Íslenska ofurfólkið sem keppir á HM í bakgarðshlaupi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. október 2024 08:31 Þorleifur Þorleifsson, Marlena Radziszewska, Andri Guðmundsson og Mari Järsk eru í íslenska liðinu sem keppir á HM liða í bakgarðshlaupi. Á laugardaginn fer heimsmeistaramót landsliða í bakgarðshlaupum fram um víða veröld. Ísland sendir vaska sveit til leiks. Rúmlega sextíu lönd keppa að þessu sinni. Hvert lið hleypur í sínu landi og keppnin hefst alls staðar á sama tíma. Hún hefst klukkan 12:00 að íslenskum tíma og verður í beinni útsendingu á Vísi. Hlaupið verður í Elliðaárdalnum og brautin er reglum samkvæmt 6,706 km löng. Markmið liðanna er að hlaupa flesta samanlagða fjölda hringa á meðan keppninni stendur. Númer hvers keppenda fer eftir árangri þeirra og þau berjast einnig um að vinna sinn númeraflokk. Þegar einungis einn keppandi er eftir í íslenska liðinu og hefur lokið einum hring einn lýkur keppninni á Íslandi. Sá sem vinnur íslenska hlutann öðlast þátttökurétt á HM einstaklinga í bakgarðshlaupum. Íslenska liðið er skipað fimmtán keppendum sem tryggðu sér sæti í því með árangri sínum í bakgarðskeppnum frá ágúst 2022 og ágúst 2024. En hvaða ofurfólk er þetta sem keppir fyrir Íslands hönd á HM? Hér á eftir má lesa stutta kynningu á keppendunum. #1 Mari Järsk Mari er 36 ára frá Íslandi og hefur búið á Íslandi síðan 2005. Hún starfar í markaðsmálum fyrir Sportvörur. Mari hefur unnið Bakgarðshlaupið í þrígang og á Íslandsmetið í því, 57 hringi. #2 Elísa Kristinsdóttir Elísa er 29 ára frá Neskaupsstað en er búsett í Reykjavík. Hún á þriggja ára son. Elísa byrjaði að hlaupa í fyrra en hefur þrátt fyrir það náð eftirtektarverðum árangri. Hann hefur mest hlaupið 56 hringi sem hún náði í Bakgarðshlaupinu í vor. #3 Andri Guðmundsson Andri er 42 ára, búsettur á Seltjarnarnesi og starfar hjá VAXA. Hann hefur hlaupið síðan 2016 og að minnsta kosti eitt ultra maraþon á hverju ári síðan þá. Andri á best 52 hringi í bakgarðshlaupi. #4 Þorleifur Þorleifsson Þorleifur er 45 ára, þriggja barna faðir sem starfar hjá Marel. Hann byrjaði að hlaupa 2009. Þorleifur vann fyrsta Bakgarðshlaupið 2020 og varð hlutskarpastur Íslendinga á HM fyrir tveimur árum. Hann keppti fyrir Íslands á HM einstaklinga í fyrra. Metið hans Þorleifs í bakgarðshlaupi eru fimmtíu hringir. #5 Marlena Radziszewska Marlena er 33 ára frá Póllandi og starfar hjá Icelandair. Hún hefur hlaupið í lengri tíma og síðustu fimm ár hafa ofur hlaup átt hug hennar allan. Hún vann Bakgarðshlaupið í haust og í fyrra. Marlena kláraði 38 hringi í bæði skiptin. #6 Flóki Halldórsson Flóki er fimmtugur starfsmaður Seðlabankans. Hann er aldursforsetinn í íslenska liðinu. Flóki ætlar að bæta metið sitt sem er 36 hringir. #7 Guðjón Ingi Sigurðsson Guðjón er 46 ára Skagamaður. Hann vann Bakgarð 101 2023 þegar hann hljóp 31 hring sem er metið hans. #8 Kristinn Gunnar Kristinsson Kristinn er 37 ára, tveggja barna faðir frá Kópavogi sem starfar flugfjarskiptamaður. Hann byrjaði að hlaupa 2018 til að byggja upp þol fyrir klifur og fjallaskíði. Besti árangur hans í bakgarðshlaupi eru þrjátíu hringir. Kristinn Gunnar Kristinsson hljóp sitt fyrsta bakgarðshlaup 2020. #9 Sif Sumarliðadóttir Sif er 49 ára, tveggja barna móðir frá Selfossi sem starfar hjá Landsspítalanum. Í Bakgarðshlaupinu vorið 2024 hljóp hún þrjátíu hringi sem er metið hennar. #10 Margrét Th. Jónsdóttir Margrét