Lögreglustjóri skýtur á Grindavíkurnefnd Jón Þór Stefánsson og Tómas Arnar Þorláksson skrifa 21. október 2024 11:08 Límmiði sem hefur hulið nafn Grindavíkurbæjar á skiltum til bæjarins hefur verið tekinn af. Vísir/Vilhelm Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segist ekki gera stórar athugasemdir við opnun Grindavíkurbæjar, sem varð í dag, en segir þó að upplýsingagjöf til ferðamanna sem hyggist fara í bæinn sé lítil sem engin. „Ég get fundið að því að upplýsingagjöf til ferðamanna er engin þegar menn nálgast bæinn. Það er eitt af verkefnum Grindavíkurnefndar að hafa tök á þeim hlutum. Enn sem komið er enga upplýsingagjöf að hafa á þjóðvegum til og frá bænum,“ segir Úlfar. „Þetta er vonandi eitthvað sem þau laga hratt og örugglega, en þegar við erum að opna inn á svona svæði þá er það í mínum huga algjört grundvallaratriði að upplýsingagjöf sé merkileg, marktæk og blasi við þegar fólk nálgast.“ Að sögn Úlfars er mikil hætta inni í Grindavíkurbæ en hættur leynist utan bæjarins.Vísir/Vilhelm Ýmsar hættur utan við bæinn Úlfar segist ekki hafa miklar áhyggjur af hættum í þéttbýlinu í Grindavík, en úti fyrir þéttbýlinu geti leynst ýmsar hættur. „Þegar við erum komin út fyrir þéttbýlið þá auðvitað leynast hættur víða. Fólk þarf að fara að með gát og lögreglustjóri getur haft áhyggjur af því svæði.“ Sjávarútvegsfyrirtækið Vísir hefur rekið saltfiskvinnslu og frystihús í Grindavík.Vísir/Vilhelm Hann segir fáa ferðamenn í Grindavík að svo stöddu, en gerir ráð fyrir að þeim gæti fjölgað. Kæmi til þess að skipulagðar ferðamannaferðir færu til Grindavíkur vanti upplýsingagjöf um ýmsa þætti, líkt og hvaða svæði væri rétt að skoða. Gamlar sprengjur ekki áhyggjuefni dagsins í dag Að mati Úlfars eru gamlar ósprungnar sprengjur bandaríska hersins, frá árunum 1952 til 1960, ekki áhyggjuefni dagsins í dag, en greint hefur verið frá því að Vogaheiði, þar sem herinn hélt úti skotæfingarsvæði, sé mengað af sprengjum. „En jörð hér í kringum Grindavík er auðvitað krosssprungin. Það hefur margoft komið fram í fjölmiðlum og í máli vísindamanna. Af því geta viðbragðsaðilar haft áhyggjur.“ Grindavík er þekkt fyrir sjávarútveg.Vísir/Vilhelm Úlfar segir að það bendi margt til þess að það verði aftur kvikuhlaup og jafnvel eldgos. Fyrirvarinn geti verið stuttur og því gæti aðgengi að bænum aftur verið takmarkað. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Lögreglumál Tengdar fréttir Grindavíkurbær nú opinn almenningi Grindavíkurbær opnaði klukkan sex í morgun, en aðgengi að bænum hefur verið verulegum takmörkunum háð síðustu misserin vegna eldsumbrota. Ferðir fólks eru á eigin ábyrgð. 21. október 2024 07:55 Mest lesið Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Fleiri fréttir Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mómæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ Sjá meira
„Ég get fundið að því að upplýsingagjöf til ferðamanna er engin þegar menn nálgast bæinn. Það er eitt af verkefnum Grindavíkurnefndar að hafa tök á þeim hlutum. Enn sem komið er enga upplýsingagjöf að hafa á þjóðvegum til og frá bænum,“ segir Úlfar. „Þetta er vonandi eitthvað sem þau laga hratt og örugglega, en þegar við erum að opna inn á svona svæði þá er það í mínum huga algjört grundvallaratriði að upplýsingagjöf sé merkileg, marktæk og blasi við þegar fólk nálgast.“ Að sögn Úlfars er mikil hætta inni í Grindavíkurbæ en hættur leynist utan bæjarins.Vísir/Vilhelm Ýmsar hættur utan við bæinn Úlfar segist ekki hafa miklar áhyggjur af hættum í þéttbýlinu í Grindavík, en úti fyrir þéttbýlinu geti leynst ýmsar hættur. „Þegar við erum komin út fyrir þéttbýlið þá auðvitað leynast hættur víða. Fólk þarf að fara að með gát og lögreglustjóri getur haft áhyggjur af því svæði.“ Sjávarútvegsfyrirtækið Vísir hefur rekið saltfiskvinnslu og frystihús í Grindavík.Vísir/Vilhelm Hann segir fáa ferðamenn í Grindavík að svo stöddu, en gerir ráð fyrir að þeim gæti fjölgað. Kæmi til þess að skipulagðar ferðamannaferðir færu til Grindavíkur vanti upplýsingagjöf um ýmsa þætti, líkt og hvaða svæði væri rétt að skoða. Gamlar sprengjur ekki áhyggjuefni dagsins í dag Að mati Úlfars eru gamlar ósprungnar sprengjur bandaríska hersins, frá árunum 1952 til 1960, ekki áhyggjuefni dagsins í dag, en greint hefur verið frá því að Vogaheiði, þar sem herinn hélt úti skotæfingarsvæði, sé mengað af sprengjum. „En jörð hér í kringum Grindavík er auðvitað krosssprungin. Það hefur margoft komið fram í fjölmiðlum og í máli vísindamanna. Af því geta viðbragðsaðilar haft áhyggjur.“ Grindavík er þekkt fyrir sjávarútveg.Vísir/Vilhelm Úlfar segir að það bendi margt til þess að það verði aftur kvikuhlaup og jafnvel eldgos. Fyrirvarinn geti verið stuttur og því gæti aðgengi að bænum aftur verið takmarkað.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Lögreglumál Tengdar fréttir Grindavíkurbær nú opinn almenningi Grindavíkurbær opnaði klukkan sex í morgun, en aðgengi að bænum hefur verið verulegum takmörkunum háð síðustu misserin vegna eldsumbrota. Ferðir fólks eru á eigin ábyrgð. 21. október 2024 07:55 Mest lesið Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Fleiri fréttir Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mómæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ Sjá meira
Grindavíkurbær nú opinn almenningi Grindavíkurbær opnaði klukkan sex í morgun, en aðgengi að bænum hefur verið verulegum takmörkunum háð síðustu misserin vegna eldsumbrota. Ferðir fólks eru á eigin ábyrgð. 21. október 2024 07:55