Tvö hundruð milljónir í baráttuna um Bessastaði Kjartan Kjartansson skrifar 25. september 2024 16:15 Frambjóðendurnir sex sem tóku þátt í sjónvarpskappræðum Stöðvar 2 eyddu á bilinu tíu til 57 milljónir króna í framboð sín. Vísir/Vilhelm Frambjóðendurnir tólf sem kepptust um embætti forseta eyddu samtals tæpum 194 milljónum króna í framboð sín. Framboð Katrínar Jakobsdóttur var það langdýrasta en kostnaðurinn við það nam tæpum þrjátíu prósentum af heildarútgjöldum framboðanna. Katrín, sem sagði af sér sem forsætisráðherra til þess að bjóða sig fram til forseta, eyddi alls 57,3 milljónum króna í framboð sitt, meira en tvöfalt meira en Halla Hrund Logadóttir sem átti næstdýrasta framboðið. Framboð Höllu Hrundar kostaði 27,5 milljónir króna. Þriðja dýrasta framboðið var Höllu Tómasdóttur en það kostaði rétt rúmar 26 milljónir króna. Framboð Arnars Þórs Jónssonar, sem hafnaði í sjötta sæti í kosningunum, var það fjórða dýrasta og kostaði 25,6 milljónir króna. Baldur Þórhallsson átti fimmta dýrasta framboðið, ríflega tuttugu milljónir króna fóru í það. Jón Gnarr hafnaði í fjórða sæti í kosningunum en eyddi umtalsvert minna í sitt framboð en þau fimm sem eyddu mestu. Framboð hans kostaði um 10,6 milljónir króna. Sigurvegarinn fékk flest atkvæði fyrir krónurnar Halla Tómsdóttir fékk flest atkvæði út á hverja krónu sem framboð hennar lagði í baráttuna. Kostnaður hennar við hvert atkvæði var 355 krónur. Til samanburðar kostaði hvert atkvæði Katrínar og Baldurs Þórhallssonar rúmlega þúsund krónur og Höllu Hrundar ríflega átta hundruð krónur. Langhæsti kostnaðurinn við hvert atkvæði var hjá Helgu Þórisdóttur, forstjóra Persónuverndar. Hann nam tæpum 64.500 krónum á atkvæði. Ástþór Magnússon komst henni næstur en hann greiddi rúmlega nítján þúsund krónur fyrir hvert atkvæði sem hann hlaut. Tveir frambjóðendur, þeir Viktor Traustason og Eríkur Ingi Jóhannsson, sögðu að hvorki heildartekjur né kostnaður vegna framboðs þeirra hefði farið umfram 550.000 krónur. Þeir þurftu því ekki að skila uppgjöri til ríkisendurskoðunar. Steinunn Ólína Þorsteinssdóttir skilaði ekki inn slíkri yfirlýsingu. Henni var það ekki skylt að því gefnu að kostnaður eða tekjur framboðsins færu ekki yfir fyrrnefnd fjárhæðarmörk. Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Ríkisendurskoðun Tengdar fréttir Baldur greiddi fjórðung kostnaðar við framboð sitt sjálfur Tæpur fjórðungur af heildarkostnaði við forsetaframboð Baldurs Þórhallssonar kom úr hans eigin vasa. Kostnaðurinn nam tæpum 20,4 milljónum króna en framboðið endurgreiddi styrki sem fóru umfram lögbundið hámark. 24. september 2024 13:44 Framboð Höllu Hrundar kostaði rúmar 27 milljónir króna Forsetaframboð Höllu Hrundar Logadóttur kostaði 27,4 milljónir króna en það skilaði rúmlega 82 þúsund króna afgangi. Halla Hrund lagði framboðinu til hátt í tvær milljónir króna af eigin fé. 10. september 2024 10:54 Arnar setti yfir tíu milljónir króna í eigið framboð Arnar Þór Jónsson varði 25,6 milljónum króna í framboð sitt til forseta Íslands. Það er svipuð upphæð og Halla Tómasdóttir varði í sitt framboð. Arnar Þór setti rúmar tíu milljónir í frambðið úr eigin sjóðum. 