Frumsýning á Vísi: Steindi og Dóri prófa skrýtnustu staðina með eina stjörnu Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 13. september 2024 10:37 Vísir frumsýnir stiklu úr sjónvarpsþáttaröðinni sem fer í sýningu á Stöð 2 þann 4. október. Æskuvinirnir og grínistarnir Steindi Jr. og Dóri DNA fara í sprenghlægilegt ferðalag um heiminn í nýjum þáttum sem bera heitið 1 stjarna. Þar prófa þeir verstu staði í heimi. Dóri segist hafa fengið nóg af Steinþóri og lýsir honum sem skelfilegum ferðafélaga á meðan Steindi heldur ekki vatni yfir Dóra. Vísir frumsýnir stiklu úr sjónvarpsþáttaröðinni sem fer í sýningu á Stöð 2 þann 4. október. Í þessum ferðaþáttum fylgjumst við með æskuvinunum og grínustunum úr Mosfellsbæ, þeim Steinda Jr og Dóra DNA, í ferðalagi þeirra um heiminn þar sem þeir kynnast öllu því slappasta, hallærislegasta og skrýtnasta sem hann hefur upp á að bjóða. Þættirnir eru framleiddir af framleiðslufyrirtækinu Atlavík og í leikstjórn Hannesar Þórs Arasonar. „Frábærir ferðafélagar“ Steindi segir hugmyndina að þáttunum snúast í grunninn um að skoða staði í heiminum sem fá aðeins eina stjörnu í einkunn á ferðasíðum og svo framvegis. „Við gistum t.d á versta hosteli í heimi í Amsterdam, heimsóttum holræsasafn í París, fórum á æfingu hjá versta fótboltaliðinu í London og borðuðum á mörgum af verstu veitingastöðum í Evrópu,“ segir Steindi sem virðist þó afar ánægður með ferðalagið. „Við Dóri erum æskuvinir og ferðuðumst mikið saman á yngri árum. Í dag erum við næstum fertugir fjölskyldumenn. Fólk fær að vera flugur á vegg í raunverulegum vinskap í gegnum grátur og hlátur. Dóri er lúxusmaður, elskar góðan mat og gott vín en einnig er hann listaháskólagenginn. Í þessum þáttum fær hann hvorki að njóta góðs matar né upplifa hámenningu. Við erum frábærir ferðafélagar og ég held að hann hafi notið sín mjög vel að ferðast með mér og kryfja lágmenningu Evrópu,“ bætir hann við. „Hræðilegur ferðafélagi“ Dóri segir ferðlagið hafi reynt mikið á vinskapinn og lýsir Steinda sem skelfilegum ferðafélaga. „Það er náttúrulega skelfilegt að ferðast með Steinþóri. Hann er einhvern veginn óþægilegur kokteill af manni sem virðist aldrei hafa ferðast en er of sjálsöruggur. Hann hótar að missa af öllum flugvélum og er síðan hræddur við allt. Hvort sem það eru ósýnileg skordýr, fólk eða svæði. Ofan á allt þetta erum við að ferðast á skelfilega staði. Ég hélt að við værum að fara að gera netta ferðaþætti en hann vildi gera hræðilega hluti. Ég vildi til dæmis fara góðan ressa, en það var alls ekki þannig. Þegar við vorum við Eiffel-turninn í París, sem er geggjaður staður, vorum við að horfa á holræsakerfið að skoða kúka. Mér fannst þetta alveg to much á köflum,“ segir Dóri. Bíó og sjónvarp 1 stjarna Mest lesið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Lífið Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Fleiri fréttir Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Sjá meira
Vísir frumsýnir stiklu úr sjónvarpsþáttaröðinni sem fer í sýningu á Stöð 2 þann 4. október. Í þessum ferðaþáttum fylgjumst við með æskuvinunum og grínustunum úr Mosfellsbæ, þeim Steinda Jr og Dóra DNA, í ferðalagi þeirra um heiminn þar sem þeir kynnast öllu því slappasta, hallærislegasta og skrýtnasta sem hann hefur upp á að bjóða. Þættirnir eru framleiddir af framleiðslufyrirtækinu Atlavík og í leikstjórn Hannesar Þórs Arasonar. „Frábærir ferðafélagar“ Steindi segir hugmyndina að þáttunum snúast í grunninn um að skoða staði í heiminum sem fá aðeins eina stjörnu í einkunn á ferðasíðum og svo framvegis. „Við gistum t.d á versta hosteli í heimi í Amsterdam, heimsóttum holræsasafn í París, fórum á æfingu hjá versta fótboltaliðinu í London og borðuðum á mörgum af verstu veitingastöðum í Evrópu,“ segir Steindi sem virðist þó afar ánægður með ferðalagið. „Við Dóri erum æskuvinir og ferðuðumst mikið saman á yngri árum. Í dag erum við næstum fertugir fjölskyldumenn. Fólk fær að vera flugur á vegg í raunverulegum vinskap í gegnum grátur og hlátur. Dóri er lúxusmaður, elskar góðan mat og gott vín en einnig er hann listaháskólagenginn. Í þessum þáttum fær hann hvorki að njóta góðs matar né upplifa hámenningu. Við erum frábærir ferðafélagar og ég held að hann hafi notið sín mjög vel að ferðast með mér og kryfja lágmenningu Evrópu,“ bætir hann við. „Hræðilegur ferðafélagi“ Dóri segir ferðlagið hafi reynt mikið á vinskapinn og lýsir Steinda sem skelfilegum ferðafélaga. „Það er náttúrulega skelfilegt að ferðast með Steinþóri. Hann er einhvern veginn óþægilegur kokteill af manni sem virðist aldrei hafa ferðast en er of sjálsöruggur. Hann hótar að missa af öllum flugvélum og er síðan hræddur við allt. Hvort sem það eru ósýnileg skordýr, fólk eða svæði. Ofan á allt þetta erum við að ferðast á skelfilega staði. Ég hélt að við værum að fara að gera netta ferðaþætti en hann vildi gera hræðilega hluti. Ég vildi til dæmis fara góðan ressa, en það var alls ekki þannig. Þegar við vorum við Eiffel-turninn í París, sem er geggjaður staður, vorum við að horfa á holræsakerfið að skoða kúka. Mér fannst þetta alveg to much á köflum,“ segir Dóri.
Bíó og sjónvarp 1 stjarna Mest lesið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Lífið Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Fleiri fréttir Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Sjá meira