er 41 árs, þriggja drengja móðir sem er framkvæmdastjóri Perlunnar. Hún hefur verið á fullu í hlaupum undanfarin fimm ár. #11 Friðrik Benediktsson Friðrik er 41 árs Eyjamaður sem vinnur í málmsteypusmiðju og sem slökkviliðsmaður. Hann byrjaði að hlaupa fyrir sex árum og besti árangur hans er 27 hringir. #12 Hildur Guðný Káradóttir Hildur er 37 ára frá Hafnarfirði. Hún starfar sem þrekþjálfari fyrir fótboltalið KR og kennir í Mjölni. Hún byrjaði að hlaupa 2017. Hildur Guðný Káradóttir sér til þess að fótboltalið KR séu í góðu formi. #13 Margrét Salóme L. Þorsteinsdóttir Margrét er 36 ára, tveggja barna móðir sem starfar sem svæfingarhjúkrunarfræðingur á Landsspítalanum. Hún fékk hlaupabakteríuna 2019. #14 Rakel María Hjaltadóttir Rakel er 31 árs förðunarfræðingur hjá Stöð 2. Hlaupaferill hennar hófst 2018 þegar hún keppti í Hengli Ultra. Hún stefnir á að bæta metið sitt í bakgarðshlaupi sem er 24 hringir. #15 Jón Trausti Guðmundsson Jón er 34 ára frá Kópavogi og starfar hjá ISAVIA. Hann byrjaði að hlaupa 2016 og fjórum árum síðar kláraði hann sitt fyrsta bakgarðshlaup. Bakgarðshlaup Mest lesið Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Íslenski boltinn Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Fótbolti Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Íslenski boltinn Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Fótbolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen vann sprettinn í Belgíu C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Getur varla gengið lengur Dagskráin: Fyrsti leikurinn á nýja KR-vellinum, ensk félög í beinni og formúla Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Messi dæmdur eftir allt saman í bann fyrir skrópið Gyökeres í flugvél á leið til London Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Anton Sveinn og Laufey Rún stálu senunni í Nauthólsvík Sjá meira
Rúmlega sextíu lönd keppa að þessu sinni. Hvert lið hleypur í sínu landi og keppnin hefst alls staðar á sama tíma. Hún hefst klukkan 12:00 að íslenskum tíma og verður í beinni útsendingu á Vísi. Hlaupið verður í Elliðaárdalnum og brautin er reglum samkvæmt 6,706 km löng. Markmið liðanna er að hlaupa flesta samanlagða fjölda hringa á meðan keppninni stendur. Númer hvers keppenda fer eftir árangri þeirra og þau berjast einnig um að vinna sinn númeraflokk. Þegar einungis einn keppandi er eftir í íslenska liðinu og hefur lokið einum hring einn lýkur keppninni á Íslandi. Sá sem vinnur íslenska hlutann öðlast þátttökurétt á HM einstaklinga í bakgarðshlaupum. Íslenska liðið er skipað fimmtán keppendum sem tryggðu sér sæti í því með árangri sínum í bakgarðskeppnum frá ágúst 2022 og ágúst 2024. En hvaða ofurfólk er þetta sem keppir fyrir Íslands hönd á HM? Hér á eftir má lesa stutta kynningu á keppendunum. #1 Mari Järsk Mari er 36 ára frá Íslandi og hefur búið á Íslandi síðan 2005. Hún starfar í markaðsmálum fyrir Sportvörur. Mari hefur unnið Bakgarðshlaupið í þrígang og á Íslandsmetið í því, 57 hringi. #2 Elísa Kristinsdóttir Elísa er 29 ára frá Neskaupsstað en er búsett í Reykjavík. Hún á þriggja ára son. Elísa byrjaði að hlaupa í fyrra en hefur þrátt fyrir það náð eftirtektarverðum árangri. Hann hefur mest hlaupið 56 hringi sem hún náði í Bakgarðshlaupinu í vor. #3 Andri Guðmundsson Andri er 42 ára, búsettur á Seltjarnarnesi og starfar hjá VAXA. Hann hefur hlaupið síðan 2016 og að minnsta kosti eitt ultra maraþon á hverju ári síðan þá. Andri á best 52 hringi í bakgarðshlaupi. #4 Þorleifur Þorleifsson Þorleifur er 45 ára, þriggja barna faðir sem starfar hjá Marel. Hann byrjaði að hlaupa 2009. Þorleifur vann fyrsta Bakgarðshlaupið 2020 og varð hlutskarpastur Íslendinga á HM fyrir tveimur árum. Hann keppti fyrir Íslands á HM einstaklinga í fyrra. Metið hans Þorleifs í bakgarðshlaupi eru fimmtíu hringir. #5 Marlena Radziszewska Marlena er 33 ára frá Póllandi og starfar hjá Icelandair. Hún hefur hlaupið í lengri tíma og síðustu fimm ár hafa ofur hlaup átt hug hennar allan. Hún vann Bakgarðshlaupið í haust og í fyrra. Marlena kláraði 38 hringi í bæði skiptin. #6 Flóki Halldórsson Flóki er fimmtugur starfsmaður Seðlabankans. Hann er aldursforsetinn í íslenska liðinu. Flóki ætlar að bæta metið sitt sem er 36 hringir. #7 Guðjón Ingi Sigurðsson Guðjón er 46 ára Skagamaður. Hann vann Bakgarð 101 2023 þegar hann hljóp 31 hring sem er metið hans. #8 Kristinn Gunnar Kristinsson Kristinn er 37 ára, tveggja barna faðir frá Kópavogi sem starfar flugfjarskiptamaður. Hann byrjaði að hlaupa 2018 til að byggja upp þol fyrir klifur og fjallaskíði. Besti árangur hans í bakgarðshlaupi eru þrjátíu hringir. Kristinn Gunnar Kristinsson hljóp sitt fyrsta bakgarðshlaup 2020. #9 Sif Sumarliðadóttir Sif er 49 ára, tveggja barna móðir frá Selfossi sem starfar hjá Landsspítalanum. Í Bakgarðshlaupinu vorið 2024 hljóp hún þrjátíu hringi sem er metið hennar. #10 Margrét Th. Jónsdóttir Margrét er 41 árs, þriggja drengja móðir sem er framkvæmdastjóri Perlunnar. Hún hefur verið á fullu í hlaupum undanfarin fimm ár. #11 Friðrik Benediktsson Friðrik er 41 árs Eyjamaður sem vinnur í málmsteypusmiðju og sem slökkviliðsmaður. Hann byrjaði að hlaupa fyrir sex árum og besti árangur hans er 27 hringir. #12 Hildur Guðný Káradóttir Hildur er 37 ára frá Hafnarfirði. Hún starfar sem þrekþjálfari fyrir fótboltalið KR og kennir í Mjölni. Hún byrjaði að hlaupa 2017. Hildur Guðný Káradóttir sér til þess að fótboltalið KR séu í góðu formi. #13 Margrét Salóme L. Þorsteinsdóttir Margrét er 36 ára, tveggja barna móðir sem starfar sem svæfingarhjúkrunarfræðingur á Landsspítalanum. Hún fékk hlaupabakteríuna 2019. #14 Rakel María Hjaltadóttir Rakel er 31 árs förðunarfræðingur hjá Stöð 2. Hlaupaferill hennar hófst 2018 þegar hún keppti í Hengli Ultra. Hún stefnir á að bæta metið sitt í bakgarðshlaupi sem er 24 hringir. #15 Jón Trausti Guðmundsson Jón er 34 ára frá Kópavogi og starfar hjá ISAVIA. Hann byrjaði að hlaupa 2016 og fjórum árum síðar kláraði hann sitt fyrsta bakgarðshlaup.
Bakgarðshlaup Mest lesið Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Íslenski boltinn Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Fótbolti Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Íslenski boltinn Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Fótbolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen vann sprettinn í Belgíu C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Getur varla gengið lengur Dagskráin: Fyrsti leikurinn á nýja KR-vellinum, ensk félög í beinni og formúla Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Messi dæmdur eftir allt saman í bann fyrir skrópið Gyökeres í flugvél á leið til London Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Anton Sveinn og Laufey Rún stálu senunni í Nauthólsvík Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn