Kennir börnum að verjast stunguárás án leyfis Lovísa Arnardóttir skrifar 5. september 2024 14:00 Myndirnar eru úr myndbandi þar sem maðurinn sviðsetur stunguárás með raunverulegum hnífi. Skjáskot/TikTok Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu ræðir nú við mann sem hefur kennt börnum í Kópavogi að verjast hnífaárás og að nota kylfur og sverð. Maðurinn birti myndbönd af sjálfum sér í gær og í dag með kylfur og hnífa á leikvelli við ærslabelg við Gerðasafn í Kópavogi. Heimir Ríkharðsson lögreglufulltrúi í Kópavogi segir lögregluna hafa fundið manninn og sé nú að ræða við hann. Í myndböndunum sem maðurinn hefur deilt má sjá hann, og annan ungan mann, æfa það hvernig sé hægt að verjast stunguárás. Í öðru myndbandi má sjá unga drengi slást með priki og í einhverjum þeirra er hann einn með prik og merkir myndböndin með myllumerkjunum jiujitsu, training og annað slíkt. Í íbúahópnum Kársnesið okkar á Facebook var fjallað um þessi atvik í morgun. Þar kom fram að fólk hefði miklar áhyggjur af bæði því sem maðurinn er að kenna börnunum og af því að hann beri bæði vopn og hafi meðferðis áfengi. Hafa haft afskipti af manninum áður Gunnar Hilmarsson aðalvarðstjóri hjá lögreglunni segir lögregluna áður hafa haft afskipti af manninum en ekki vegna þessa. Hvað varðar börnin á myndböndunum segir Gunnar að lögreglan byrji á því að ræða við manninn en lögreglan muni reyna að vinna þetta með börnunum líka. „Þetta má að sjálfsögðu ekki. Við munum tala við hann og gera honum grein fyrir því. Ég veit ekki alveg hvað er í gangi hjá honum,“ segir Gunnar. Fréttastofa náði tali af manninum sem talar ekki íslensku og afar takmarkaða ensku. Hann óskaði eftir fyrirspurn í SMS sem hafði ekki verið svarað þegar þessi frétt fór í loftið. Kópavogur Ofbeldi gegn börnum Lögreglumál Vopnaburður barna og ungmenna Ofbeldi barna Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Fleiri fréttir Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Sjá meira
Heimir Ríkharðsson lögreglufulltrúi í Kópavogi segir lögregluna hafa fundið manninn og sé nú að ræða við hann. Í myndböndunum sem maðurinn hefur deilt má sjá hann, og annan ungan mann, æfa það hvernig sé hægt að verjast stunguárás. Í öðru myndbandi má sjá unga drengi slást með priki og í einhverjum þeirra er hann einn með prik og merkir myndböndin með myllumerkjunum jiujitsu, training og annað slíkt. Í íbúahópnum Kársnesið okkar á Facebook var fjallað um þessi atvik í morgun. Þar kom fram að fólk hefði miklar áhyggjur af bæði því sem maðurinn er að kenna börnunum og af því að hann beri bæði vopn og hafi meðferðis áfengi. Hafa haft afskipti af manninum áður Gunnar Hilmarsson aðalvarðstjóri hjá lögreglunni segir lögregluna áður hafa haft afskipti af manninum en ekki vegna þessa. Hvað varðar börnin á myndböndunum segir Gunnar að lögreglan byrji á því að ræða við manninn en lögreglan muni reyna að vinna þetta með börnunum líka. „Þetta má að sjálfsögðu ekki. Við munum tala við hann og gera honum grein fyrir því. Ég veit ekki alveg hvað er í gangi hjá honum,“ segir Gunnar. Fréttastofa náði tali af manninum sem talar ekki íslensku og afar takmarkaða ensku. Hann óskaði eftir fyrirspurn í SMS sem hafði ekki verið svarað þegar þessi frétt fór í loftið.
Kópavogur Ofbeldi gegn börnum Lögreglumál Vopnaburður barna og ungmenna Ofbeldi barna Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Fleiri fréttir Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Sjá meira