Paul hló að tilboði heimsmeistarans en skoðar málið Sindri Sverrisson skrifar 19. nóvember 2024 12:32 Daniel Dubois rotaði Anthony Joshua á Wembley í september og er heimsmeistari í þungavigt. Getty/Bradley Collyer Hnefaleikakappinn Daniel Dubois, heimsmeistari í þungavigt, hefur boðið Jake Paul í hringinn eftir að Paul hafði betur gegn hinum 58 ára gamla Mike Tyson á föstudaginn. Paul, sem aflaði sér vinsælda á YouTube en hóf svo boxferil sinn fyrir sex árum, birti í dag skilaboð sem hann fékk frá Dubois. Þar spurði Dubois einfaldlega hvort að Paul hefði áhuga á að berjast um „alvöru heimsmeistaratitilinn í þungavigt“, og skoraði á hann að segja já. Paul svaraði því til að Dubois þyrfti einfaldlega að fara í röð, og vill greinilega meina að mikil eftirspurn sé um að fá næsta bardaga á eftir Tyson. Paul skrifaði á Twitter: „Maðurinn er búinn að boxa í 12 ár, með yfir 100 bardaga frá áhugamennsku í atvinnumennsku og barðist í upphitunarbardaga fyrir mig… hahaha,“ en árið 2021 mætti Paul MMA-bardagakappanum Tyron Woodley og einn af fyrri bardögum þess kvölds var þegar Dubois rotaði Joe Cusumano. Man been boxing for 12 years, has over 100 fights between amateur and pro and fought on my undercard…hahahaBut fuck it…I’m going to have Nakisa talk to Frankie Warren and get you in line for the throne. Unlike Artur, at least you have a few thousand fans pic.twitter.com/J2CWIkYRZQ— Jake Paul (@jakepaul) November 19, 2024 Paul virðist hins vegar opinn fyrir því að mæta Dubois. „En fjandinn hafi það… Ég ætla að láta Nakisa [Bidarian, aðstoðarmann Pauls] tala við [Frank] Warren svo þú getir komist í röðina í átt að krúnunni. Öfugt við Artur [Beterbiev] þá ertu alla vega með nokkur þúsund aðdáendur,“ sagði Paul. Artur Beterbiev, heimsmeistari í léttþungavigt, hafði gefið til kynna á samfélagsmiðlum að hann vildi berjast við Paul. „Eftir fjögur ár þá er kominn tími á alvöru áskorun. Sá þig hvorki samþykkja né hafna. Svo hvað ætlarðu að gera?“ skrifaði Beterviev til Paul á Twitter. Box Tengdar fréttir Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Mike Tyson mátti sætta sig við tap í bardaga gegn YouTube-stjörnunni Jake Paul á aðfaranótt laugardags. Tyson segir í færslu á X að hann hafi verið nálægt því að deyja í júní. 17. nóvember 2024 09:01 Vildi ekki rota og meiða Tyson Jake Paul segist ekki hafa viljað rota Mike Tyson í bardaga þeirra í nótt. Paul vann hinn 58 ára Tyson á stigum. 16. nóvember 2024 11:17 Mest lesið Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn Leik lokið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Íslenski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Íslenski boltinn 29 ára stórmeistari látinn Sport Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Körfubolti Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Íslenski boltinn Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Fleiri fréttir Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Leik lokið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni 29 ára stórmeistari látinn Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Sjá meira
Paul, sem aflaði sér vinsælda á YouTube en hóf svo boxferil sinn fyrir sex árum, birti í dag skilaboð sem hann fékk frá Dubois. Þar spurði Dubois einfaldlega hvort að Paul hefði áhuga á að berjast um „alvöru heimsmeistaratitilinn í þungavigt“, og skoraði á hann að segja já. Paul svaraði því til að Dubois þyrfti einfaldlega að fara í röð, og vill greinilega meina að mikil eftirspurn sé um að fá næsta bardaga á eftir Tyson. Paul skrifaði á Twitter: „Maðurinn er búinn að boxa í 12 ár, með yfir 100 bardaga frá áhugamennsku í atvinnumennsku og barðist í upphitunarbardaga fyrir mig… hahaha,“ en árið 2021 mætti Paul MMA-bardagakappanum Tyron Woodley og einn af fyrri bardögum þess kvölds var þegar Dubois rotaði Joe Cusumano. Man been boxing for 12 years, has over 100 fights between amateur and pro and fought on my undercard…hahahaBut fuck it…I’m going to have Nakisa talk to Frankie Warren and get you in line for the throne. Unlike Artur, at least you have a few thousand fans pic.twitter.com/J2CWIkYRZQ— Jake Paul (@jakepaul) November 19, 2024 Paul virðist hins vegar opinn fyrir því að mæta Dubois. „En fjandinn hafi það… Ég ætla að láta Nakisa [Bidarian, aðstoðarmann Pauls] tala við [Frank] Warren svo þú getir komist í röðina í átt að krúnunni. Öfugt við Artur [Beterbiev] þá ertu alla vega með nokkur þúsund aðdáendur,“ sagði Paul. Artur Beterbiev, heimsmeistari í léttþungavigt, hafði gefið til kynna á samfélagsmiðlum að hann vildi berjast við Paul. „Eftir fjögur ár þá er kominn tími á alvöru áskorun. Sá þig hvorki samþykkja né hafna. Svo hvað ætlarðu að gera?“ skrifaði Beterviev til Paul á Twitter.
Box Tengdar fréttir Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Mike Tyson mátti sætta sig við tap í bardaga gegn YouTube-stjörnunni Jake Paul á aðfaranótt laugardags. Tyson segir í færslu á X að hann hafi verið nálægt því að deyja í júní. 17. nóvember 2024 09:01 Vildi ekki rota og meiða Tyson Jake Paul segist ekki hafa viljað rota Mike Tyson í bardaga þeirra í nótt. Paul vann hinn 58 ára Tyson á stigum. 16. nóvember 2024 11:17 Mest lesið Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn Leik lokið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Íslenski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Íslenski boltinn 29 ára stórmeistari látinn Sport Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Körfubolti Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Íslenski boltinn Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Fleiri fréttir Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Leik lokið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni 29 ára stórmeistari látinn Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Sjá meira
Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Mike Tyson mátti sætta sig við tap í bardaga gegn YouTube-stjörnunni Jake Paul á aðfaranótt laugardags. Tyson segir í færslu á X að hann hafi verið nálægt því að deyja í júní. 17. nóvember 2024 09:01
Vildi ekki rota og meiða Tyson Jake Paul segist ekki hafa viljað rota Mike Tyson í bardaga þeirra í nótt. Paul vann hinn 58 ára Tyson á stigum. 16. nóvember 2024 11:17