Tvær á toppnum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 25. nóvember 2024 21:01 Flestir myndu vilja fá Kristrúnu Frostadóttur sem næsta forsætisráðherra og langflestir myndur vildu helst sjá hana í stól fjármála-og efnahagsráðherra. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir fylgir fast á hæla hennar og fær næst mest fylgi sem næsti leiðtogi ríkisstjórnarinnar. Vísir Flestir vilja fá formann Samfylkingarinnar sem næsta forsætis- eða fjármálaráðherra þjóðarinnar samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Formaður Viðreisnar er í öðru sæti en tvöfalt fleiri, en í síðustu könnun, telja hana besta kostinn í stól forsætisráðherra. Sífellt færri vilja sjá formenn ríkisstjórnarflokkanna sem næsta leiðtoga ríkisstjórnarinnar. Þetta kemur fram í nýrri könnun Maskínu þar sem fólk var spurt hverja af leiðtogum flokkanna það telji að væri besti forsætisráðherrann og besti fjármála- og efnahagsráðherrann. Enn vilja flestir formann Samfylkingar sem leiðtoga næstu ríkisstjórnar Flestir telja að Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar yrði besti forsætisráðherrann eða um 27 prósent svarenda. Það eru aðeins færri en í könnun frá því í október þar sem tæpur þriðjungur taldi hana besta kostinn. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar er í öðru sæti með um 21 prósent. Athygli vekur að tvöfalt fleiri en í síðustu könnun telja hana besta forsætisráðherrann. Ný könnun Maskínu sýnir hverjum þátttakendur treysta best til að gegna embætti forsætisráðherra.Vísir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins er í þriðja sæti en fylgi við hann sem forsætisráðherra dalar milli kannanna. Það sama á við formenn ríkisstjórnarflokkanna sem missa allir fylgi við sig milli kannanna sem leiðtoga í næstu ríkisstjórn. Athygli vekur að Sanna Magðalena Mörtudóttir leiðtogi sósíalista kemst nú á blað þar sem tæplega fimm prósent svarenda velja hana sem næsta forsætisráðherra. Formaður Viðreisnar kominn yfir formann Sjálfstæðisflokksins Langflestir eða fjórir af hverjum tíu telja Kristrúnu Frostadóttur formann Samfylkingar besta fjármála- og efnahagsráðherrann og bætir hún talsvert við sig frá síðustu könnun fyrir tveimur árum. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar er í öðru sæti og bætir hún einnig talsvert við sig. Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins er nú í þriðja sæti en hann tapar umtalsverðu fylgi milli kannanna. Nú telja um 14 prósent svarenda hann vera besta kostinn í stól fjármálaráðherra en voru um 24 prósent fyrir tveimur árum. Svona svaraði fólk því hver það teldi að yrði besti fjármála- og efnahagsráðherrann.Vísir Formaður Miðflokksins er í fjórða sæti þar sem um einn af hverjum tíu telja hann besta kostinn og tvöfaldar hann fylgi sitt sem fjármála-og efnahagsráðherra milli kannanna. Ríflega fimm prósent telja núverandi fjármálaráðherra henta best í stöðuna. Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Viðreisn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Lýðræðisflokkurinn Ábyrg framtíð Sósíalistaflokkurinn Píratar Skoðanakannanir Mest lesið Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Guðlaugur tilkynnir ákvörðun sína fyrir hádegi Sjá meira
Þetta kemur fram í nýrri könnun Maskínu þar sem fólk var spurt hverja af leiðtogum flokkanna það telji að væri besti forsætisráðherrann og besti fjármála- og efnahagsráðherrann. Enn vilja flestir formann Samfylkingar sem leiðtoga næstu ríkisstjórnar Flestir telja að Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar yrði besti forsætisráðherrann eða um 27 prósent svarenda. Það eru aðeins færri en í könnun frá því í október þar sem tæpur þriðjungur taldi hana besta kostinn. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar er í öðru sæti með um 21 prósent. Athygli vekur að tvöfalt fleiri en í síðustu könnun telja hana besta forsætisráðherrann. Ný könnun Maskínu sýnir hverjum þátttakendur treysta best til að gegna embætti forsætisráðherra.Vísir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins er í þriðja sæti en fylgi við hann sem forsætisráðherra dalar milli kannanna. Það sama á við formenn ríkisstjórnarflokkanna sem missa allir fylgi við sig milli kannanna sem leiðtoga í næstu ríkisstjórn. Athygli vekur að Sanna Magðalena Mörtudóttir leiðtogi sósíalista kemst nú á blað þar sem tæplega fimm prósent svarenda velja hana sem næsta forsætisráðherra. Formaður Viðreisnar kominn yfir formann Sjálfstæðisflokksins Langflestir eða fjórir af hverjum tíu telja Kristrúnu Frostadóttur formann Samfylkingar besta fjármála- og efnahagsráðherrann og bætir hún talsvert við sig frá síðustu könnun fyrir tveimur árum. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar er í öðru sæti og bætir hún einnig talsvert við sig. Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins er nú í þriðja sæti en hann tapar umtalsverðu fylgi milli kannanna. Nú telja um 14 prósent svarenda hann vera besta kostinn í stól fjármálaráðherra en voru um 24 prósent fyrir tveimur árum. Svona svaraði fólk því hver það teldi að yrði besti fjármála- og efnahagsráðherrann.Vísir Formaður Miðflokksins er í fjórða sæti þar sem um einn af hverjum tíu telja hann besta kostinn og tvöfaldar hann fylgi sitt sem fjármála-og efnahagsráðherra milli kannanna. Ríflega fimm prósent telja núverandi fjármálaráðherra henta best í stöðuna.
Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Viðreisn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Lýðræðisflokkurinn Ábyrg framtíð Sósíalistaflokkurinn Píratar Skoðanakannanir Mest lesið Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Guðlaugur tilkynnir ákvörðun sína fyrir hádegi Sjá meira