Svindlið verður að útvarpsleikriti með Sölva Tryggva Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 12. september 2024 20:02 Tvíhöfði snýr aftur í útvarpið á morgun og hefur aldrei verið betri. Vísir Tvíhöfði snýr aftur í útvarpið á X-977 á morgun. Jón Gnarr segir þá Sigurjón Kjartansson aldrei hafa verið spenntari fyrir því að snúa aftur til leiks en í bígerð er meðal annars útvarpsleikrit með Sölva Tryggvasyni sem byggt er á Facebook auglýsingu óprúttinna svikahrappa. „Við erum báðir með fráhvarfseinkenni yfir því að hafa ekki verið saman í útvarpi svona lengi,“ segir Jón Gnarr í samtali við Vísi. Vart þarf að kynna Tvíhöfða sem um árabil hefur verið einn vinsælasti skemmtiþáttur þjóðarinnar og er nú í hlaðvarpsformi á veitum Tal þar sem nálgast má áskriftarþætti, sem og í útvarpi í beinni útsendingu á X-977 á föstudögum í hverri viku frá 14:00 til 16:00. Líkt og alþjóð veit var Jón í forsetaframboði í sumar og á sama tíma að leika í sjónvarpsþáttum. Jón segist hafa tekið sér gott sumarfrí, náð að hlaða batteríin þar sem hann hafi gert fátt annað en að fara út að labba með hundinn sinn í „alvöru“ íslenskri sumarblíðu. Jón segir að þrátt fyrir að þeir félagar hafi verið saman í útvarpi í þó nokkur ár séu þeir alls ekki uppiskroppa með umræðuefni. Skiptast í tvær fylkingar fyrir kosningar „Við getum bara talað um hvað sem er! Tengslin á milli heimilislækna og heimilisbrauðs til dæmis. Af hverju er til heimilislæknir og líka heimilisbrauð?“ spyr Jón og skellir upp á sinn landsþekkta hátt. Hann bætir því við að síðan séu bandarískar forsetakosningar á næsta leyti. „Þar erum við svolítið að skiptast í tvær fylkingar. Sigurjón er svona Kamala maður en ég er meiri Trump maður! Við skulum ekki afskrifa Donald Trump bara þó hann sé gamall. Sigurjón er duglegur við að rífa hann niður og ég reyni að bera í bætifláka fyrir hann,“ segir Jón enn hlæjandi. „Vissi ekki að það væri kveikt á míkrafóninum“ Hann bætir því við að í bígerð fyrir seríu haustsins sé jafnframt útvarpsleikrit. Það byggi á Facebook auglýsingu á lélegri íslensku sem búin var til af óprúttnum aðilum þar sem látið var líta út fyrir að Jón hefði hlaupið á sig í einhverskonar viðtali við Sölva Tryggvason. Jón Gnarr var ekki sá eini sem lenti í þessu en fjöldi íslenskra fyrirmenna líkt og Ari Eldjárn, Bjarni Ben og Þóra Arnórsdóttir lentu í hinu sama. „Hann vissi ekki að það væri kveikt á míkrafóninum!“ stóð þarna stórum stöfum. Þetta gerðist auðvitað aldrei og ég fékk fjölda fyrirspurna frá fólki, hvort þetta væri plat eða í alvörunni? Og hvort ég vissi að það væri verið að svíkja fólk í mínu nafni!?“ Þeir félagar hafa meira að segja fengið Sölva Tryggvason með sér í lið í leikritið. „Þar sem ég var í viðtali hjá Sölva og hafði grætt rosa mikinn pening en mátti það ekki og Seðlabanki Íslands hringdi í útsendinguna! Gervigreindin er öflug þarna og býr þetta til.“ Þá segir Jón að fastir liðir verði á sínum stað sem aðdáendur þáttanna þekkja og nefnir Smásálina sem dæmi. Auk þess verði fullt af nýjum liðum. „Það mun hringja í okkur maður sem var svo virkur hér áður fyrr í Satanisma sem hefur miklar áhyggjur af því að það sé eins og enginn sé að tala um Satan lengur?! Það eru engar Satanískar messur í boði og bara allt búið. Er fólk bara búið að missa trú á Satan?“ X977 Mest lesið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Lífið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Lífið Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Fleiri fréttir Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Sjá meira
