Hafi liðið sem gísl í Argentínu Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 24. október 2024 16:23 Liam Payne og Kate Cassidy voru saman þar til stuttu áður en hann lést. Darren Gerrish/Getty Images Samfélagsmiðlastjarnan Kate Cassidy kærasta Liam Payne fannst líkt og hún væri gísl kærasta síns þar sem þau dvöldu saman í Buenos Aires í Argentínu stuttu áður en hann lést í sama fríi. Hún hafi átt gríðarlega erfitt með þá ákvörðun að fara eftir tvær vikur í Argentínu með söngvaranum. Frá þessu keppast erlendir slúðurmiðlar nú að hafa eftir vinkonu Cassidy. Payne lést í síðustu viku eftir að hann féll fram af svölum á hóteli í Buenos Aires í Argentínu. Komið hefur í ljós að söngvarinn var á fjöldanum öllum af eiturlyfjum en starfsfólk hringdi á neyðarlínu þar sem hann lét þar öllum illum látum. Áður hefur komið fram að hann hafi nýverið verið búinn að missa plötusamning sinn og umboðsmann. Voru í tvær vikur saman á hótelinu Fram kemur í umfjöllun PageSix um málið að parið hafi fyrst einungis ætlað sér að dvelja í Buenos Aires í nokkra daga, til þess að fara á tónleika hjá Niall Horan. Payne hafi hinsvegar ítrekað framlengt ferðina þrátt fyrir að Cassidy hafi viljað fara. „Þau eru í Argentínu og þetta er eins og gíslataka,“ segir vinkona hennar. „Hún segir honum að hún vilji fara, þetta er viku síðar. Hann grátbiður hana um að vera og hún framlengir alltaf ferðina, um einn dag, svo tvo daga. Hann vill bara að hún verði áfram, áfram, áfram.“ Hún hafi að endingu gefist upp. Hana hafi langað heim til sín, til vina sinna og fjölskyldu auk þess sem hún hafi haft skyldum að gegna í heimalandinu. Hafi ætlað að giftast Sjálf hefur Cassidy ekki með beinum hætti tjáð sig um síðustu daga sína með kærasta sínum. Hún minntist hans hinsvegar í einlægri færslu á samfélagsmiðlinum Instagram sem hún birti í gær. Þar segir hún Payne hafa skrifað sér bréf stuttu fyrir andlát hans. „Ég veit ekki einu sinni hvar ég á að byrja. Hjarta mitt er brotið á hátt sem ég get ekki lýst. Ég vildi að þú gætir séð þau áhrif sem þú hefur á heiminn jafnvel þótt það sé sveipað rökkri einmitt núna. Þú færðir öllum svo mikla gleði og jákvæðni, milljónum aðdáenda, vinum, fjölskyldu og sérstaklega mér. Þú varst svo ótrúlega elskaður.“ View this post on Instagram A post shared by Kate Cassidy (@kateecass) Andlát Liam Payne Argentína Tengdar fréttir Bar fyrir sig að hafa eitt sinn verið í strákabandi Hótelgestur á CasaSur Palermo sem var einn sá síðasti til að eiga samskipti við breska söngvarann Liam Payne lýsir því að söngvarinn hafi verið hegðað sér einkennilega og óþægilega við aðra hótelgesti skömmu áður en hann fór upp á herbergi sitt þar sem hann féll svo af svölunum. Hann þóttist kyrkja einn gestanna, rústaði tölvunni sinni og bar fyrir sig að hann hefði eitt sinn verið í strákabandi. 18. október 2024 16:53 Frestar tónleikaferðalagi vegna andláts Payne Zayn Malik hefur ákveðið að fresta Ameríkutúr sínum vegna fráfalls Liam Payne. Malik og Payne voru saman í strákahljómsveitinni One Direction. Payne lést á miðvikudag eftir að hafa fallið af svölum á hóteli í Buenos Aires í Argentínu. 20. október 2024 08:20 Rekinn af útgáfunni stuttu fyrir andlátið Bandaríska útgáfufyrirtækið Universal Music sagði upp samningi sínum við breska söngvarann Liam Payne nokkrum dögum fyrir andlát hans. Þá var hann án umboðsmanns. 18. október 2024 09:59 Mest lesið „Ég er óléttur“ Lífið Fékk leyfi Nóbelskálds fyrir heiti nýrrar bókabúðar í Hamraborg Menning Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum Lífið „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Lífið Er Ormstunga djarfasta sýning ársins? Gagnrýni Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Skilnaður „ógeðslega erfitt fyrirbæri“ en til eru verkfæri sem hjálpa Lífið samstarf Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Bullandi stemning hjá Blikum Lífið Fleiri fréttir Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Sjá meira
