Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Stefán Árni Pálsson skrifar 26. nóvember 2024 11:32 Bjarni Benediktsson tók á móti Sindra í morgunkaffi. Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins hvílir hugann með góðri tónlist, ræktun á grænmeti og hreyfingu. Þetta kom fram þegar Sindri Sindrason fór í morgunkaffi til hans í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Þeir hittust í Garðabænum klukkan sjö um morguninn og þá var Bjarni byrjaður að elda, eða matreiða egg. „Eggjaskorturinn í landinu, sem þú hefur kannski heyrt af, er út af mér. Ég borða rosalega mikið af eggjum,“ segir Bjarni og hlær. En hvernig nennir Bjarni að standa í þessari pólitík og finna fyrir umræðunni um sig í tíma og ótíma. „Þetta er svona skyldurækni hjá mér. Það gæti vel verið að maður gæti verið að gera ýmislegt annað. En ef þú hefur skoðun og getur fengið umboð og þú veist hvað yrði til heilla fyrir landsmenn þá hefur þú grunnskildu til að láta reyna á það. Að láta reyna á umboðið sem þú gætir mögulega fengið og láta kýla á það. Það hefur alltaf blundað með manni, svona ákveðin ábyrgðartilfinning sem maður losnar ekki við.“ Klippa: Ísland í dag - Morgunkaffi til Bjarna Ben Hefur áhrif á liðsandann Kannanir gefa til kynna að Sjálfstæðisflokkurinn sé ekki lengur vinsælasti flokkurinn. „Þetta eru auðvitað vonbrigði og hefur áhrif á liðsandann, ég get ekki neitað því. En ef við horfum til baka, þá hefur það reynst okkur vel að halda okkar striki. Við höfum verið stærsti flokkurinn núna fernar kosningar í röð. Ég hef trú á því að við fáum betri niðurstöður í kosningunum sem er hinn endanlegi dómur um stemninguna í samfélaginu.“ Hann segist helst vilja vinna með þessum flokkum eftir komandi kosningar. „Miðflokkur, Viðreisn á góðum degi, Flokkur fólksins mögulega sem er þarna að berjast fyrir grundvallarréttindum þeirra sem hafa ekki náð að byggja upp sterkan lífeyrissjóð yfir starfsævina, augljóslega Framsóknarflokkurinn þar sem við höfum oft unnið með þeim og getum vel séð fyrir okkur samstarf með þeim, það liggur í hlutarins eðli.“ Bjarni segist vera mikill áhugamaður um ræktun á grænmeti og hvað þá blómum. „Mamma kenndi mér að meta blóm. Hún hefur oft verið að rækta rósir og fleira í garðinum. Það er magnað hvað það gerir fyrir sálarlífið að horfa á fallegan hlut,“ segir Bjarni sem stundar einnig mikinn bakstur. Hann segist vera stoltastur af þessu á sínum stjórnmálaferli. „Ég er stoltur af því að hafa ekki látið beygja mig og brjóta mig. Vegna þess að það hafa verið gerðar margar tilraunir til þess og gengið mjög langt. Það hafi verið gengið nærri hjónabandinu mínu, það hefur ýmislegt verið grafið upp með stolnum gögnum og þetta allt saman túlkað á versta veg en ég hef komist í gengum það allt saman,“ segir Bjarni en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Morgunkaffi í Íslandi í dag Mest lesið Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Bíó og sjónvarp Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sjá meira
Þetta kom fram þegar Sindri Sindrason fór í morgunkaffi til hans í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Þeir hittust í Garðabænum klukkan sjö um morguninn og þá var Bjarni byrjaður að elda, eða matreiða egg. „Eggjaskorturinn í landinu, sem þú hefur kannski heyrt af, er út af mér. Ég borða rosalega mikið af eggjum,“ segir Bjarni og hlær. En hvernig nennir Bjarni að standa í þessari pólitík og finna fyrir umræðunni um sig í tíma og ótíma. „Þetta er svona skyldurækni hjá mér. Það gæti vel verið að maður gæti verið að gera ýmislegt annað. En ef þú hefur skoðun og getur fengið umboð og þú veist hvað yrði til heilla fyrir landsmenn þá hefur þú grunnskildu til að láta reyna á það. Að láta reyna á umboðið sem þú gætir mögulega fengið og láta kýla á það. Það hefur alltaf blundað með manni, svona ákveðin ábyrgðartilfinning sem maður losnar ekki við.“ Klippa: Ísland í dag - Morgunkaffi til Bjarna Ben Hefur áhrif á liðsandann Kannanir gefa til kynna að Sjálfstæðisflokkurinn sé ekki lengur vinsælasti flokkurinn. „Þetta eru auðvitað vonbrigði og hefur áhrif á liðsandann, ég get ekki neitað því. En ef við horfum til baka, þá hefur það reynst okkur vel að halda okkar striki. Við höfum verið stærsti flokkurinn núna fernar kosningar í röð. Ég hef trú á því að við fáum betri niðurstöður í kosningunum sem er hinn endanlegi dómur um stemninguna í samfélaginu.“ Hann segist helst vilja vinna með þessum flokkum eftir komandi kosningar. „Miðflokkur, Viðreisn á góðum degi, Flokkur fólksins mögulega sem er þarna að berjast fyrir grundvallarréttindum þeirra sem hafa ekki náð að byggja upp sterkan lífeyrissjóð yfir starfsævina, augljóslega Framsóknarflokkurinn þar sem við höfum oft unnið með þeim og getum vel séð fyrir okkur samstarf með þeim, það liggur í hlutarins eðli.“ Bjarni segist vera mikill áhugamaður um ræktun á grænmeti og hvað þá blómum. „Mamma kenndi mér að meta blóm. Hún hefur oft verið að rækta rósir og fleira í garðinum. Það er magnað hvað það gerir fyrir sálarlífið að horfa á fallegan hlut,“ segir Bjarni sem stundar einnig mikinn bakstur. Hann segist vera stoltastur af þessu á sínum stjórnmálaferli. „Ég er stoltur af því að hafa ekki látið beygja mig og brjóta mig. Vegna þess að það hafa verið gerðar margar tilraunir til þess og gengið mjög langt. Það hafi verið gengið nærri hjónabandinu mínu, það hefur ýmislegt verið grafið upp með stolnum gögnum og þetta allt saman túlkað á versta veg en ég hef komist í gengum það allt saman,“ segir Bjarni en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Morgunkaffi í Íslandi í dag Mest lesið Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Bíó og sjónvarp Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sjá meira