Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Atli Ísleifsson skrifar 7. nóvember 2024 16:02 Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis- orku- og loftslagsráðherra mun opna viðburðinn sem hefst í Norræna húsinu klukkan 16:30. Norræna húsið Norræna ráðherranefndin stendur fyrir viðburði í Norræna húsinu milli klukkan 16:30 og 18 í dag þar sem grænu umskiptin verða til umfjöllunar. Yfirskriftin er „Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi?“ en hæg verður að fylgjast með fundinum í beinu streymi í spilaranum að neðan. Í tilkynningu segir að grænu umskiptin séu á allra vörum og fá sem efast um mikilvægi þeirra í heimi sem einkennist af síversnandi afleiðingum loftslagsbreytinga. „En þó virðist lítið talað um hvernig samfélög okkar og daglegt líf geti í raun og veru litið út þegar grænu umskiptin hafa verið innleidd og ráðist hefur verið í þær breytingar sem nauðsynlegar eru til at samfélög rúmist innan þolmarka jarðarinnar. Þess í stað hverfist umræðan að miklu leiti um þær fórnir sem við þurfum að færa á vegferðinni í átt að loftslags- og umhverfisvænna lífi; t.d. fækka flugferðum, minnka kjötneyslu og jafnvel flytja í minni húsnæði. Mikil áhersla er einnig lögð á það hvort og hvernig tæknilausnir geti komið í veg fyrir þörfina á slíkum lífsstílsbreytingum og persónulegum fórnum – þó að ljóst sé að tæknilausnir einar og sér munu ekki skila nægum árangri í loftslagsmálum. Norræna ráðherranefndin heldur í ár röð viðburða, ásamt ýmsum samstarfsaðilum, víðsvegar um Norðurlönd þar sem áhersla er lögð á framtíðarsýn fyrir loftslagsvæn samfélög. Á viðburðunum eru ungir aðgerðarsinnar, sérfræðingar og valdhafar leidd saman og leitast er við að svara spurningum á borð við: „Hvernig lítur gott og umhverfisvænt líf út í framtíðinni – og hvernig komust við þangað?“. Slík samtöl hafa átt sér stað á Folkemødet í Danmörku, Arendalsuka í Noregi, Almedalsveckan í Svíþjóð, ReGeneration Week á Álandseyjum – og nú í aðdraganda COP29 er komið að Íslandi. Öllum þingflokkum hefur verið boðið að senda fulltrúa sinn á viðburðinn,“ segir í tilkynningu. Eftirfarandi flokkar hafa þegar tilkynnt um þátttöku. Píratar - Andrés Ingi Jónsson. Vinstri Græn - Finnur Ricart Andrason. Samfylkingin - Jóna Þórey Pétursdóttir. Framsókn - Halla Hrund Logadóttir Sósíalistar - Karl Héðinn Kristjánsson. Hægt er að fylgjast með fundinum í spilaranum að neðan, en fundurinn stendur milli 16:30 og 18:00. Dagskrá: Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis- orku- og loftslagsráðherra opnar viðburðinn. Kynning á skýrslu Norrænu ráðherranefndarinnar „Nordic Visions of Climate Neutrality“ – Brynhildur Davíðsdóttir, prófessor í umhverfis og auðindafræði við HÍ, Eyjólfur Ingi Ásgeirsson, prófessor við verkfræðideild HR, og Hlynur Stefánsson, prófessor við verkfræðideild HR. Pallborðsumræður: Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis- orku- og loftslagsráðherra Sóllilja Bjarnadóttir, doktorsnemi við félagfræði-, mannfræði og þjóðfræðideild HÍ Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, hagfræðingur hjá BSRB Halldór Þorgeirsson, formaður Loftslagsráðs Fundarstjóri: Katrín Oddsdóttir Loftslagsmál Norðurlandaráð Umhverfismál Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Sjá meira
Í tilkynningu segir að grænu umskiptin séu á allra vörum og fá sem efast um mikilvægi þeirra í heimi sem einkennist af síversnandi afleiðingum loftslagsbreytinga. „En þó virðist lítið talað um hvernig samfélög okkar og daglegt líf geti í raun og veru litið út þegar grænu umskiptin hafa verið innleidd og ráðist hefur verið í þær breytingar sem nauðsynlegar eru til at samfélög rúmist innan þolmarka jarðarinnar. Þess í stað hverfist umræðan að miklu leiti um þær fórnir sem við þurfum að færa á vegferðinni í átt að loftslags- og umhverfisvænna lífi; t.d. fækka flugferðum, minnka kjötneyslu og jafnvel flytja í minni húsnæði. Mikil áhersla er einnig lögð á það hvort og hvernig tæknilausnir geti komið í veg fyrir þörfina á slíkum lífsstílsbreytingum og persónulegum fórnum – þó að ljóst sé að tæknilausnir einar og sér munu ekki skila nægum árangri í loftslagsmálum. Norræna ráðherranefndin heldur í ár röð viðburða, ásamt ýmsum samstarfsaðilum, víðsvegar um Norðurlönd þar sem áhersla er lögð á framtíðarsýn fyrir loftslagsvæn samfélög. Á viðburðunum eru ungir aðgerðarsinnar, sérfræðingar og valdhafar leidd saman og leitast er við að svara spurningum á borð við: „Hvernig lítur gott og umhverfisvænt líf út í framtíðinni – og hvernig komust við þangað?“. Slík samtöl hafa átt sér stað á Folkemødet í Danmörku, Arendalsuka í Noregi, Almedalsveckan í Svíþjóð, ReGeneration Week á Álandseyjum – og nú í aðdraganda COP29 er komið að Íslandi. Öllum þingflokkum hefur verið boðið að senda fulltrúa sinn á viðburðinn,“ segir í tilkynningu. Eftirfarandi flokkar hafa þegar tilkynnt um þátttöku. Píratar - Andrés Ingi Jónsson. Vinstri Græn - Finnur Ricart Andrason. Samfylkingin - Jóna Þórey Pétursdóttir. Framsókn - Halla Hrund Logadóttir Sósíalistar - Karl Héðinn Kristjánsson. Hægt er að fylgjast með fundinum í spilaranum að neðan, en fundurinn stendur milli 16:30 og 18:00. Dagskrá: Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis- orku- og loftslagsráðherra opnar viðburðinn. Kynning á skýrslu Norrænu ráðherranefndarinnar „Nordic Visions of Climate Neutrality“ – Brynhildur Davíðsdóttir, prófessor í umhverfis og auðindafræði við HÍ, Eyjólfur Ingi Ásgeirsson, prófessor við verkfræðideild HR, og Hlynur Stefánsson, prófessor við verkfræðideild HR. Pallborðsumræður: Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis- orku- og loftslagsráðherra Sóllilja Bjarnadóttir, doktorsnemi við félagfræði-, mannfræði og þjóðfræðideild HÍ Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, hagfræðingur hjá BSRB Halldór Þorgeirsson, formaður Loftslagsráðs Fundarstjóri: Katrín Oddsdóttir
Loftslagsmál Norðurlandaráð Umhverfismál Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Sjá meira