Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 11. nóvember 2024 19:46 Guðrún Hafsteinsdóttir telur að fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að skýra afstöðu sína í máli Yazans Tamimi en afskipti hans höfðu þau áhrif að brottför hans og fjölskyldu hans úr landi var stöðvuð. Vísir/Sigurjón Dómsmálaráðherra segir að fyrrverandi félagsmálaráðherra hafi enn ekki svarað hvaða upplýsingar hann hafði sem kröfðust þess að stöðva ætti brottför fjölfatlaðs palestínsks drengs og fjölskyldu úr landi í haust. Hún er ósátt við niðurstöðu málsins. Mál Yazan Tamimi, drengs frá Palestínu með alvarlegan vöðvarýrnunarsjúkdóm vakti mikla athygli í haust eftir að Útlendingastofnun úrskurðaði að vísa ætti honum og fjölskyldu úr landi og úrskurðurinn kom til framkvæmda. Brottförin var stöðvuð eftir að fyrrverandi félagsmálaráðherra Vinsti grænna hafði samband við ríkislögreglustjóra, að hans sögn til að afla upplýsinga um brottflutninginn. Fjölskyldan hefur nú fengið samþykkta alþjóðlega vernd. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra var spurð út í atburðarásina þennan örlagaríkaríka dag þegar ákveðið var að fresta að vísa fjölskyldunni úr landi. Hún segir að Guðmundur Ingi Guðbrandsson fyrrverandi félagsmálaráðherra Vinstri grænna hafi komið efasemdum á framfæri við forsætisráðherra um lögmæti aðgerðanna. Ósátt við niðurstöðuna „Það var komin niðurstaða í máli fjölskyldunnar. Ég sem dómsmálaráðherra hefði ekki átt að stíga inn í málið en ég steig inn í það og það var mér þvert um geð. Ég get ítrekað það hér. Eftir að ég hafði fengið beiðni frá forsætisráðherra fyrir hönd ríkisstjórnarinnar um að fresta brottflutningi þessa fatlaða einstaklings, þá eftir að félagsmálaráðherra hafði haft samband við forsætisráðherra og hafði efasemdir um lögmæti aðgerðarinnar sem var í gangi. Ég frestaði brottför þeirra vegna þess að við vorum þarna með einstakling í sérlega viðkvæmri stöðu. Ég kallaði strax saman þá einstaklinga sem höfðu stýrt aðgerðum hjá ríkislögreglustjóra. Fór yfir málið og gat ég ekki séð neina meinbugi á aðgerðum lögreglunnar,“ segir Guðrún. Guðmundur Ingi Guðbrandsson eigi eftir að svara Hún segir að þrátt fyrir að hafa óskað eftir skýringum frá Guðmundi Inga Guðbrandssyni fyrrverandi félagsmálaráðherra um efasemdir hans um lögmæti aðgerðanna, hafi engin svör borist. Því hefur alltaf verið ósvarað af hálfu fyrrverandi félagsmálaráðherra hvaða upplýsingar hann hafði til að efast um lögmæti þeirra aðgerða sem þarna fóru fram. Því hefur aldrei verið svarað. Við höfum óskað eftir svörum frá honum en spurningum okkar hefur ekki verið svarað. Aðspurð um hvort hún sé sátt við niðurstöðu málsins svarar hún: „Nei ég er ekki sátt við niðurstöðu þessa máls.“ Greiningarmiðstöð hefði komið í veg fyrir veru fjölskyldunnar Guðrún segir að Yazani og fjölskyldu hans hefði ekki verið hleypt inn í landið hefði svokölluð greiningarmiðstöð á landamærum verið komið í gagnið eins og hún leggur áherslu á að komið verði á fót. „Ég hef lagt áherslu á að fá greiningarmiðstöð á landamærum þar sem allir þeir sem hingað koma og sækja um vernd verði stoppaðir á landamærum í einhverja daga meðan við metum hæfi umsóknanna. Í þessu tilfelli hefði þessari fjölskyldu verið snúið til baka innan nokkurra sólahringa hefði slík greiningarmiðstöð verið komin í gagnið,“ segir Guðrún. Þáttinn má sjá í heild sinni hér að neðan: Klippa: Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Mál Yazans Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Dómstólar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Fleiri fréttir Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Sjá meira
