Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 1. nóvember 2024 13:00 Það var gríðarlega vel mætt hjá Eiríki og Þóra Arnórsdóttir og Katrín Júlíusdóttir meðal þeirra sem létu sig ekki vanta. Fullt var út úr dyrum í Eymundsson við Skólavörðustíg í gær þegar stjórnmálafræðingurinn Eiríkur Bergmann hélt þar útgáfufögnuð í tilefni af útgáfu bókar hans Óvæntur ferðafélagi. Um er að ræða minningarbók Eiríks og ferðasögu með kvillann sem hann kennir við Tínu. Þegar Eiríkur Bergmann stóð á tvítugu opnast veröldin honum og hann svolgraði hana í sig af áfergju. Ólánlegur unglingur úr Breiðholti varð að víðförlum alþjóðlegum fræðimanni. Síðan tók heimurinn upp á því að lokast, veröldin fjötraðist í neti landamæratálmana og vegabréfa. Á sama tíma og hann var líka læstur inni í kófinu birtist skyndilega alvarlegur kvilli, Severe Tinnitus Disorder. Eiríkur gaf kvillanum nafnið Tína og fór að halda dagbók um ástandið. Í útgáfuhófinu las Eiríkur meðal annars upp úr bók sinni. Hann segir bókina vera ferðasögu í mörgum skilningi. Um ferðalagið með Tínu, frá ótta til sáttar, lífsferðalag frá ungdómsárum til þroska. Þar séu líka frásagnir af eiginlegum ferðum, en starfs síns vegna hefur Eiríkur ferðast víða um heimskringluna og upplifað fleira en flestir fá að gera í sínum störfum. Bókin er líka saga um að brjótast út, komast hjá aðþrengingu þrúgandi þjóðernishafta, losna úr fjötrum kófsins og úr klóm afdankaðra aldurshugmynda. En þó einkum um að leyfa Tínu ekki að loka sig inni í hávaða höfuðsins heldur læra að ferðast með henni – því hverju ferðalagi fylgir einhver lærdómur. Samkvæmislífið Menning Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Tork gaur: BMW neglir fallegan framenda Lífið samstarf Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Þegar Eiríkur Bergmann stóð á tvítugu opnast veröldin honum og hann svolgraði hana í sig af áfergju. Ólánlegur unglingur úr Breiðholti varð að víðförlum alþjóðlegum fræðimanni. Síðan tók heimurinn upp á því að lokast, veröldin fjötraðist í neti landamæratálmana og vegabréfa. Á sama tíma og hann var líka læstur inni í kófinu birtist skyndilega alvarlegur kvilli, Severe Tinnitus Disorder. Eiríkur gaf kvillanum nafnið Tína og fór að halda dagbók um ástandið. Í útgáfuhófinu las Eiríkur meðal annars upp úr bók sinni. Hann segir bókina vera ferðasögu í mörgum skilningi. Um ferðalagið með Tínu, frá ótta til sáttar, lífsferðalag frá ungdómsárum til þroska. Þar séu líka frásagnir af eiginlegum ferðum, en starfs síns vegna hefur Eiríkur ferðast víða um heimskringluna og upplifað fleira en flestir fá að gera í sínum störfum. Bókin er líka saga um að brjótast út, komast hjá aðþrengingu þrúgandi þjóðernishafta, losna úr fjötrum kófsins og úr klóm afdankaðra aldurshugmynda. En þó einkum um að leyfa Tínu ekki að loka sig inni í hávaða höfuðsins heldur læra að ferðast með henni – því hverju ferðalagi fylgir einhver lærdómur.
Samkvæmislífið Menning Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Tork gaur: BMW neglir fallegan framenda Lífið samstarf Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira