Símtal í neyðarlínu varpar ljósi á atburðarásina Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 17. október 2024 10:19 Starfsfólk óttaðist að Liam Payne myndi gera sjálfum sér mein vegna ástands hans í gær. EPA-EFE/FACUNDO ARRIZABALAGA Starfsfólk á hóteli þar sem breski söngvarinn Liam Payne lést í gærkvöldi hringdi á neyðarlínu skömmu fyrir andlátið vegna hegðunar söngvarans sem sagður var láta öllum illum látum á milli þess sem hann væri meðvitundarlaus vegna fíkniefnaneyslu. Erlendir miðlar hafa í dag birt upptöku af símtalinu. Payne lést í gærkvöldi eftir að hafa fallið af svölum þriðju hæðar hótels í argentísku höfuðborginni Buenos Aires. Hann var einungis 31 árs og var líkt og alþjóð veit einn liðsmanna strákasveitarinnar One Direction sem naut gríðarlegra vinsælda árin 2010 til 2016 þegar sveitin hætti. Heyra má upptökuna í innslagi Sky News hér fyrir neðan og einnig neðar í fréttinni. Sagður hafa verið undir miklum áhrifum fíkniefna Í símtalinu má heyra yfirmaður í mótttöku hótelsins Casa Sur hringja áhyggjufullur í neyðarlínu. „Við erum með gest sem er gjörsamlega farinn vegna áfengis-og vímuefnaneyslu og þegar hann er með meðvitund þá skemmir hann allt í herberginu sínu.“ Yfirmaðurinn óskar eftir því við starfsmann neyðarlínunnar að aðstoð verði send með hraði. Er hann þá ítrekað spurður að því hvar hótelið sé. „Casa Azul Palermo. Við þurfum að fá einhvern strax því við vitum ekki hvort líf gestsins sé í hættu vegna þess að hann er í herbergi með svölum og við erum hrædd um að hann muni verða sér að voða,“ svarar hótelstarfsmaðurinn þá. Hann er þá spurður að því hve lengi söngvarinn hafi gist á hótelinu og svarar því að hann hafi verið þar í þrjá daga. Þá er hann spurður hvort hann hafi frekari upplýsingar um gestinn en segir svo ekki vera þar sem starfsfólk komist ekki inn á herbergið. Segist starfsmaður neyðarlínunnar að lokum ætla að senda lögreglu með sjúkrabíl og upphefst þá misskilningur þeirra á milli um hvort einungis þurfi sjúkrabíl en yfirmaðurinn bendir honum á að lögregla þurfi að vera með í för þar sem Payne sé undir áhrifum. Chilling 911 hotel call revealed as Liam Payne was ‘behaving erratically' pic.twitter.com/QjI9D8EPqV— The Sun (@TheSun) October 17, 2024 Hollywood Andlát Liam Payne Argentína Bretland Tengdar fréttir Harðlega gagnrýnd fyrir að birta myndir af líki Liam Payne Starfsfólk bandaríska slúðurmiðilsins TMZ hefur verið harðlega gagnrýnt fyrir umfjöllun sína um andlát breska söngvarans Liam Payne. Miðillinn birti myndir af líki hans en hefur nú fjarlægt þær. 17. október 2024 09:43 Mest lesið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Lífið Staðfesta loks sambandið Lífið Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Lífið Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Menning Einar og Milla skírðu drenginn Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Lífið Fleiri fréttir Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Sjá meira
Payne lést í gærkvöldi eftir að hafa fallið af svölum þriðju hæðar hótels í argentísku höfuðborginni Buenos Aires. Hann var einungis 31 árs og var líkt og alþjóð veit einn liðsmanna strákasveitarinnar One Direction sem naut gríðarlegra vinsælda árin 2010 til 2016 þegar sveitin hætti. Heyra má upptökuna í innslagi Sky News hér fyrir neðan og einnig neðar í fréttinni. Sagður hafa verið undir miklum áhrifum fíkniefna Í símtalinu má heyra yfirmaður í mótttöku hótelsins Casa Sur hringja áhyggjufullur í neyðarlínu. „Við erum með gest sem er gjörsamlega farinn vegna áfengis-og vímuefnaneyslu og þegar hann er með meðvitund þá skemmir hann allt í herberginu sínu.“ Yfirmaðurinn óskar eftir því við starfsmann neyðarlínunnar að aðstoð verði send með hraði. Er hann þá ítrekað spurður að því hvar hótelið sé. „Casa Azul Palermo. Við þurfum að fá einhvern strax því við vitum ekki hvort líf gestsins sé í hættu vegna þess að hann er í herbergi með svölum og við erum hrædd um að hann muni verða sér að voða,“ svarar hótelstarfsmaðurinn þá. Hann er þá spurður að því hve lengi söngvarinn hafi gist á hótelinu og svarar því að hann hafi verið þar í þrjá daga. Þá er hann spurður hvort hann hafi frekari upplýsingar um gestinn en segir svo ekki vera þar sem starfsfólk komist ekki inn á herbergið. Segist starfsmaður neyðarlínunnar að lokum ætla að senda lögreglu með sjúkrabíl og upphefst þá misskilningur þeirra á milli um hvort einungis þurfi sjúkrabíl en yfirmaðurinn bendir honum á að lögregla þurfi að vera með í för þar sem Payne sé undir áhrifum. Chilling 911 hotel call revealed as Liam Payne was ‘behaving erratically' pic.twitter.com/QjI9D8EPqV— The Sun (@TheSun) October 17, 2024
Hollywood Andlát Liam Payne Argentína Bretland Tengdar fréttir Harðlega gagnrýnd fyrir að birta myndir af líki Liam Payne Starfsfólk bandaríska slúðurmiðilsins TMZ hefur verið harðlega gagnrýnt fyrir umfjöllun sína um andlát breska söngvarans Liam Payne. Miðillinn birti myndir af líki hans en hefur nú fjarlægt þær. 17. október 2024 09:43 Mest lesið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Lífið Staðfesta loks sambandið Lífið Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Lífið Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Menning Einar og Milla skírðu drenginn Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Lífið Fleiri fréttir Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Sjá meira
Harðlega gagnrýnd fyrir að birta myndir af líki Liam Payne Starfsfólk bandaríska slúðurmiðilsins TMZ hefur verið harðlega gagnrýnt fyrir umfjöllun sína um andlát breska söngvarans Liam Payne. Miðillinn birti myndir af líki hans en hefur nú fjarlægt þær. 17. október 2024 09:43