6. september 2024 16:20 Kom út í plús eftir framboðið Kostnaður við framboð Jón Gnarrs til forseta nam 10.645.424 krónum en heildartekjur framboðsins voru 10.664.091 krónur og stóð framboðið því undir sér. Félagið Jón Gnarr sem var stofnað í apríl til að halda utan um framboðið kom því út í 18.667 króna plús. 6. september 2024 10:58 Framboð Katrínar mun dýrara en Höllu Katrín Jakobsdóttir varði rúmlega 57 milljónum króna í forsetaframboð sitt. Það er rúmlega tvöfalt það sem Halla Tómasdóttir eyddi í framboð sitt. Kaupfélag Skagfirðinga var á meðal fjölmargra styrktaraðila Katrínar. 6. september 2024 10:36 Framboð Höllu kostaði 26 milljónir Halla Tómasdóttir varði 26 milljónum króna í framboð sitt til forseta Íslands. Þetta kemur fram í skýrslu hennar til Ríkisendurskoðunar. 6. september 2024 10:07 Mest lesið Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Erlent Fleiri fréttir Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Sjá meira
Katrín, sem sagði af sér sem forsætisráðherra til þess að bjóða sig fram til forseta, eyddi alls 57,3 milljónum króna í framboð sitt, meira en tvöfalt meira en Halla Hrund Logadóttir sem átti næstdýrasta framboðið. Framboð Höllu Hrundar kostaði 27,5 milljónir króna. Þriðja dýrasta framboðið var Höllu Tómasdóttur en það kostaði rétt rúmar 26 milljónir króna. Framboð Arnars Þórs Jónssonar, sem hafnaði í sjötta sæti í kosningunum, var það fjórða dýrasta og kostaði 25,6 milljónir króna. Baldur Þórhallsson átti fimmta dýrasta framboðið, ríflega tuttugu milljónir króna fóru í það. Jón Gnarr hafnaði í fjórða sæti í kosningunum en eyddi umtalsvert minna í sitt framboð en þau fimm sem eyddu mestu. Framboð hans kostaði um 10,6 milljónir króna. Sigurvegarinn fékk flest atkvæði fyrir krónurnar Halla Tómsdóttir fékk flest atkvæði út á hverja krónu sem framboð hennar lagði í baráttuna. Kostnaður hennar við hvert atkvæði var 355 krónur. Til samanburðar kostaði hvert atkvæði Katrínar og Baldurs Þórhallssonar rúmlega þúsund krónur og Höllu Hrundar ríflega átta hundruð krónur. Langhæsti kostnaðurinn við hvert atkvæði var hjá Helgu Þórisdóttur, forstjóra Persónuverndar. Hann nam tæpum 64.500 krónum á atkvæði. Ástþór Magnússon komst henni næstur en hann greiddi rúmlega nítján þúsund krónur fyrir hvert atkvæði sem hann hlaut. Tveir frambjóðendur, þeir Viktor Traustason og Eríkur Ingi Jóhannsson, sögðu að hvorki heildartekjur né kostnaður vegna framboðs þeirra hefði farið umfram 550.000 krónur. Þeir þurftu því ekki að skila uppgjöri til ríkisendurskoðunar. Steinunn Ólína Þorsteinssdóttir skilaði ekki inn slíkri yfirlýsingu. Henni var það ekki skylt að því gefnu að kostnaður eða tekjur framboðsins færu ekki yfir fyrrnefnd fjárhæðarmörk.
Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Ríkisendurskoðun Tengdar fréttir Baldur greiddi fjórðung kostnaðar við framboð sitt sjálfur Tæpur fjórðungur af heildarkostnaði við forsetaframboð Baldurs Þórhallssonar kom úr hans eigin vasa. Kostnaðurinn nam tæpum 20,4 milljónum króna en framboðið endurgreiddi styrki sem fóru umfram lögbundið hámark. 24. september 2024 13:44 Framboð Höllu Hrundar kostaði rúmar 27 milljónir króna Forsetaframboð Höllu Hrundar Logadóttur kostaði 27,4 milljónir króna en það skilaði rúmlega 82 þúsund króna afgangi. Halla Hrund lagði framboðinu til hátt í tvær milljónir króna af eigin fé. 10. september 2024 10:54 Arnar setti yfir tíu milljónir króna í eigið framboð Arnar Þór Jónsson varði 25,6 milljónum króna í framboð sitt til forseta Íslands. Það er svipuð upphæð og Halla Tómasdóttir varði í sitt framboð. Arnar Þór setti rúmar tíu milljónir í frambðið úr eigin sjóðum. 6. september 2024 16:20 Kom út í plús eftir framboðið Kostnaður við framboð Jón Gnarrs til forseta nam 10.645.424 krónum en heildartekjur framboðsins voru 10.664.091 krónur og stóð framboðið því undir sér. Félagið Jón Gnarr sem var stofnað í apríl til að halda utan um framboðið kom því út í 18.667 króna plús. 6. september 2024 10:58 Framboð Katrínar mun dýrara en Höllu Katrín Jakobsdóttir varði rúmlega 57 milljónum króna í forsetaframboð sitt. Það er rúmlega tvöfalt það sem Halla Tómasdóttir eyddi í framboð sitt. Kaupfélag Skagfirðinga var á meðal fjölmargra styrktaraðila Katrínar. 6. september 2024 10:36 Framboð Höllu kostaði 26 milljónir Halla Tómasdóttir varði 26 milljónum króna í framboð sitt til forseta Íslands. Þetta kemur fram í skýrslu hennar til Ríkisendurskoðunar. 6. september 2024 10:07 Mest lesið Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Erlent Fleiri fréttir Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Sjá meira
Baldur greiddi fjórðung kostnaðar við framboð sitt sjálfur Tæpur fjórðungur af heildarkostnaði við forsetaframboð Baldurs Þórhallssonar kom úr hans eigin vasa. Kostnaðurinn nam tæpum 20,4 milljónum króna en framboðið endurgreiddi styrki sem fóru umfram lögbundið hámark. 24. september 2024 13:44
Framboð Höllu Hrundar kostaði rúmar 27 milljónir króna Forsetaframboð Höllu Hrundar Logadóttur kostaði 27,4 milljónir króna en það skilaði rúmlega 82 þúsund króna afgangi. Halla Hrund lagði framboðinu til hátt í tvær milljónir króna af eigin fé. 10. september 2024 10:54
Arnar setti yfir tíu milljónir króna í eigið framboð Arnar Þór Jónsson varði 25,6 milljónum króna í framboð sitt til forseta Íslands. Það er svipuð upphæð og Halla Tómasdóttir varði í sitt framboð. Arnar Þór setti rúmar tíu milljónir í frambðið úr eigin sjóðum. 6. september 2024 16:20
Kom út í plús eftir framboðið Kostnaður við framboð Jón Gnarrs til forseta nam 10.645.424 krónum en heildartekjur framboðsins voru 10.664.091 krónur og stóð framboðið því undir sér. Félagið Jón Gnarr sem var stofnað í apríl til að halda utan um framboðið kom því út í 18.667 króna plús. 6. september 2024 10:58
Framboð Katrínar mun dýrara en Höllu Katrín Jakobsdóttir varði rúmlega 57 milljónum króna í forsetaframboð sitt. Það er rúmlega tvöfalt það sem Halla Tómasdóttir eyddi í framboð sitt. Kaupfélag Skagfirðinga var á meðal fjölmargra styrktaraðila Katrínar. 6. september 2024 10:36
Framboð Höllu kostaði 26 milljónir Halla Tómasdóttir varði 26 milljónum króna í framboð sitt til forseta Íslands. Þetta kemur fram í skýrslu hennar til Ríkisendurskoðunar. 6. september 2024 10:07
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels