Græningjar leita að þjóðþekktum einstaklingi Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 21. október 2024 19:01 Kikka Sigurðardóttir einn stofnenda Græningja. Flokkurinn leitar af fólki til að bjóða fram á lista í þremur kjördæmum. Vísir/Sigurjón Flokkur Græningja var stofnaður í gær. Einn stofnenda leitar nú logandi ljósi af þjóðþekktum einstaklingi sem brennur fyrir umhverfismál. Flokkurinn vonist til að ná inn að minnsta kosti einum til tveimur þingmönnum. Stofnfundur Græningja var haldinn í gær. Flokkurinn hyggst bjóða fram í Reykjavíkurkjördæmum suður og norður og Norðausturkjördæmi og er búist við að listarnir verði kynntir í vikunni. Kikka Sigurðardóttir rithöfundur er einn stofnenda Græningja. Kikka hefur skrifað bækur, útvarpsleikrit, sjónvarpshandrit og kvikmyndahandrit. Þekktasta verkið hennar er eflaust Ávaxtakarfan. Verður að vera þekkt fólk á listum Kikka segir að nú sé verið að finna rétta fólkið fyrir flokkinn. Þá sé verið að reyna að fá listabókstafinn G. „Eins skrítið og það hljómar þá verður að vera þekkt fólk á listum. Þú sérð það á því hverjir eru að fara á lista hjá öðrum flokkum. Þetta er allt fólk sem hefur verið í sjónvarpi síðustu ár. Við hugsuðum fyrst að við þyrftum fyrst og fremst fólk með brennandi áhuga á umhverfismálum. Svo var einhver sem benti mér á að við þyrftum að finna þekkt andlit,“ segir Kikka sem ætlar sjálf að bjóða sig fram en ekki í oddvitasæti. Flokkurinn leggur megináherslu á umhverfismál Kikka segir að flokkurinn hafi fyrst og fremst verið stofnaður í kringum umhverfismál. „Við leggjum áherslu á íslenska náttúru. Við viljum stofnun Miðhálendisþjóðgarðs með öllum þjóðlendum. Við ætlum að einblína á loftlagsvánna og auðlindirnar okkar sem við gefum hægri vinstri hverjum sem vill hirða þær. Ég reikna með að við verðum risastór með tímanum eins og aðrir græningjaflokkar í Evrópu,“ segir Kikka. Vinstri græn ekki staðið sig nógu vel Aðspurð hvort flokkurinn sé ekki að fara í beina samkeppni við Vinstri græn svarar Kikka: „Nei vonandi förum við þó í samvinnu með þeim. Þau hafa hins vegar ekki staðið sig alveg nógu vel. Náttúra Íslands og loftlagsváin hafa ekki verið þeirra aðalmál inn á þingi. Þau náðu ekki einu sinni að standa við sína eigin loftslagsáætlun þegar þau voru í ríkisstjórn.“ Kikka er vongóð fyrir komandi kosningar. „Ég læt mig dreyma um að koma inn einum eða tveimur þingmönnum,“ segir Kikka. Alþingiskosningar 2024 Vinstri græn Mest lesið Vaktin: Dómur yfir Alberti kveðinn upp í Landsrétti Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fleiri fréttir Vaktin: Dómur yfir Alberti kveðinn upp í Landsrétti Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Sjá meira
Stofnfundur Græningja var haldinn í gær. Flokkurinn hyggst bjóða fram í Reykjavíkurkjördæmum suður og norður og Norðausturkjördæmi og er búist við að listarnir verði kynntir í vikunni. Kikka Sigurðardóttir rithöfundur er einn stofnenda Græningja. Kikka hefur skrifað bækur, útvarpsleikrit, sjónvarpshandrit og kvikmyndahandrit. Þekktasta verkið hennar er eflaust Ávaxtakarfan. Verður að vera þekkt fólk á listum Kikka segir að nú sé verið að finna rétta fólkið fyrir flokkinn. Þá sé verið að reyna að fá listabókstafinn G. „Eins skrítið og það hljómar þá verður að vera þekkt fólk á listum. Þú sérð það á því hverjir eru að fara á lista hjá öðrum flokkum. Þetta er allt fólk sem hefur verið í sjónvarpi síðustu ár. Við hugsuðum fyrst að við þyrftum fyrst og fremst fólk með brennandi áhuga á umhverfismálum. Svo var einhver sem benti mér á að við þyrftum að finna þekkt andlit,“ segir Kikka sem ætlar sjálf að bjóða sig fram en ekki í oddvitasæti. Flokkurinn leggur megináherslu á umhverfismál Kikka segir að flokkurinn hafi fyrst og fremst verið stofnaður í kringum umhverfismál. „Við leggjum áherslu á íslenska náttúru. Við viljum stofnun Miðhálendisþjóðgarðs með öllum þjóðlendum. Við ætlum að einblína á loftlagsvánna og auðlindirnar okkar sem við gefum hægri vinstri hverjum sem vill hirða þær. Ég reikna með að við verðum risastór með tímanum eins og aðrir græningjaflokkar í Evrópu,“ segir Kikka. Vinstri græn ekki staðið sig nógu vel Aðspurð hvort flokkurinn sé ekki að fara í beina samkeppni við Vinstri græn svarar Kikka: „Nei vonandi förum við þó í samvinnu með þeim. Þau hafa hins vegar ekki staðið sig alveg nógu vel. Náttúra Íslands og loftlagsváin hafa ekki verið þeirra aðalmál inn á þingi. Þau náðu ekki einu sinni að standa við sína eigin loftslagsáætlun þegar þau voru í ríkisstjórn.“ Kikka er vongóð fyrir komandi kosningar. „Ég læt mig dreyma um að koma inn einum eða tveimur þingmönnum,“ segir Kikka.
Alþingiskosningar 2024 Vinstri græn Mest lesið Vaktin: Dómur yfir Alberti kveðinn upp í Landsrétti Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fleiri fréttir Vaktin: Dómur yfir Alberti kveðinn upp í Landsrétti Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent