Bann við dvöl í bústað og aðgerðir sem bitnuðu á börnum ósanngjarnastar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 20. nóvember 2024 15:11 Bólusetningar gegn kórónuveirunni fóru meðal annars fram í Laugardalshöll á sínum tíma. Vísir/Vilhelm Hömlur og höft sem bitnuðu á börnum og ungmennum og aðgerðir sem takmörkuðu félagslíf fólks voru óvinsælustu aðgerðirnar sem gripið var til á Norðurlöndum á tímum kórónuveirufaraldursins. Þá var bann við dvöl í orlofs- og sumarhúsum ósanngjarnasta aðgerðin sem stjórnvöld boðuðu að mati almennings. Hins vegar ríkti almennt gott traust og vilji meðal borgaranna til að samþykkja takmarkanir og höft, þótt takmörk séu fyrir því hvaða inngrip og takmarkanir almenningi þótti ásættanlegt. Þetta er meðal niðurstaðna nýrrar norrænnar rannsóknar á mati almennings á sanngirni aðgerða, höftum og takmörkunum stjórnvalda á tímum kórónuveirufaraldursins. Í samanburði við hin Norðurlöndin töldu Íslendingar aðgerðirnar almennt sanngjarnari en íbúum annarra Norðurlanda. Eldra fólk og opinberir starfsmenn meðal þeirra sem þótti aðgerðirnar sanngjarnari Markmið rannsóknarinnar var að greina og bera saman viðbrögð almennings á Norðurlöndunum við kórónuveirufaraldrinum og afleiðingum hans og tengja þann mun við stefnu, stjórnarhætti, skipulag og stjórnun. Grétar Þór Eyþórsson, prófessor við Háskólann á Akureyri, kynnti helstu niðurstöður rannsóknarinnar á málstofu við HA í vikunni. Um er að ræða samanburðarrannsókn þar sem meðal annars var gerð viðhorfskönnun meðal almennings á Íslandi, Noregi, Svíþjóð, Finnlandi og Danmörku. Þríeykið þjóðkunna með grímur.Vísir/Vilhelm Spurt var meðal annars um viðhorf almennings til sautján ráðstafana sem gripið var til í faraldrinum, meðal annars var spurt um bólusetningar, fjarlægðartakmarkanir, skert ferðafrelsi á milli landa, lokun skóla, heimavinnu, samkomutakmarkanir og bann við dvöl í sumarhúsum svo fátt eitt sé nefnt. Í nær öllum tilfellum þótti íslenskum þátttakendum aðgerðirnar sanngjarnastar í samanburði við svör borgara á hinum Norðurlöndunum þótt ekki væri mikill munur milli landa. Almennt voru íbúar Norðurlanda þó jákvæðir gagnvart aðgerðum stjórnvalda, jafnvel þótt aðgerðirnar hafi sumar brotið í bága við grundvallarmannréttindi. Grétar Þór Eyþórsson er prófessor við Viðskiptafræðideild Háskólans á Akureyri.Stöð 2 Mest var óánægjan þó með ráðstafanir sem settu börnum og ungmennum skorður og sem takmörkuðu félagslíf fólks. Þá mældist umburðarlindi gagnvart aðgerðum meira meðal eldra fólks, kvenna, barnlausra, opinberra starfsmanna, fólks í sambúð, meira menntaðra og þeirra sem búa í einbýli, par- eða raðhúsi, auk einstaklinga sem voru meira persónulega útsettir vegna faraldursins. Þessir hópar töldu aðgerðirnar sanngjarnari en öðrum. Spurt var einnig um traust almennings til stofnana og þjónustu í faraldrinum. Aftur lýstu Íslendingar hvað mestu trausti að meðaltali til stofnanna á borð við skóla og heilbrigðisstofnanir en lægst mældist traustið í Svíþjóð. Heilt yfir leiddi rannsóknin í ljós að traust borgaranna til stjórnvalda í faraldrinum hafi verið gott og almennt samþykki gagnvart takmörkunum og höftum var útbreitt. Upptöku af fyrirlestri Grétars Þórs þar sem farið er yfir verkefnið og helstu niðurstöður rannsóknarinnar má finna á vef Háskólans á Akureyri en nánar má einnig lesa um verkefnið hér. Háskólar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Sjá meira
Þetta er meðal niðurstaðna nýrrar norrænnar rannsóknar á mati almennings á sanngirni aðgerða, höftum og takmörkunum stjórnvalda á tímum kórónuveirufaraldursins. Í samanburði við hin Norðurlöndin töldu Íslendingar aðgerðirnar almennt sanngjarnari en íbúum annarra Norðurlanda. Eldra fólk og opinberir starfsmenn meðal þeirra sem þótti aðgerðirnar sanngjarnari Markmið rannsóknarinnar var að greina og bera saman viðbrögð almennings á Norðurlöndunum við kórónuveirufaraldrinum og afleiðingum hans og tengja þann mun við stefnu, stjórnarhætti, skipulag og stjórnun. Grétar Þór Eyþórsson, prófessor við Háskólann á Akureyri, kynnti helstu niðurstöður rannsóknarinnar á málstofu við HA í vikunni. Um er að ræða samanburðarrannsókn þar sem meðal annars var gerð viðhorfskönnun meðal almennings á Íslandi, Noregi, Svíþjóð, Finnlandi og Danmörku. Þríeykið þjóðkunna með grímur.Vísir/Vilhelm Spurt var meðal annars um viðhorf almennings til sautján ráðstafana sem gripið var til í faraldrinum, meðal annars var spurt um bólusetningar, fjarlægðartakmarkanir, skert ferðafrelsi á milli landa, lokun skóla, heimavinnu, samkomutakmarkanir og bann við dvöl í sumarhúsum svo fátt eitt sé nefnt. Í nær öllum tilfellum þótti íslenskum þátttakendum aðgerðirnar sanngjarnastar í samanburði við svör borgara á hinum Norðurlöndunum þótt ekki væri mikill munur milli landa. Almennt voru íbúar Norðurlanda þó jákvæðir gagnvart aðgerðum stjórnvalda, jafnvel þótt aðgerðirnar hafi sumar brotið í bága við grundvallarmannréttindi. Grétar Þór Eyþórsson er prófessor við Viðskiptafræðideild Háskólans á Akureyri.Stöð 2 Mest var óánægjan þó með ráðstafanir sem settu börnum og ungmennum skorður og sem takmörkuðu félagslíf fólks. Þá mældist umburðarlindi gagnvart aðgerðum meira meðal eldra fólks, kvenna, barnlausra, opinberra starfsmanna, fólks í sambúð, meira menntaðra og þeirra sem búa í einbýli, par- eða raðhúsi, auk einstaklinga sem voru meira persónulega útsettir vegna faraldursins. Þessir hópar töldu aðgerðirnar sanngjarnari en öðrum. Spurt var einnig um traust almennings til stofnana og þjónustu í faraldrinum. Aftur lýstu Íslendingar hvað mestu trausti að meðaltali til stofnanna á borð við skóla og heilbrigðisstofnanir en lægst mældist traustið í Svíþjóð. Heilt yfir leiddi rannsóknin í ljós að traust borgaranna til stjórnvalda í faraldrinum hafi verið gott og almennt samþykki gagnvart takmörkunum og höftum var útbreitt. Upptöku af fyrirlestri Grétars Þórs þar sem farið er yfir verkefnið og helstu niðurstöður rannsóknarinnar má finna á vef Háskólans á Akureyri en nánar má einnig lesa um verkefnið hér.
Háskólar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Sjá meira