Frá þessu keppast erlendir slúðurmiðlar nú að hafa eftir vinkonu Cassidy. Payne lést í síðustu viku eftir að hann féll fram af svölum á hóteli í Buenos Aires í Argentínu. Komið hefur í ljós að söngvarinn var á fjöldanum öllum af eiturlyfjum en starfsfólk hringdi á neyðarlínu þar sem hann lét þar öllum illum látum. Áður hefur komið fram að hann hafi nýverið verið búinn að missa plötusamning sinn og umboðsmann. Voru í tvær vikur saman á hótelinu Fram kemur í umfjöllun PageSix um málið að parið hafi fyrst einungis ætlað sér að dvelja í Buenos Aires í nokkra daga, til þess að fara á tónleika hjá Niall Horan. Payne hafi hinsvegar ítrekað framlengt ferðina þrátt fyrir að Cassidy hafi viljað fara. „Þau eru í Argentínu og þetta er eins og gíslataka,“ segir vinkona hennar. „Hún segir honum að hún vilji fara, þetta er viku síðar. Hann grátbiður hana um að vera og hún framlengir alltaf ferðina, um einn dag, svo tvo daga. Hann vill bara að hún verði áfram, áfram, áfram.“ Hún hafi að endingu gefist upp. Hana hafi langað heim til sín, til vina sinna og fjölskyldu auk þess sem hún hafi haft skyldum að gegna í heimalandinu. Hafi ætlað að giftast Sjálf hefur Cassidy ekki með beinum hætti tjáð sig um síðustu daga sína með kærasta sínum. Hún minntist hans hinsvegar í einlægri færslu á samfélagsmiðlinum Instagram sem hún birti í gær. Þar segir hún Payne hafa skrifað sér bréf stuttu fyrir andlát hans. „Ég veit ekki einu sinni hvar ég á að byrja. Hjarta mitt er brotið á hátt sem ég get ekki lýst. Ég vildi að þú gætir séð þau áhrif sem þú hefur á heiminn jafnvel þótt það sé sveipað rökkri einmitt núna. Þú færðir öllum svo mikla gleði og jákvæðni, milljónum aðdáenda, vinum, fjölskyldu og sérstaklega mér. Þú varst svo ótrúlega elskaður.“ View this post on Instagram A post shared by Kate Cassidy (@kateecass)
Andlát Liam Payne Argentína Tengdar fréttir Bar fyrir sig að hafa eitt sinn verið í strákabandi Hótelgestur á CasaSur Palermo sem var einn sá síðasti til að eiga samskipti við breska söngvarann Liam Payne lýsir því að söngvarinn hafi verið hegðað sér einkennilega og óþægilega við aðra hótelgesti skömmu áður en hann fór upp á herbergi sitt þar sem hann féll svo af svölunum. Hann þóttist kyrkja einn gestanna, rústaði tölvunni sinni og bar fyrir sig að hann hefði eitt sinn verið í strákabandi. 18. október 2024 16:53 Frestar tónleikaferðalagi vegna andláts Payne Zayn Malik hefur ákveðið að fresta Ameríkutúr sínum vegna fráfalls Liam Payne. Malik og Payne voru saman í strákahljómsveitinni One Direction. Payne lést á miðvikudag eftir að hafa fallið af svölum á hóteli í Buenos Aires í Argentínu. 20. október 2024 08:20 Rekinn af útgáfunni stuttu fyrir andlátið Bandaríska útgáfufyrirtækið Universal Music sagði upp samningi sínum við breska söngvarann Liam Payne nokkrum dögum fyrir andlát hans. Þá var hann án umboðsmanns. 18. október 2024 09:59 Mest lesið „Ég er óléttur“ Lífið Fékk leyfi Nóbelskálds fyrir heiti nýrrar bókabúðar í Hamraborg Menning Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum Lífið „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Lífið Er Ormstunga djarfasta sýning ársins? Gagnrýni Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Skilnaður „ógeðslega erfitt fyrirbæri“ en til eru verkfæri sem hjálpa Lífið samstarf Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Bullandi stemning hjá Blikum Lífið Fleiri fréttir Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Sjá meira
Bar fyrir sig að hafa eitt sinn verið í strákabandi Hótelgestur á CasaSur Palermo sem var einn sá síðasti til að eiga samskipti við breska söngvarann Liam Payne lýsir því að söngvarinn hafi verið hegðað sér einkennilega og óþægilega við aðra hótelgesti skömmu áður en hann fór upp á herbergi sitt þar sem hann féll svo af svölunum. Hann þóttist kyrkja einn gestanna, rústaði tölvunni sinni og bar fyrir sig að hann hefði eitt sinn verið í strákabandi. 18. október 2024 16:53
Frestar tónleikaferðalagi vegna andláts Payne Zayn Malik hefur ákveðið að fresta Ameríkutúr sínum vegna fráfalls Liam Payne. Malik og Payne voru saman í strákahljómsveitinni One Direction. Payne lést á miðvikudag eftir að hafa fallið af svölum á hóteli í Buenos Aires í Argentínu. 20. október 2024 08:20
Rekinn af útgáfunni stuttu fyrir andlátið Bandaríska útgáfufyrirtækið Universal Music sagði upp samningi sínum við breska söngvarann Liam Payne nokkrum dögum fyrir andlát hans. Þá var hann án umboðsmanns. 18. október 2024 09:59
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“