„Við erum báðir með fráhvarfseinkenni yfir því að hafa ekki verið saman í útvarpi svona lengi,“ segir Jón Gnarr í samtali við Vísi. Vart þarf að kynna Tvíhöfða sem um árabil hefur verið einn vinsælasti skemmtiþáttur þjóðarinnar og er nú í hlaðvarpsformi á veitum Tal þar sem nálgast má áskriftarþætti, sem og í útvarpi í beinni útsendingu á X-977 á föstudögum í hverri viku frá 14:00 til 16:00. Líkt og alþjóð veit var Jón í forsetaframboði í sumar og á sama tíma að leika í sjónvarpsþáttum. Jón segist hafa tekið sér gott sumarfrí, náð að hlaða batteríin þar sem hann hafi gert fátt annað en að fara út að labba með hundinn sinn í „alvöru“ íslenskri sumarblíðu. Jón segir að þrátt fyrir að þeir félagar hafi verið saman í útvarpi í þó nokkur ár séu þeir alls ekki uppiskroppa með umræðuefni. Skiptast í tvær fylkingar fyrir kosningar „Við getum bara talað um hvað sem er! Tengslin á milli heimilislækna og heimilisbrauðs til dæmis. Af hverju er til heimilislæknir og líka heimilisbrauð?“ spyr Jón og skellir upp á sinn landsþekkta hátt. Hann bætir því við að síðan séu bandarískar forsetakosningar á næsta leyti. „Þar erum við svolítið að skiptast í tvær fylkingar. Sigurjón er svona Kamala maður en ég er meiri Trump maður! Við skulum ekki afskrifa Donald Trump bara þó hann sé gamall. Sigurjón er duglegur við að rífa hann niður og ég reyni að bera í bætifláka fyrir hann,“ segir Jón enn hlæjandi. „Vissi ekki að það væri kveikt á míkrafóninum“ Hann bætir því við að í bígerð fyrir seríu haustsins sé jafnframt útvarpsleikrit. Það byggi á Facebook auglýsingu á lélegri íslensku sem búin var til af óprúttnum aðilum þar sem látið var líta út fyrir að Jón hefði hlaupið á sig í einhverskonar viðtali við Sölva Tryggvason. Jón Gnarr var ekki sá eini sem lenti í þessu en fjöldi íslenskra fyrirmenna líkt og Ari Eldjárn, Bjarni Ben og Þóra Arnórsdóttir lentu í hinu sama. „Hann vissi ekki að það væri kveikt á míkrafóninum!“ stóð þarna stórum stöfum. Þetta gerðist auðvitað aldrei og ég fékk fjölda fyrirspurna frá fólki, hvort þetta væri plat eða í alvörunni? Og hvort ég vissi að það væri verið að svíkja fólk í mínu nafni!?“ Þeir félagar hafa meira að segja fengið Sölva Tryggvason með sér í lið í leikritið. „Þar sem ég var í viðtali hjá Sölva og hafði grætt rosa mikinn pening en mátti það ekki og Seðlabanki Íslands hringdi í útsendinguna! Gervigreindin er öflug þarna og býr þetta til.“ Þá segir Jón að fastir liðir verði á sínum stað sem aðdáendur þáttanna þekkja og nefnir Smásálina sem dæmi. Auk þess verði fullt af nýjum liðum. „Það mun hringja í okkur maður sem var svo virkur hér áður fyrr í Satanisma sem hefur miklar áhyggjur af því að það sé eins og enginn sé að tala um Satan lengur?! Það eru engar Satanískar messur í boði og bara allt búið. Er fólk bara búið að missa trú á Satan?“
X977 Mest lesið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Lífið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Lífið Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Fleiri fréttir Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Sjá meira