„Pælið í að vera á móti þessum gæja í stórfiskaleik“ Valur Páll Eiríksson skrifar 18. september 2024 16:02 Erfitt er að ná Murray þegar hann kemst á ferðina. Ric Tapia/Getty Images Misgóð tilþrif sáust í NFL-deildinni um síðustu helgi. Einhverjir sýndu frábær tilþrif, til að mynda Kyler Murray í liði Arizona Cardinals, en aðrir verri, eins og David Montgomery í liði Detroit Lions. Tilþrif helgarinnar voru nokkur og að venju farið yfir þau í Lokasókninni sem gerði aðra umferð NFL-deildarinnar upp. Klippa: Tilþrif vikunnar: Pezkall og kistuberar Jalen Tolbert, innherji hjá Dallas Cowboys, átti ótrúlegt grip og sömu sögu er að segja af Calvin Ridley, útherja hjá Tennessee Titans, sem greip boltann í raun á fáránlegan máta í endamarkinu til að skora snertimark. Kyler Murray, leikstjórnandi Arizona Cardinals, vakti þá einnig athygli fyrir gott hlaup með boltann. Murray er ekki hár í loftinu og virkar oft eins og verið sé að spila myndefni hratt þegar hann hleypur á milli þungra varnarmanna. „Pælið í að vera á móti þessum gæja í stórfiskaleik. Það er ekki hægt að klukka hann,“ segir þáttastjórnandinn Andri Ólafsson, í Lokasókninni og sérfræðingurinn Eiríkur Stefán Ásgeirsson líkti honum við „Pezkall“. „Það vantar bara tölvuleikjatónlist undir,“ segir Henry Birgir Gunnarsson um hlaup Murrays. Montgomery hékk í lausu lofti eins og sjá má í klippunni.Vísir/Lokasóknin Innherjar Cincinnati Bengals, þeir Erick All og Mike Gesicki, áttu báðir skemmtileg tilþrif. Þó misvel heppnuð, líkt og sjá farið var yfir í Lokasókninni. All var keyrður í jörðina og Gesicki tók skemmtilegt hopp. Þá var kómískt þegar David Montgomery, hlaupari í liði Detroit Lions, var tæklaður af varnarmönnum Tampa Bay Buccaneers. Þeir voru um fimm sem tóku á Montgomery „eins og kistuberar,“ líkt og Eiríkur Stefán orðaði það. NFL Lokasóknin Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Fótbolti Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Fleiri fréttir Íslendingaliðið í undanúrslit Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Stjarnan - FH | Hörð barátta um Evrópusæti Union - Newcastle | Skjórarnir í Belgíu Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Barcelona verður ekki refsað þótt þeir kaupi ekki Rashford Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Var Vinícius Júnior kallaður api eða kjáni? Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Svaf í tuttugu tíma á dag eftir slysið Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Snoop Dogg aftur á leiðinni á Ólympíuleika Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni ásamt Bestu og Bónus „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Sjá meira
Tilþrif helgarinnar voru nokkur og að venju farið yfir þau í Lokasókninni sem gerði aðra umferð NFL-deildarinnar upp. Klippa: Tilþrif vikunnar: Pezkall og kistuberar Jalen Tolbert, innherji hjá Dallas Cowboys, átti ótrúlegt grip og sömu sögu er að segja af Calvin Ridley, útherja hjá Tennessee Titans, sem greip boltann í raun á fáránlegan máta í endamarkinu til að skora snertimark. Kyler Murray, leikstjórnandi Arizona Cardinals, vakti þá einnig athygli fyrir gott hlaup með boltann. Murray er ekki hár í loftinu og virkar oft eins og verið sé að spila myndefni hratt þegar hann hleypur á milli þungra varnarmanna. „Pælið í að vera á móti þessum gæja í stórfiskaleik. Það er ekki hægt að klukka hann,“ segir þáttastjórnandinn Andri Ólafsson, í Lokasókninni og sérfræðingurinn Eiríkur Stefán Ásgeirsson líkti honum við „Pezkall“. „Það vantar bara tölvuleikjatónlist undir,“ segir Henry Birgir Gunnarsson um hlaup Murrays. Montgomery hékk í lausu lofti eins og sjá má í klippunni.Vísir/Lokasóknin Innherjar Cincinnati Bengals, þeir Erick All og Mike Gesicki, áttu báðir skemmtileg tilþrif. Þó misvel heppnuð, líkt og sjá farið var yfir í Lokasókninni. All var keyrður í jörðina og Gesicki tók skemmtilegt hopp. Þá var kómískt þegar David Montgomery, hlaupari í liði Detroit Lions, var tæklaður af varnarmönnum Tampa Bay Buccaneers. Þeir voru um fimm sem tóku á Montgomery „eins og kistuberar,“ líkt og Eiríkur Stefán orðaði það.
NFL Lokasóknin Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Fótbolti Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Fleiri fréttir Íslendingaliðið í undanúrslit Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Stjarnan - FH | Hörð barátta um Evrópusæti Union - Newcastle | Skjórarnir í Belgíu Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Barcelona verður ekki refsað þótt þeir kaupi ekki Rashford Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Var Vinícius Júnior kallaður api eða kjáni? Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Svaf í tuttugu tíma á dag eftir slysið Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Snoop Dogg aftur á leiðinni á Ólympíuleika Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni ásamt Bestu og Bónus „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Sjá meira