Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 12. nóvember 2024 16:02 Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og matvælaráðherra, hefur lýst því yfir að Jón Gunnarsson muni ekki hafa aðkomu að útgáfu hvalveiðileyfis innan ráðuneytisins. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson hefur greint frá því að Jón Gunnarsson, settur aðstoðarmaður Bjarna í matvælaráðuneytinu, muni ekki koma að afgreiðslu hvalveiðileyfa í matvælaráðuneytinu. Þetta kemur fram í frétt mbl.is um málið. Þar segir Bjarni að Jón hafi ekki valdheimildir sem aðstoðarmaður til þess að leiða nein mál til lykta og hann muni ekki koma nálægt meðferð hvalamálsins, þ.e. veitingu veiðileyfis, í matvælaráðuneytinu. Þá segir Bjarni einnig að hann hafi rætt við ráðuneytisstjóra „fyrir nokkru síðan“ að það myndi ekki reyna á aðkomu Jóns í meðferð málsins. Umsókn Hvals hf. um leyfi til hvalveiða liggur inni í ráðuneytinu. Jón lýsti því yfir þegar hann tók við stöðu sinni í matvælaráðuneytinu að það væri mál sem hann ætlaði sér að skoða. Sagði Bjarna og Jón hafa gert samkomulag Yfirlýsing Bjarna er viðbragð við umfjöllun Heimildarinnar upp úr leynilegum upptökum sem teknar voru af samtölum sonar Jóns, Gunnars Bergmanns, og manns sem þóttist vera svissneskur fjárfestir. Meðal þess sem kom fram í upptökunum var að Jón hefði samþykkt að taka fimmta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í skiptum fyrir það að komast í aðstöðu til að geta veitt Hval hf. hvalveiðileyfi fyrir Alþingiskosningar. Einnig á Gunnar að hafa sagt í upptökunum að tvær aðrar umsóknir lægju fyrir í ráðuneytinu frá aðilum sem hyggjast veiða hrefnur. Gunnar hafi sagt að til stæði að tryggja útgáfu leyfa til allra þriggja umsækjenda og taldi hann að það myndi takast fyrir kosningar. „Þetta er eins og ef þú sækir um ökuskírteini“ Daginn sem Jón var skipaður fulltrúi ráðherrra í matvælaráðuneytinu, 25. október, sagði hann í viðtali á Bylgjunni að hvalveiðar væru eitt þeirra mála sem hann ætlaði sér að skoða í ráðuneytinu. Jafnframt sagði hann að ráðherra bæri skylda til að afgreiða slíkar umsóknir. „Ef það er sótt um þetta er ákveðin lagaleg skylda, lögboðin skylda á ráðherra að afgreiða þá umsókn. Það eru bara lög í gildi. Þetta er eins og ef þú sækir um ökuskírteini. Það getur ekki einhver ráðherra ákveðið það þú eigir ekki að fá ökuskírteini,“ sagði Jón. Jón svaraði því þó ekki beint hvort að hann ætlaði sér að leyfa hvalveiðar aftur fyrir kosningar. Þá sakaði Jón forvera Bjarna í embætti matvælaráðherra um að hafa gengið „sóðalega“ fram í hvalveiðimálum og tók undir með spyrli að Vinstri græn væru óvinir atvinnulífsins og á móti verðmætasköpun. Hvalveiðar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Stjórnsýsla Fjölmiðlar Upptökur á Reykjavík Edition Tengdar fréttir Segir ráðherra bera skyldu til að afgreiða umsóknir um hvalveiðar Jón Gunnarsson, nýr fulltrúi ráðherra í matvælaráðuneytinu, segir að hvalveiðar séu eitt þeirra mála sem hann ætli að skoða þar. Ráðherra beri skylda til að afgreiða umsóknir um veiðileyfi. Jón fer hörðum orðum um fyrrverandi félaga sína í ríkisstjórn úr Vinstri grænum. 25. október 2024 09:17 Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Þetta kemur fram í frétt mbl.is um málið. Þar segir Bjarni að Jón hafi ekki valdheimildir sem aðstoðarmaður til þess að leiða nein mál til lykta og hann muni ekki koma nálægt meðferð hvalamálsins, þ.e. veitingu veiðileyfis, í matvælaráðuneytinu. Þá segir Bjarni einnig að hann hafi rætt við ráðuneytisstjóra „fyrir nokkru síðan“ að það myndi ekki reyna á aðkomu Jóns í meðferð málsins. Umsókn Hvals hf. um leyfi til hvalveiða liggur inni í ráðuneytinu. Jón lýsti því yfir þegar hann tók við stöðu sinni í matvælaráðuneytinu að það væri mál sem hann ætlaði sér að skoða. Sagði Bjarna og Jón hafa gert samkomulag Yfirlýsing Bjarna er viðbragð við umfjöllun Heimildarinnar upp úr leynilegum upptökum sem teknar voru af samtölum sonar Jóns, Gunnars Bergmanns, og manns sem þóttist vera svissneskur fjárfestir. Meðal þess sem kom fram í upptökunum var að Jón hefði samþykkt að taka fimmta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í skiptum fyrir það að komast í aðstöðu til að geta veitt Hval hf. hvalveiðileyfi fyrir Alþingiskosningar. Einnig á Gunnar að hafa sagt í upptökunum að tvær aðrar umsóknir lægju fyrir í ráðuneytinu frá aðilum sem hyggjast veiða hrefnur. Gunnar hafi sagt að til stæði að tryggja útgáfu leyfa til allra þriggja umsækjenda og taldi hann að það myndi takast fyrir kosningar. „Þetta er eins og ef þú sækir um ökuskírteini“ Daginn sem Jón var skipaður fulltrúi ráðherrra í matvælaráðuneytinu, 25. október, sagði hann í viðtali á Bylgjunni að hvalveiðar væru eitt þeirra mála sem hann ætlaði sér að skoða í ráðuneytinu. Jafnframt sagði hann að ráðherra bæri skylda til að afgreiða slíkar umsóknir. „Ef það er sótt um þetta er ákveðin lagaleg skylda, lögboðin skylda á ráðherra að afgreiða þá umsókn. Það eru bara lög í gildi. Þetta er eins og ef þú sækir um ökuskírteini. Það getur ekki einhver ráðherra ákveðið það þú eigir ekki að fá ökuskírteini,“ sagði Jón. Jón svaraði því þó ekki beint hvort að hann ætlaði sér að leyfa hvalveiðar aftur fyrir kosningar. Þá sakaði Jón forvera Bjarna í embætti matvælaráðherra um að hafa gengið „sóðalega“ fram í hvalveiðimálum og tók undir með spyrli að Vinstri græn væru óvinir atvinnulífsins og á móti verðmætasköpun.
Hvalveiðar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Stjórnsýsla Fjölmiðlar Upptökur á Reykjavík Edition Tengdar fréttir Segir ráðherra bera skyldu til að afgreiða umsóknir um hvalveiðar Jón Gunnarsson, nýr fulltrúi ráðherra í matvælaráðuneytinu, segir að hvalveiðar séu eitt þeirra mála sem hann ætli að skoða þar. Ráðherra beri skylda til að afgreiða umsóknir um veiðileyfi. Jón fer hörðum orðum um fyrrverandi félaga sína í ríkisstjórn úr Vinstri grænum. 25. október 2024 09:17 Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Segir ráðherra bera skyldu til að afgreiða umsóknir um hvalveiðar Jón Gunnarsson, nýr fulltrúi ráðherra í matvælaráðuneytinu, segir að hvalveiðar séu eitt þeirra mála sem hann ætli að skoða þar. Ráðherra beri skylda til að afgreiða umsóknir um veiðileyfi. Jón fer hörðum orðum um fyrrverandi félaga sína í ríkisstjórn úr Vinstri grænum. 25. október 2024 09:17