Ráðinn markaðs- og kynningarstjóri Tónlistarmiðstöðvar Atli Ísleifsson skrifar 10. september 2024 10:50 Árni H. Árnason er liðsmaður sveitarinnar The Vaccines. Iceland Music Árni Hjörvar Árnason hefur verið ráðinn markaðs- og kynningarstjóri Tónlistarmiðstöðvar. Í tilkynningu segir að Árni sé meðlimur hljómsveitarinnar The Vaccines sem hafi selt milljónir platna, sankað að sér hinum ýmsu verðlaunum og komið fram á hundruðum tónleika frá stofnun hennar í London árið 2010. „Samhliða tónlistarferlinum hefur Árni starfað við upptökustjórn ásamt því að sinna tónlistarblaðamennsku í hjáverkum. Undanfarin ár hefur hann einnig tekið að sér ráðgjöf, verkefnastjórnun og almannatengslastörf fyrir hönd Útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar og Íslandsstofu. Starfshópur Tónlistarmiðstöðvar telur marga af helstu sérfræðingum landsins á sviði tónlistariðnaðar. Auk Árna Hjörvars, hafa þau Finnur Karlsson og Anna Rut Bjarnadóttir nýlega bæst í hóp starfsfólks miðstöðvarinnar. Finnur var í maí ráðinn verkefnastjóri tónverkasafns. Hann er með MMus og viðbótardiplóma í tónsmíðum frá Det Kongelige Danske Musikkonservatorium í Kaupmannahöfn og Listaháskóla Íslands. Hann hefur unnið sem tónskáld, kirkjutónlistarmaður og tónlistarkennari, og hafa verk hans verið flutt af fjölmörgum hópum og hljómsveitum á borð við Cauda Collective, Dönsku útvarpshljómsveitinni, Kammersveit Reykjavíkur og Sinfóníuhljómsveit Íslands. Anna Rut hefur tekið við stöðu verkefnastjóra. Hún er með meistaragráðu í menningarstjórnun frá King’s College í London og hefur leitt fjöldan allan af fjölbreyttum verkefnum fyrir tónlistarhátíðir og stofnanir, svo sem Iceland Airwaves, Listahátíð í Reykjavík, ÚTÓN og Tónlistarborgina Reykjavík ásamt því að vinna kynningarstarf fyrir tónlistarfólk og útgáfufyrirtæki,“ segir í tilkynningunni. María Rut Reynisdóttir er framkvæmdastjóri Tónlistarmiðstöðvar. Sérfræðingar Tónlistarmiðstöðvar eru Sigtryggur Baldursson og Signý Leifsdóttir sem voru framkvæmdastjórar forvera Tónlistarmiðstöðvar, Útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar (ÚTÓN) og Tónverkamiðstöðvar, auk Leifs Björnssonar sem áður starfaði hjá ÚTÓN. Vistaskipti Tónlist Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Í tilkynningu segir að Árni sé meðlimur hljómsveitarinnar The Vaccines sem hafi selt milljónir platna, sankað að sér hinum ýmsu verðlaunum og komið fram á hundruðum tónleika frá stofnun hennar í London árið 2010. „Samhliða tónlistarferlinum hefur Árni starfað við upptökustjórn ásamt því að sinna tónlistarblaðamennsku í hjáverkum. Undanfarin ár hefur hann einnig tekið að sér ráðgjöf, verkefnastjórnun og almannatengslastörf fyrir hönd Útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar og Íslandsstofu. Starfshópur Tónlistarmiðstöðvar telur marga af helstu sérfræðingum landsins á sviði tónlistariðnaðar. Auk Árna Hjörvars, hafa þau Finnur Karlsson og Anna Rut Bjarnadóttir nýlega bæst í hóp starfsfólks miðstöðvarinnar. Finnur var í maí ráðinn verkefnastjóri tónverkasafns. Hann er með MMus og viðbótardiplóma í tónsmíðum frá Det Kongelige Danske Musikkonservatorium í Kaupmannahöfn og Listaháskóla Íslands. Hann hefur unnið sem tónskáld, kirkjutónlistarmaður og tónlistarkennari, og hafa verk hans verið flutt af fjölmörgum hópum og hljómsveitum á borð við Cauda Collective, Dönsku útvarpshljómsveitinni, Kammersveit Reykjavíkur og Sinfóníuhljómsveit Íslands. Anna Rut hefur tekið við stöðu verkefnastjóra. Hún er með meistaragráðu í menningarstjórnun frá King’s College í London og hefur leitt fjöldan allan af fjölbreyttum verkefnum fyrir tónlistarhátíðir og stofnanir, svo sem Iceland Airwaves, Listahátíð í Reykjavík, ÚTÓN og Tónlistarborgina Reykjavík ásamt því að vinna kynningarstarf fyrir tónlistarfólk og útgáfufyrirtæki,“ segir í tilkynningunni. María Rut Reynisdóttir er framkvæmdastjóri Tónlistarmiðstöðvar. Sérfræðingar Tónlistarmiðstöðvar eru Sigtryggur Baldursson og Signý Leifsdóttir sem voru framkvæmdastjórar forvera Tónlistarmiðstöðvar, Útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar (ÚTÓN) og Tónverkamiðstöðvar, auk Leifs Björnssonar sem áður starfaði hjá ÚTÓN.
Vistaskipti Tónlist Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira