttir gæti orðið fyrsti þingmaður Viðreisnar. 1. desember 2024 02:25 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni „Ég er búin að keyra og keyra og tala við svo mikið af geggjuðu fólki fyrir allt fólkið í Norðvesturkjördæmi,“ segir María Rut Kristinsdóttir gæti orðið fyrsti þingmaður Viðreisnar. 1. desember 2024 02:25