Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Lovísa Arnardóttir skrifar 7. nóvember 2024 22:02 Ólafur Þ. Harðarson prófessor í stjórnmálafræði segir margt áhugavert í nýrri Maskínukönnun. Vísir/Vilhelm Prófessor í stjórnmálafræði segir fylgi flokkanna enn á mikilli hreyfinu. Það sé ekki fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum en það gæti gerst núna. Hann segir að möguleiki sé á að sett verði nýtt Íslandsmet í dauðum atkvæðum. „Helsta breytingin í þessari könnun er að Viðreisn er að bæta vel við sig,“ segir Ólafur Þ. Harðarson prófessor í stjórnmálafræði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Fylgi flokkanna er á töluverðri hreyfingu nú þegar einungis rúmar þrjár vikur eru til kosninga, samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Viðreisn er á mikilli siglingu og bætir við sig þremur prósentustigum á milli kannana. Fylgið hefur ríflega tvöfaldast frá síðustu kosningum og stendur nú í 19,4 prósentum. Hann segir erfitt að vita hvað valdi. Það geti verið stefnumál eins og Evrópumál eða jafnvel framganga Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanns flokksins, í kappræðum á Stöð 2 og RÚV. „Við vitum hins vegar hvaðan fylgi Viðreisnar er að koma miðað við síðustu kosningar,“ segir Ólafur. Ríflega þriðjungur sem ætli að kjósa flokkinn hafi gert það líka síðast, þriðjungur hafi kosið Sjálfstæðisflokk eða Framsóknarflokk og svo hafi þriðjungur kosið Vinstri græn, Samfylkingu eða Pírata. „Viðreisn er að fá fylgið víða að.“ Ólafur segir að í könnuninni megi einnig sjá að fylgið flakki á milli Sjálfstæðisflokks og Miðflokks. Það sé samhljómur meðal þessara flokka. Auk þess hafi það sést vel í kappræðum á RÚV síðustu helgi að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, lögðu báðir mikla áherslu á klassíska markaðshyggju, lítil ríkisafskipti og lága skatta. Fólk kjósi yfirleitt það sem það vill kjósa Í könnuninni má einnig sjá að margir flokkar eru enn að berjast við það að ná inn á þing. Það eru Sósíalistaflokkurinn, Vinstri græn og Píratar. Ólafur segir hugsanlegt að kjósendur þessara flokka kjósi taktískt svo að atkvæði þeirra falli ekki í glæ. Það sé hins vegar ekkert fordæmi fyrir því að kjósendur kjósi taktískt í alþingiskosningum. „Þeir hafa yfirleitt bara kosið það sem þeir vilja.“ Það hafi sést taktísk kosning forsetakosningunum í vor og því megi alveg vera að kjósendur ákveði að gera það sama í lok nóvember. „Ef að niðurstöðurnar yrðu eins og könnunin með þessa þrjá flokka, þá myndu 15 prósent atkvæða verða dauð í kosningunum, og það yrði nýtt Íslandsmet.“ Viðreisn Sjálfstæðisflokkurinn Píratar Framsóknarflokkurinn Sósíalistaflokkurinn Vinstri græn Alþingiskosningar 2024 Skoðanakannanir Tengdar fréttir Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Þingflokksformaður Pírata segir hreyfinguna stefna á að komast í stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins þótt á brattan hafi verið að sækja í könnunum. Í Samtalinu með Heimi Má segir hún enn nauðsynlegra en áður að taka upp viðræður um aðild að Evrópusambandinu eftir að Donald Trump var endurkjörinn forseti Bandaríkjanna. 7. nóvember 2024 19:50 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Jakob Frímann Magnússon, frambjóðandi Miðflokksins, segir að hafi eitthvað borið í milli í aðdraganda þess að hann sagði sig úr Flokki fólksins, hafi borið í milli hvað varðaði listamannalaun. Hann hafi viljað fjölga listamönnum á launum en ekki þingflokkurinn. 7. nóvember 2024 08:39 Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump Afgerandi meirihluti Íslendinga vill að Kamala Harris vinni kosningarnar vestanhafs í dag. 41 prósent þeirra sem segjast munu kjósa Miðflokkinn í komandi alþingiskosningum vilja aftur á móti sjá Trump vinna. 5. nóvember 2024 13:55 Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Erlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Erlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Fleiri fréttir Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Sjá meira
