Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 4. október 2024 10:02 Það er engin messa eins og sú nauðbeygða messa sem frumsýnd verður á sunnudag. Efnilegustu leikarar Íslands boða nauðbeygðir til messu í Bæjarbíói á sunnudag þegar leikverkið Nauðbeygð Messa verður frumsýnt. Höfundur leikritsins var í miðjum prófalestri þegar hugmyndin að verkinu kviknaði en hann segir um alvöru upplifun að ræða fyrir gesti. „Ástæða þess að við höfum nefnt verkið þessu fáránlega nafni sem enginn skilur er sú að við viljum að fólk labbi kannski í fyrsta sinn inn í eitthvað án þess að geta búist við því hvað er að fara að eiga sér stað,“ segir Einar Baldvin Brimar höfundur verksins í samtali við Vísi. Hann segir því um miklu meira en bara leikrit að ræða. Í verkinu, sem er messa, er fjallað um Kláus Alfreð Alfreðsson sem orðinn er dauðþreyttur á nútíma samfélagi. Hann hefur ákveðið að reyna allt sem hann getur til að fóta sig í samfélagi þar sem allt snýst um sýndarmennsku og metorð sem hefur í för með sér óafturkræfar afleiðingar fyrir hans líf. Einar segir um alvöru messu að ræða. Las helminginn og ákvað að slá til „Hugmyndin kviknaði þegar ég var að læra fyrir lögfræðipróf. Þarna var ég bara gjörsamlega að deyja í einhverjum prófalestri og ég byrjaði bara að skrifa þetta upp af því að ég þurfti að fá mig til að brosa annars myndi ég ekki komast í gegnum þetta. Þannig ég skrifaði þetta í einhverjum flýti,“ útskýrir Einar. Hann heyrði næst í félaga sínum leikstjóranum Vigni Rafn Valþórssyni sem hann hafði sent handritið. „Hann sagðist hafa lesið helminginn áður en hann hringdi svo í mig og sagðist ætla að gera þetta. Þetta var allt saman mjög óvænt,“ segir Einar hlæjandi. Messan var flutt tvisvar fyrir fullu húsi síðastliðið sumar í Háskólabíó undir merkjum sviðslistahátíðarinnar Afturámóti og vakti mikla athygli. Einar segir þá félaga hafa fengið svo margar fyrirspurnir um hvenær verkið yrði aftur á sviði að þeir hafi eiginlega ekki getað annað en orðið við þeim óskum. Sýningin var fyrst sett á svið í Háskólabíói. Prestur býður fólk velkomið Margir af efnilegustu leikurum landsins fara með hlutverk í verkinu líkt og Starkaður Pétursson, Katla Njálsdóttir og Mikael Emil Kaaber svo fáeinir séu nefndir. Einar fellst á það að leikritið sé alvöru satíra. Í því sé mikill húmor þó myrka hliðin sé aldrei langt undan. „Þetta er samt fyrst og fremst messa. Við erum með prest sem býður fólk velkomið. Það er erfidrykkja eftir á og að sjálfsögðu predikun sem lætur engan ósnortinn!“ Einar segist fyrst og fremst þakklátur leikhópnum og öllum sem komið hafi að verkinu. Hann er spenntur að frumsýna verkið um helgina og segist sérstaklega hugsa til smiðsins Axels Auðunssonar sem hafi verið mikill bjargvættur. „Maðurinn smíðaði tvöhundruð kílóa leikmynd launalaust á fimm dögum og neitaði svo að fara upp á svið að hneigja sig því hann sér ekki tilganginn í fabúleringum þegar skylduverkin bíða hans!“ segir Einar hlæjandi. Hann segir að sér sé mikið í mun um að útskýra fyrir lesendum um hvað verkið raunverulega snúist. „Nauðbeygð Messa er ekki eitthvað sem þú velur að fara á, hún velur þig, hún velur þig því hún veit að þú vilt breytingar, framfarir og betra samfélag. Hún velur þig því þú ert nauðbeygður. Svo kæri lesandi, hvort sem þér líkar það eða ekki - þú hefur verið valinn!“ Menning Leikhús Mest lesið Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Lífið Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Lífið Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Lífið Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Lífið Næturserum fyrir hárið – bylting í hárumhirðu Lífið samstarf Fleiri fréttir „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Sjá meira
„Ástæða þess að við höfum nefnt verkið þessu fáránlega nafni sem enginn skilur er sú að við viljum að fólk labbi kannski í fyrsta sinn inn í eitthvað án þess að geta búist við því hvað er að fara að eiga sér stað,“ segir Einar Baldvin Brimar höfundur verksins í samtali við Vísi. Hann segir því um miklu meira en bara leikrit að ræða. Í verkinu, sem er messa, er fjallað um Kláus Alfreð Alfreðsson sem orðinn er dauðþreyttur á nútíma samfélagi. Hann hefur ákveðið að reyna allt sem hann getur til að fóta sig í samfélagi þar sem allt snýst um sýndarmennsku og metorð sem hefur í för með sér óafturkræfar afleiðingar fyrir hans líf. Einar segir um alvöru messu að ræða. Las helminginn og ákvað að slá til „Hugmyndin kviknaði þegar ég var að læra fyrir lögfræðipróf. Þarna var ég bara gjörsamlega að deyja í einhverjum prófalestri og ég byrjaði bara að skrifa þetta upp af því að ég þurfti að fá mig til að brosa annars myndi ég ekki komast í gegnum þetta. Þannig ég skrifaði þetta í einhverjum flýti,“ útskýrir Einar. Hann heyrði næst í félaga sínum leikstjóranum Vigni Rafn Valþórssyni sem hann hafði sent handritið. „Hann sagðist hafa lesið helminginn áður en hann hringdi svo í mig og sagðist ætla að gera þetta. Þetta var allt saman mjög óvænt,“ segir Einar hlæjandi. Messan var flutt tvisvar fyrir fullu húsi síðastliðið sumar í Háskólabíó undir merkjum sviðslistahátíðarinnar Afturámóti og vakti mikla athygli. Einar segir þá félaga hafa fengið svo margar fyrirspurnir um hvenær verkið yrði aftur á sviði að þeir hafi eiginlega ekki getað annað en orðið við þeim óskum. Sýningin var fyrst sett á svið í Háskólabíói. Prestur býður fólk velkomið Margir af efnilegustu leikurum landsins fara með hlutverk í verkinu líkt og Starkaður Pétursson, Katla Njálsdóttir og Mikael Emil Kaaber svo fáeinir séu nefndir. Einar fellst á það að leikritið sé alvöru satíra. Í því sé mikill húmor þó myrka hliðin sé aldrei langt undan. „Þetta er samt fyrst og fremst messa. Við erum með prest sem býður fólk velkomið. Það er erfidrykkja eftir á og að sjálfsögðu predikun sem lætur engan ósnortinn!“ Einar segist fyrst og fremst þakklátur leikhópnum og öllum sem komið hafi að verkinu. Hann er spenntur að frumsýna verkið um helgina og segist sérstaklega hugsa til smiðsins Axels Auðunssonar sem hafi verið mikill bjargvættur. „Maðurinn smíðaði tvöhundruð kílóa leikmynd launalaust á fimm dögum og neitaði svo að fara upp á svið að hneigja sig því hann sér ekki tilganginn í fabúleringum þegar skylduverkin bíða hans!“ segir Einar hlæjandi. Hann segir að sér sé mikið í mun um að útskýra fyrir lesendum um hvað verkið raunverulega snúist. „Nauðbeygð Messa er ekki eitthvað sem þú velur að fara á, hún velur þig, hún velur þig því hún veit að þú vilt breytingar, framfarir og betra samfélag. Hún velur þig því þú ert nauðbeygður. Svo kæri lesandi, hvort sem þér líkar það eða ekki - þú hefur verið valinn!“
Menning Leikhús Mest lesið Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Lífið Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Lífið Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Lífið Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Lífið Næturserum fyrir hárið – bylting í hárumhirðu Lífið samstarf Fleiri fréttir „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Sjá meira