Mál Yazan Tamimi, drengs frá Palestínu með alvarlegan vöðvarýrnunarsjúkdóm vakti mikla athygli í haust eftir að Útlendingastofnun úrskurðaði að vísa ætti honum og fjölskyldu úr landi og úrskurðurinn kom til framkvæmda. Brottförin var stöðvuð eftir að fyrrverandi félagsmálaráðherra Vinsti grænna hafði samband við ríkislögreglustjóra, að hans sögn til að afla upplýsinga um brottflutninginn. Fjölskyldan hefur nú fengið samþykkta alþjóðlega vernd. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra var spurð út í atburðarásina þennan örlagaríkaríka dag þegar ákveðið var að fresta að vísa fjölskyldunni úr landi. Hún segir að Guðmundur Ingi Guðbrandsson fyrrverandi félagsmálaráðherra Vinstri grænna hafi komið efasemdum á framfæri við forsætisráðherra um lögmæti aðgerðanna. Ósátt við niðurstöðuna „Það var komin niðurstaða í máli fjölskyldunnar. Ég sem dómsmálaráðherra hefði ekki átt að stíga inn í málið en ég steig inn í það og það var mér þvert um geð. Ég get ítrekað það hér. Eftir að ég hafði fengið beiðni frá forsætisráðherra fyrir hönd ríkisstjórnarinnar um að fresta brottflutningi þessa fatlaða einstaklings, þá eftir að félagsmálaráðherra hafði haft samband við forsætisráðherra og hafði efasemdir um lögmæti aðgerðarinnar sem var í gangi. Ég frestaði brottför þeirra vegna þess að við vorum þarna með einstakling í sérlega viðkvæmri stöðu. Ég kallaði strax saman þá einstaklinga sem höfðu stýrt aðgerðum hjá ríkislögreglustjóra. Fór yfir málið og gat ég ekki séð neina meinbugi á aðgerðum lögreglunnar,“ segir Guðrún. Guðmundur Ingi Guðbrandsson eigi eftir að svara Hún segir að þrátt fyrir að hafa óskað eftir skýringum frá Guðmundi Inga Guðbrandssyni fyrrverandi félagsmálaráðherra um efasemdir hans um lögmæti aðgerðanna, hafi engin svör borist. Því hefur alltaf verið ósvarað af hálfu fyrrverandi félagsmálaráðherra hvaða upplýsingar hann hafði til að efast um lögmæti þeirra aðgerða sem þarna fóru fram. Því hefur aldrei verið svarað. Við höfum óskað eftir svörum frá honum en spurningum okkar hefur ekki verið svarað. Aðspurð um hvort hún sé sátt við niðurstöðu málsins svarar hún: „Nei ég er ekki sátt við niðurstöðu þessa máls.“ Greiningarmiðstöð hefði komið í veg fyrir veru fjölskyldunnar Guðrún segir að Yazani og fjölskyldu hans hefði ekki verið hleypt inn í landið hefði svokölluð greiningarmiðstöð á landamærum verið komið í gagnið eins og hún leggur áherslu á að komið verði á fót. „Ég hef lagt áherslu á að fá greiningarmiðstöð á landamærum þar sem allir þeir sem hingað koma og sækja um vernd verði stoppaðir á landamærum í einhverja daga meðan við metum hæfi umsóknanna. Í þessu tilfelli hefði þessari fjölskyldu verið snúið til baka innan nokkurra sólahringa hefði slík greiningarmiðstöð verið komin í gagnið,“ segir Guðrún. Þáttinn má sjá í heild sinni hér að neðan: Klippa: Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir?
Mál Yazans Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Dómstólar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Fleiri fréttir Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Sjá meira
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent