„Ég ætla að standa mig betur“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 1. desember 2024 22:02 Sigmundur Ernir Rúnarsson snýr aftur á þing. Vísir/Sigurjón Úrslit kosninganna gjörbreyta áformum verðandi þingmanns Samfylkingarinnar sem ætlaði að flytja til Spánar og skrifa bækur. Nýkjörnir þingmenn Viðreisnar stefna á að vera samferða í vinnuna þegar þingstörf hefjast. Fréttastofa ræddi við verðandi þingmenn flokkanna tveggja sem unnu stórsigur í gær. Sigmundur Ernir Rúnarsson, nýkjörin þingmaður Samfylkingarinnar, fór í raun bakdyramegin inn á þing og kemur inn í stað Þórðar Snæs Júlíussonar, fyrrverandi ritstjóra Heimildarinnar, sem mun ekki taka sæti á þingi þrátt fyrir kjör. Eins og frægt er tók Þórður þá ákvörðun eftir mikla umfjöllun um umdeild skrif hans frá tæplega tuttugu árum síðan. Ætlar að vinna fyrir fólkið Sigmundur færist því úr fimmta sæti upp í það fjórða í Reykjavíkurkjördæmi norður og kemur inn á þing sem jöfnunarþingmaður. Sigmundur segir það blendnar tilfinningar að koma inn í stað Þórðar. „Þórður Snær er kröftugur maður og hefur lært af sínum mistökum og hefur beðist afsökunar og er maður og meiri. Ég vona að við njótum starfskrafta hans sem fimmtán manna þingflokkur. Við þurfum á öllum að halda.“ Var spennandi að fylgjast með þessu í nótt og jafnvel í morgun? „Þetta var mjög sérstakt fyrir okkur hjónin því við vorum að plana að fara til Spánar og hafa þar vetursetu eins og við höfum gert áður og búin að fá okkur hús og ég ætlaði að skrifa og ýmislegt. En auðvitað studdi ég minn flokk. Nú er ljóst að ég er ekki að fara til Spánar að skrifa bækur en ég bara tek til starfa.“ Eins og frægt er sat Sigmundur á þingi fyrir Samfylkinguna frá 2009 til 2013. Spurður hvort hann ætli að gera eitthvað með öðrum hætti núna segir hann: „Ég ætla að standa mig betur. Vinna fyrir fólkið og ég held að það sé ákall um breytingar til góðs fyrir allan almenning.“ Fara samferða í vinnuna Viðreisn tryggði sér í fyrsta sinn þingmenn í öllum kjördæmum en Jón Gnarr og María Rut Kristinsdóttir, nýkjörnir þingmenn flokksins, segjast vera full þakklætis. „Það er ótrúlega gaman að taka þátt í þessari vegferð og byggja upp flokkinn í Norðvesturkjördæmi og um allt land,“ sagði María Rut. Jón Gnarr tók undir það. „Ég er gífurlega spenntur og þetta er mikill heiður, ég þakka öllum sem kusu mig og okkur og ég ætla reyna að standa mig vel,“ sagði hann. Þau segjast spennt að byrja í nýju vinnunni. „Við búum sko nálægt hvort öðru og mér finnst það svolítið sætt að ég sótti Jón heim til hans og við ætlum að vera alltaf samferða í vinnuna. Svo ég banka bara upp á og segi bara: Er ekki Jón heima?“ sagði María Rut. Jón bauð þá gleðilega aðventu áður en þau gengu hlið við hlið í átt að þingflokksfundi. Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Viðreisn Reykjavíkurkjördæmi norður Tengdar fréttir Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni „Ég er búin að keyra og keyra og tala við svo mikið af geggjuðu fólki fyrir allt fólkið í Norðvesturkjördæmi,“ segir María Rut Kristinsdóttir gæti orðið fyrsti þingmaður Viðreisnar. 1. desember 2024 02:25 Mest lesið Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Fleiri fréttir Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sjá meira
Fréttastofa ræddi við verðandi þingmenn flokkanna tveggja sem unnu stórsigur í gær. Sigmundur Ernir Rúnarsson, nýkjörin þingmaður Samfylkingarinnar, fór í raun bakdyramegin inn á þing og kemur inn í stað Þórðar Snæs Júlíussonar, fyrrverandi ritstjóra Heimildarinnar, sem mun ekki taka sæti á þingi þrátt fyrir kjör. Eins og frægt er tók Þórður þá ákvörðun eftir mikla umfjöllun um umdeild skrif hans frá tæplega tuttugu árum síðan. Ætlar að vinna fyrir fólkið Sigmundur færist því úr fimmta sæti upp í það fjórða í Reykjavíkurkjördæmi norður og kemur inn á þing sem jöfnunarþingmaður. Sigmundur segir það blendnar tilfinningar að koma inn í stað Þórðar. „Þórður Snær er kröftugur maður og hefur lært af sínum mistökum og hefur beðist afsökunar og er maður og meiri. Ég vona að við njótum starfskrafta hans sem fimmtán manna þingflokkur. Við þurfum á öllum að halda.“ Var spennandi að fylgjast með þessu í nótt og jafnvel í morgun? „Þetta var mjög sérstakt fyrir okkur hjónin því við vorum að plana að fara til Spánar og hafa þar vetursetu eins og við höfum gert áður og búin að fá okkur hús og ég ætlaði að skrifa og ýmislegt. En auðvitað studdi ég minn flokk. Nú er ljóst að ég er ekki að fara til Spánar að skrifa bækur en ég bara tek til starfa.“ Eins og frægt er sat Sigmundur á þingi fyrir Samfylkinguna frá 2009 til 2013. Spurður hvort hann ætli að gera eitthvað með öðrum hætti núna segir hann: „Ég ætla að standa mig betur. Vinna fyrir fólkið og ég held að það sé ákall um breytingar til góðs fyrir allan almenning.“ Fara samferða í vinnuna Viðreisn tryggði sér í fyrsta sinn þingmenn í öllum kjördæmum en Jón Gnarr og María Rut Kristinsdóttir, nýkjörnir þingmenn flokksins, segjast vera full þakklætis. „Það er ótrúlega gaman að taka þátt í þessari vegferð og byggja upp flokkinn í Norðvesturkjördæmi og um allt land,“ sagði María Rut. Jón Gnarr tók undir það. „Ég er gífurlega spenntur og þetta er mikill heiður, ég þakka öllum sem kusu mig og okkur og ég ætla reyna að standa mig vel,“ sagði hann. Þau segjast spennt að byrja í nýju vinnunni. „Við búum sko nálægt hvort öðru og mér finnst það svolítið sætt að ég sótti Jón heim til hans og við ætlum að vera alltaf samferða í vinnuna. Svo ég banka bara upp á og segi bara: Er ekki Jón heima?“ sagði María Rut. Jón bauð þá gleðilega aðventu áður en þau gengu hlið við hlið í átt að þingflokksfundi.
Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Viðreisn Reykjavíkurkjördæmi norður Tengdar fréttir Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni „Ég er búin að keyra og keyra og tala við svo mikið af geggjuðu fólki fyrir allt fólkið í Norðvesturkjördæmi,“ segir María Rut Kristinsdóttir gæti orðið fyrsti þingmaður Viðreisnar. 1. desember 2024 02:25 Mest lesið Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Fleiri fréttir Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sjá meira
Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni „Ég er búin að keyra og keyra og tala við svo mikið af geggjuðu fólki fyrir allt fólkið í Norðvesturkjördæmi,“ segir María Rut Kristinsdóttir gæti orðið fyrsti þingmaður Viðreisnar. 1. desember 2024 02:25