Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 10. nóvember 2024 18:42 Bæjarbíó var eitt sinn heimili Leikfélags Hafnarfjarðar. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Leikfélag Hafnarfjarðar hefur verið lagt niður. Ýmsir erfiðleikar höfðu áhrif á starfsemina. Flestir meðlimir félagsins hafa gengið í raðir annarra leikfélaga. Leikfélag Hafnarfjarðar var lagt niður 29. október síðastliðinn á aðalfundi félagsins. Kemur fram í tilkynningu á Facebook-síðu leikfélagsins að ákvörðunin hafi átt sér afar langan aðdraganda. Í greinargerð stjórnar kemur fram að „undanfarin ár hefur leikfélagið verið á hrakhólum, ýmist húsnæðislaust eða með takmarkaða aðstöðu til þess að vinna að markmiði sínu. Virkir félagar eru fáir eftir og sjóður leikfélagsins á þrotum.“ Leikfélag Hafnarfjarðar hefur starfað frá árinu 1936 með hléum með það að markmiði að efla og iðka leiklist í Hafnarfirði. Allar eignir félagsins verða afhentar bæjarstjórn Hafnarfjarðar til varðveislu þar til félagið tekur aftur til starfa. Húsnæðisvandamál haft mikil áhrif Ingveldur Lára Þórðardóttir, varaformaður fráfarandi stjórnar Leikfélags Hafnarfjarðar, segir að húsnæðisvandamál félagsins hafi haft mikil áhrif. Leikfélagið hafi verið heimilislaust frá árinu 2021. „Okkur fannst vera kominn tími til að fólk fengi að njóta þess að iðka leiklist í stað þess að vera í einhverju húsnæðisbasli,“ segir hún. Flestir meðlimir félagsins séu nú komnir í önnur leikfélög á höfuðborgarsvæðinu. „Leikfélag Hafnarfjarðar deyr aldrei, það leggur sig um stund og safnar kröftum og fer svo fíleflt aftur í gang þegar aðstæður innan bæjarins eru því hagstæðari,“ kemur fram í skýrslu formanns. Ingveldur vonar að starfsemin verði tekin aftur upp þótt að hún sjálf sé farin í annað leikfélag. Menning Leikhús Hafnarfjörður Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Leikfélag Hafnarfjarðar var lagt niður 29. október síðastliðinn á aðalfundi félagsins. Kemur fram í tilkynningu á Facebook-síðu leikfélagsins að ákvörðunin hafi átt sér afar langan aðdraganda. Í greinargerð stjórnar kemur fram að „undanfarin ár hefur leikfélagið verið á hrakhólum, ýmist húsnæðislaust eða með takmarkaða aðstöðu til þess að vinna að markmiði sínu. Virkir félagar eru fáir eftir og sjóður leikfélagsins á þrotum.“ Leikfélag Hafnarfjarðar hefur starfað frá árinu 1936 með hléum með það að markmiði að efla og iðka leiklist í Hafnarfirði. Allar eignir félagsins verða afhentar bæjarstjórn Hafnarfjarðar til varðveislu þar til félagið tekur aftur til starfa. Húsnæðisvandamál haft mikil áhrif Ingveldur Lára Þórðardóttir, varaformaður fráfarandi stjórnar Leikfélags Hafnarfjarðar, segir að húsnæðisvandamál félagsins hafi haft mikil áhrif. Leikfélagið hafi verið heimilislaust frá árinu 2021. „Okkur fannst vera kominn tími til að fólk fengi að njóta þess að iðka leiklist í stað þess að vera í einhverju húsnæðisbasli,“ segir hún. Flestir meðlimir félagsins séu nú komnir í önnur leikfélög á höfuðborgarsvæðinu. „Leikfélag Hafnarfjarðar deyr aldrei, það leggur sig um stund og safnar kröftum og fer svo fíleflt aftur í gang þegar aðstæður innan bæjarins eru því hagstæðari,“ kemur fram í skýrslu formanns. Ingveldur vonar að starfsemin verði tekin aftur upp þótt að hún sjálf sé farin í annað leikfélag.
Menning Leikhús Hafnarfjörður Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira