„Ég lagði allt undir“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 20. október 2024 18:12 Þórdís Kolbrún hafði betur gegn Jóni Gunnarssyni í dag. Hún lagði póltíska framtíð sína að veði og hefur styrkt stöðu sína innan flokksins. Vísir/Ragnar Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, er ánægð með að hafa hlotið annað sætið í Suðvesturkjördæmi. Hún segist hafa lagt allt undir og niðurstaðan sé afgerandi. Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi samþykkti fyrr í dag að viðhafa röðun við val á efstu fjórum sætum á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu. Þórdís Kolbrún hafði þar betur í baráttunni við Jón Gunnarsson um annað sætið. Fréttastofa náði tali af Þórdísi fyrir utan Valhöll. Fyrstu viðbrögð. Hvernig líður þér með þetta? „Ég er auðvitað ánægð með þessa niðurstöðu. Þetta var stór ákvörðun og ekkert sjálfgefið frekar en annað í pólitík og ég lagði allt undir fyrir þennan dag. Þannig það var skrítin tilhugsun að ganga inn í Valhöll. En þetta var sterk niðurstaða og ég er þakklát öllum þeim sem mæta á þennan fund og bera þessa ábyrgð að stilla upp sterku liði,“ „Það er mikið búið að vera í gangi í dag út um allt land en út úr þessu kemur vonandi öflug liðsheild og sterkt lið sem hlakkar mikið til kosningabaráttunnar.“ „Sem betur fer þarf ég ekki að svara því núna“ Atkvæðagreiðslan fór þannig að Þórdís hlaut 206 atkvæði en Jón 130 sem hlýtur að teljast nokkuð afgerandi stuðningur. Þetta er afgerandi niðurstaða fyrir þig? „Þetta er afgerandi niðurstaða af þessum fundi. Þetta er ekki opið prófkjör þannig það eru ekki allir sem hafa seturétt, eingöngu þau sem geta mætt á fundinn geta kosið. Þetta er afgerandi niðurstaða fyrir mig og ég er gríðarlega þakklát og ætla að halda áfram að gera mitt besta til þess að enginn þurfi að sjá eftir því að veðja á mig og veitt mér tækifæri.“ Hafðirðu hug á að bjóða þig fram í þriðja sæti ef þú hefðir ekki haft erindi sem erfiði? „Ég vildi ekki svara því fyrir fundinn, hvorki gagnvart mér persónulega að stilla upp slíkum sviðsmyndum né setja fundinn í þá stöðu og sem betur fer þarf ég ekki að svara því núna því þetta fór svona.“ Rædduð þið Jón saman? Ertu búin að heyra í honum eftir að þetta varð ljóst? „Við ræddum saman í gegnum baráttuna. Hann hefur vikið af fundi en ég er búinn að senda honum skilaboð. Við förum áfram í þessa baráttu hvert með sínum hætti. Við Jón erum góðir vinir og góðir félagar, höfum unnið saman í mörg ár og tekið marga slagi bæði innanflokks og utan.“ Breytingar í Sjálfstæðisflokknum Listar eru farnir að skýrast í mörgum kjördæmum og er ljóst að margir af núverandi þingmönnum Sjálfstæðiflokksins eru að detta af þingi. Hvernig líst þér á þær vendingar sem hafa orðið í dag? „Þetta gerist allt ótrúlega hratt og auðvitað er eftirspurn eftir því að það sé hrist upp í hlutunum. Þetta er vandasamt fyrir þau sem eru að stilla upp lista. Það er eftirsjá að góðu fólki, vönduðu fólki, félögum sem bera uppi mál niðri á þingi og eru hugmyndafræðilega mjög sterk. En þetta fylgir bara pólitíkinni. Núna erum við auðvitað ekki með prófkjör af því það vinnst ekki tími í það og þá er þessi leið viðhöfð. Ekkert af þessu er gallalaust en það fylgir því líka í pólitík að það eru ákveðin sæti og það þýðir að nýtt fólk tekur pláss. Þetta er líka kynslóðamál, kynslóðir taka pláss og það eru breytingar.“ Hafi verið strembnir dagar Það hlýtur að vera þungu fargi af þér létt núna. Varstu ekki stressuð þarna inni áðan? „Ég held nú stundum að það sé eitthvað að mér af því ég er almennt frekar yfirveguð og slök. En þetta eru búnir að vera mjög strembnir dagar, þetta gerist hratt og það gengur mikið á. Alls konar komið upp, velkomið og óvelkomið. Því fylgir auðvitað mikið stress. Eins og ég sagði, ég lagði allt undir, ég var að taka stóra áhættu og ákvörðun. En ég var algjörlega sannfærð um að það væri rétt ákvörðun fyrir mig hvernig sem færi. Svona niðurstaða af þessum fundi er góð. Þetta er varða fyrir vörðu, nú er næsta verkefni að henda sér í kosningabaráttu.“ Hægrið ekki á leiðinni út úr flokknum Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi ráðherra Sjálfstæðisflokksins, tilkynnti í dag að hún vildi leiða Miðflokkinn í Reykjavík. Því hefur verið fleygt fram að hægrið sé að leiðinni út úr Sjálfstæðisflokknum. Hvernig lýst þér á þessar vendingar? „Ég held það sé alveg augljóst að hægrið er ekki á leiðinni út úr Sjálfstæðisflokknum. Ég hlakka bara til að fara í kosningabaráttu og kalla fram afstöðu annarra flokka, meðal annars Miðflokksins, til ýmiss konar hægrimála. Ég eiginlega get ekki beðið. Ég óska vinkonu minni Sigríði Andersen góðs gengis í sínu verkefni. Þetta er auðvitað stór frétt, hún kemur ekki að öllu leyti á óvart en þetta er stór frétt. Það er það sem er svo spennandi við pólitík, hún er ofboðslega lifandi. Við höfum séð það á undanförnum dögum hvað hlutirnir breytast hratt.“ Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Suðvesturkjördæmi Mest lesið Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira
Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi samþykkti fyrr í dag að viðhafa röðun við val á efstu fjórum sætum á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu. Þórdís Kolbrún hafði þar betur í baráttunni við Jón Gunnarsson um annað sætið. Fréttastofa náði tali af Þórdísi fyrir utan Valhöll. Fyrstu viðbrögð. Hvernig líður þér með þetta? „Ég er auðvitað ánægð með þessa niðurstöðu. Þetta var stór ákvörðun og ekkert sjálfgefið frekar en annað í pólitík og ég lagði allt undir fyrir þennan dag. Þannig það var skrítin tilhugsun að ganga inn í Valhöll. En þetta var sterk niðurstaða og ég er þakklát öllum þeim sem mæta á þennan fund og bera þessa ábyrgð að stilla upp sterku liði,“ „Það er mikið búið að vera í gangi í dag út um allt land en út úr þessu kemur vonandi öflug liðsheild og sterkt lið sem hlakkar mikið til kosningabaráttunnar.“ „Sem betur fer þarf ég ekki að svara því núna“ Atkvæðagreiðslan fór þannig að Þórdís hlaut 206 atkvæði en Jón 130 sem hlýtur að teljast nokkuð afgerandi stuðningur. Þetta er afgerandi niðurstaða fyrir þig? „Þetta er afgerandi niðurstaða af þessum fundi. Þetta er ekki opið prófkjör þannig það eru ekki allir sem hafa seturétt, eingöngu þau sem geta mætt á fundinn geta kosið. Þetta er afgerandi niðurstaða fyrir mig og ég er gríðarlega þakklát og ætla að halda áfram að gera mitt besta til þess að enginn þurfi að sjá eftir því að veðja á mig og veitt mér tækifæri.“ Hafðirðu hug á að bjóða þig fram í þriðja sæti ef þú hefðir ekki haft erindi sem erfiði? „Ég vildi ekki svara því fyrir fundinn, hvorki gagnvart mér persónulega að stilla upp slíkum sviðsmyndum né setja fundinn í þá stöðu og sem betur fer þarf ég ekki að svara því núna því þetta fór svona.“ Rædduð þið Jón saman? Ertu búin að heyra í honum eftir að þetta varð ljóst? „Við ræddum saman í gegnum baráttuna. Hann hefur vikið af fundi en ég er búinn að senda honum skilaboð. Við förum áfram í þessa baráttu hvert með sínum hætti. Við Jón erum góðir vinir og góðir félagar, höfum unnið saman í mörg ár og tekið marga slagi bæði innanflokks og utan.“ Breytingar í Sjálfstæðisflokknum Listar eru farnir að skýrast í mörgum kjördæmum og er ljóst að margir af núverandi þingmönnum Sjálfstæðiflokksins eru að detta af þingi. Hvernig líst þér á þær vendingar sem hafa orðið í dag? „Þetta gerist allt ótrúlega hratt og auðvitað er eftirspurn eftir því að það sé hrist upp í hlutunum. Þetta er vandasamt fyrir þau sem eru að stilla upp lista. Það er eftirsjá að góðu fólki, vönduðu fólki, félögum sem bera uppi mál niðri á þingi og eru hugmyndafræðilega mjög sterk. En þetta fylgir bara pólitíkinni. Núna erum við auðvitað ekki með prófkjör af því það vinnst ekki tími í það og þá er þessi leið viðhöfð. Ekkert af þessu er gallalaust en það fylgir því líka í pólitík að það eru ákveðin sæti og það þýðir að nýtt fólk tekur pláss. Þetta er líka kynslóðamál, kynslóðir taka pláss og það eru breytingar.“ Hafi verið strembnir dagar Það hlýtur að vera þungu fargi af þér létt núna. Varstu ekki stressuð þarna inni áðan? „Ég held nú stundum að það sé eitthvað að mér af því ég er almennt frekar yfirveguð og slök. En þetta eru búnir að vera mjög strembnir dagar, þetta gerist hratt og það gengur mikið á. Alls konar komið upp, velkomið og óvelkomið. Því fylgir auðvitað mikið stress. Eins og ég sagði, ég lagði allt undir, ég var að taka stóra áhættu og ákvörðun. En ég var algjörlega sannfærð um að það væri rétt ákvörðun fyrir mig hvernig sem færi. Svona niðurstaða af þessum fundi er góð. Þetta er varða fyrir vörðu, nú er næsta verkefni að henda sér í kosningabaráttu.“ Hægrið ekki á leiðinni út úr flokknum Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi ráðherra Sjálfstæðisflokksins, tilkynnti í dag að hún vildi leiða Miðflokkinn í Reykjavík. Því hefur verið fleygt fram að hægrið sé að leiðinni út úr Sjálfstæðisflokknum. Hvernig lýst þér á þessar vendingar? „Ég held það sé alveg augljóst að hægrið er ekki á leiðinni út úr Sjálfstæðisflokknum. Ég hlakka bara til að fara í kosningabaráttu og kalla fram afstöðu annarra flokka, meðal annars Miðflokksins, til ýmiss konar hægrimála. Ég eiginlega get ekki beðið. Ég óska vinkonu minni Sigríði Andersen góðs gengis í sínu verkefni. Þetta er auðvitað stór frétt, hún kemur ekki að öllu leyti á óvart en þetta er stór frétt. Það er það sem er svo spennandi við pólitík, hún er ofboðslega lifandi. Við höfum séð það á undanförnum dögum hvað hlutirnir breytast hratt.“
Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Suðvesturkjördæmi Mest lesið Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira