Rokkþyrstir geta tekið gleði sína á ný Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 19. september 2024 14:02 Sveitin stígur á svið eftir sex ára hlé. Íslenska rokksveitin Casio Fatso snýr aftur á svið í kvöld eftir sex ára hlé. Meðlimir sveitarinnar segjast ekki geta beðið en á næstu vikum tekur við röð tónleika þar sem sveitin hyggst rifja upp gamla takta. „Við erum mjög spenntir að spila fyrir rokkþyrsta á nýjan leik. Við komum vel undirbúnir og erum reddí í að spila aftur okkar lád, kvæet, lád, næntís Modnine rokk,“ segir Sigursteinn Ingvar Rúnarsson meðlimur sveitarinnar í samtali við Vísi. Casio Fatso er fjögurra manna band sem hóf feril sinn árið 2012 og var áberandi á tónleikastöðum bæjarins næstu sex árin. Þeir spila næntís rokk í anda „loud/quiet/loud senunnar í níunni,“ eins og því er lýst í tilkynningu. Ásamt sveitinni stígur á svið sveitin Rythmatik sem sigraði Músíktilraunir árið 2015 og hitar hún upp klukkan 21:00 í kvöld. Sveitin hefur gefið út fimm breiðskífur og þó nokkrar plötur sem teknar hafa verið upp í beinni, ásamt öðru efni, þar með talið platan Echoes of the nineties sem kleif upp vinsældarlista í áströlsku útvarpi þegar hún kom út árið 2017. Bandið skipa Sigursteinn sem syngur og spilar á gítar, Þorsteinn á trommum, Jósef á gítar og Jón Heiðar á bassa. Þeir verða áberandi á næstu vikum á stöðum bæjarins og koma meðal annars fram á Lemmy síðar í mánuðinum, Dillon þann 12. október og á Bird í byrjun nóvember. Tónlist Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
„Við erum mjög spenntir að spila fyrir rokkþyrsta á nýjan leik. Við komum vel undirbúnir og erum reddí í að spila aftur okkar lád, kvæet, lád, næntís Modnine rokk,“ segir Sigursteinn Ingvar Rúnarsson meðlimur sveitarinnar í samtali við Vísi. Casio Fatso er fjögurra manna band sem hóf feril sinn árið 2012 og var áberandi á tónleikastöðum bæjarins næstu sex árin. Þeir spila næntís rokk í anda „loud/quiet/loud senunnar í níunni,“ eins og því er lýst í tilkynningu. Ásamt sveitinni stígur á svið sveitin Rythmatik sem sigraði Músíktilraunir árið 2015 og hitar hún upp klukkan 21:00 í kvöld. Sveitin hefur gefið út fimm breiðskífur og þó nokkrar plötur sem teknar hafa verið upp í beinni, ásamt öðru efni, þar með talið platan Echoes of the nineties sem kleif upp vinsældarlista í áströlsku útvarpi þegar hún kom út árið 2017. Bandið skipa Sigursteinn sem syngur og spilar á gítar, Þorsteinn á trommum, Jósef á gítar og Jón Heiðar á bassa. Þeir verða áberandi á næstu vikum á stöðum bæjarins og koma meðal annars fram á Lemmy síðar í mánuðinum, Dillon þann 12. október og á Bird í byrjun nóvember.
Tónlist Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira