Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 4. nóvember 2024 20:00 Margrét Helga Erlingsdóttir fréttamaður og Svandís Svavarsdóttir, formaður Vinstri grænna, í Pallborðinu fyrr í dag. Ákvörðun Vinstri grænna um áframhaldandi samstarf með Sjálfstæðisflokki og Framsókn árið 2021 var afdrifarík og orkar tvímælis. Þetta segir Svandís Svavarsdóttir, formaður Vinstri grænna, í kosningapallborðinu í dag. Hún segir hreyfinguna vera að hefja nýjan kafla undir sinni forystu og að grasrótin sé að ná sér á strik eftir sjö ára ríkisstjórnarsamstarf. Hún benti á að fólk eins og Rósa Björk Brynjólfsdóttir, sem hafði skilið við flokkinn á ákveðnu tímabili, sé komið til baka. Þetta sé þó vissulega áskorun. Í Pallborðinu ræddu forystukonur Vinstri grænna, Pírata og Sósíalistaflokks Íslands um útlendingamál, íhaldssveiflu, húsnæðismál og margt fleira. Fylgi við flokkana þrjá mældist í síðustu Maskínukönnun undir fimm prósentum og VG með 3,8%. Svandís var spurð hvort það hefðu verið mistök að endurnýja stjórnarsamstarfið með Sjálfstæðisflokki og Framsókn árið 2021. „Ég held það hafi ekkert upp á sig að vera að velta fyrir sér hvort eitthvað hafi verið mistök eða ekki mistök.“ En ef þið eruð að óska eftir tiltrú kjósenda sem hafa farið, þurfið þið þá ekki að ávarpa þetta; hvort þetta hafi verið mistök eða ekki? „Þessi ákvörðun var afdrifarík, augljóslega. Hún orkar tvímælis og þegar maður lítur til baka þá hrannast upp spurningamerkin um það hvort við höfum greitt fyrir þetta of dýru gjaldi. Mér finnst það spurning sem á alveg rétt á sér þrátt fyrir að við höfum náð umtalsverðum árangri.“ Pallborðið í heild má sjá í spilaranum hér að neðan: Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Vinstri græn Píratar Sósíalistaflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Pallborðið Tengdar fréttir „Mikilvægt að láta ekki hugfallast“ Formaður Vinstri grænna segir að mikilvægt að láta ekki hugfallast yfir gengi flokksins í skoðanakönnunum. Í nýrri könnun Maskínu er flokkurinn á útleið af þingi. Fylgi Pírata hrynur milli kannanna og mælist nú 4,5 prósent á landsvísu. Oddviti þeirra í Kraganum segir það alvarlegt en kosningabaráttan sé rétt að hefjast 29. október 2024 13:32 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
Hún segir hreyfinguna vera að hefja nýjan kafla undir sinni forystu og að grasrótin sé að ná sér á strik eftir sjö ára ríkisstjórnarsamstarf. Hún benti á að fólk eins og Rósa Björk Brynjólfsdóttir, sem hafði skilið við flokkinn á ákveðnu tímabili, sé komið til baka. Þetta sé þó vissulega áskorun. Í Pallborðinu ræddu forystukonur Vinstri grænna, Pírata og Sósíalistaflokks Íslands um útlendingamál, íhaldssveiflu, húsnæðismál og margt fleira. Fylgi við flokkana þrjá mældist í síðustu Maskínukönnun undir fimm prósentum og VG með 3,8%. Svandís var spurð hvort það hefðu verið mistök að endurnýja stjórnarsamstarfið með Sjálfstæðisflokki og Framsókn árið 2021. „Ég held það hafi ekkert upp á sig að vera að velta fyrir sér hvort eitthvað hafi verið mistök eða ekki mistök.“ En ef þið eruð að óska eftir tiltrú kjósenda sem hafa farið, þurfið þið þá ekki að ávarpa þetta; hvort þetta hafi verið mistök eða ekki? „Þessi ákvörðun var afdrifarík, augljóslega. Hún orkar tvímælis og þegar maður lítur til baka þá hrannast upp spurningamerkin um það hvort við höfum greitt fyrir þetta of dýru gjaldi. Mér finnst það spurning sem á alveg rétt á sér þrátt fyrir að við höfum náð umtalsverðum árangri.“ Pallborðið í heild má sjá í spilaranum hér að neðan:
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Vinstri græn Píratar Sósíalistaflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Pallborðið Tengdar fréttir „Mikilvægt að láta ekki hugfallast“ Formaður Vinstri grænna segir að mikilvægt að láta ekki hugfallast yfir gengi flokksins í skoðanakönnunum. Í nýrri könnun Maskínu er flokkurinn á útleið af þingi. Fylgi Pírata hrynur milli kannanna og mælist nú 4,5 prósent á landsvísu. Oddviti þeirra í Kraganum segir það alvarlegt en kosningabaráttan sé rétt að hefjast 29. október 2024 13:32 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
„Mikilvægt að láta ekki hugfallast“ Formaður Vinstri grænna segir að mikilvægt að láta ekki hugfallast yfir gengi flokksins í skoðanakönnunum. Í nýrri könnun Maskínu er flokkurinn á útleið af þingi. Fylgi Pírata hrynur milli kannanna og mælist nú 4,5 prósent á landsvísu. Oddviti þeirra í Kraganum segir það alvarlegt en kosningabaráttan sé rétt að hefjast 29. október 2024 13:32