„Helsta breytingin í þessari könnun er að Viðreisn er að bæta vel við sig,“ segir Ólafur Þ. Harðarson prófessor í stjórnmálafræði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Fylgi flokkanna er á töluverðri hreyfingu nú þegar einungis rúmar þrjár vikur eru til kosninga, samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Viðreisn er á mikilli siglingu og bætir við sig þremur prósentustigum á milli kannana. Fylgið hefur ríflega tvöfaldast frá síðustu kosningum og stendur nú í 19,4 prósentum. Hann segir erfitt að vita hvað valdi. Það geti verið stefnumál eins og Evrópumál eða jafnvel framganga Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanns flokksins, í kappræðum á Stöð 2 og RÚV. „Við vitum hins vegar hvaðan fylgi Viðreisnar er að koma miðað við síðustu kosningar,“ segir Ólafur. Ríflega þriðjungur sem ætli að kjósa flokkinn hafi gert það líka síðast, þriðjungur hafi kosið Sjálfstæðisflokk eða Framsóknarflokk og svo hafi þriðjungur kosið Vinstri græn, Samfylkingu eða Pírata. „Viðreisn er að fá fylgið víða að.“ Ólafur segir að í könnuninni megi einnig sjá að fylgið flakki á milli Sjálfstæðisflokks og Miðflokks. Það sé samhljómur meðal þessara flokka. Auk þess hafi það sést vel í kappræðum á RÚV síðustu helgi að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, lögðu báðir mikla áherslu á klassíska markaðshyggju, lítil ríkisafskipti og lága skatta. Fólk kjósi yfirleitt það sem það vill kjósa Í könnuninni má einnig sjá að margir flokkar eru enn að berjast við það að ná inn á þing. Það eru Sósíalistaflokkurinn, Vinstri græn og Píratar. Ólafur segir hugsanlegt að kjósendur þessara flokka kjósi taktískt svo að atkvæði þeirra falli ekki í glæ. Það sé hins vegar ekkert fordæmi fyrir því að kjósendur kjósi taktískt í alþingiskosningum. „Þeir hafa yfirleitt bara kosið það sem þeir vilja.“ Það hafi sést taktísk kosning forsetakosningunum í vor og því megi alveg vera að kjósendur ákveði að gera það sama í lok nóvember. „Ef að niðurstöðurnar yrðu eins og könnunin með þessa þrjá flokka, þá myndu 15 prósent atkvæða verða dauð í kosningunum, og það yrði nýtt Íslandsmet.“
Viðreisn Sjálfstæðisflokkurinn Píratar Framsóknarflokkurinn Sósíalistaflokkurinn Vinstri græn Alþingiskosningar 2024 Skoðanakannanir Tengdar fréttir Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Þingflokksformaður Pírata segir hreyfinguna stefna á að komast í stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins þótt á brattan hafi verið að sækja í könnunum. Í Samtalinu með Heimi Má segir hún enn nauðsynlegra en áður að taka upp viðræður um aðild að Evrópusambandinu eftir að Donald Trump var endurkjörinn forseti Bandaríkjanna. 7. nóvember 2024 19:50 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Jakob Frímann Magnússon, frambjóðandi Miðflokksins, segir að hafi eitthvað borið í milli í aðdraganda þess að hann sagði sig úr Flokki fólksins, hafi borið í milli hvað varðaði listamannalaun. Hann hafi viljað fjölga listamönnum á launum en ekki þingflokkurinn. 7. nóvember 2024 08:39 Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump Afgerandi meirihluti Íslendinga vill að Kamala Harris vinni kosningarnar vestanhafs í dag. 41 prósent þeirra sem segjast munu kjósa Miðflokkinn í komandi alþingiskosningum vilja aftur á móti sjá Trump vinna. 5. nóvember 2024 13:55 Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Erlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Erlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Fleiri fréttir Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Sjá meira
Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Þingflokksformaður Pírata segir hreyfinguna stefna á að komast í stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins þótt á brattan hafi verið að sækja í könnunum. Í Samtalinu með Heimi Má segir hún enn nauðsynlegra en áður að taka upp viðræður um aðild að Evrópusambandinu eftir að Donald Trump var endurkjörinn forseti Bandaríkjanna. 7. nóvember 2024 19:50
„Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Jakob Frímann Magnússon, frambjóðandi Miðflokksins, segir að hafi eitthvað borið í milli í aðdraganda þess að hann sagði sig úr Flokki fólksins, hafi borið í milli hvað varðaði listamannalaun. Hann hafi viljað fjölga listamönnum á launum en ekki þingflokkurinn. 7. nóvember 2024 08:39
Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump Afgerandi meirihluti Íslendinga vill að Kamala Harris vinni kosningarnar vestanhafs í dag. 41 prósent þeirra sem segjast munu kjósa Miðflokkinn í komandi alþingiskosningum vilja aftur á móti sjá Trump vinna. 5. nóvember 2024 13:55