Fyrsta einkaflugvélin endaði sem sleði í Þingvallasveit Kristján Már Unnarsson skrifar 3. september 2024 22:44 Vífilsstaðaflugvélin var einshreyfils tvíþekja og gat borið einn mann. Ljósmyndari óþekktur Fyrsta einkaflugvél Íslendinga var nefnd Vífilsstaðaflugvélin og flaug hún fyrst á Íslandi sumarið 1930. Aðeins tveimur árum síðar taldi nýr eigandi best að nýta flugvélina með því að breyta henni í vélsleða. Þetta kom fram í þættinum Flugþjóðin á Stöð 2. Þar rakti formaður Íslenska flugsögufélagsins, Sigurjón Valsson, sérkennileg örlög flugvélar sem skipar þann merka sess í flugsögunni að vera fyrsta einkaflugvélin á Íslandi. Fyrsta einkaflugvél Íslendinga orðin að vélsleða.Íslenska flugsögufélagið Það var Albert Jóhannesson, bílstjóri á Vífilsstöðum, sem keypti flugvélina til landsins frá Bandaríkjunum. Hún var einshreyfils af gerðinni Irwin Meteorplane. Aðeins var sæti fyrir einn flugmann um borð en engan farþega. Í samantekt Arngríms Sigurðssonar í tímaritinu Æskunni árið 1969 kemur fram að flugvélin hafi verið smíðuð í Kaliforníu árið 1928 en Albert pantað hana í júní 1929. Ári síðar hafi hún komið til Íslands með skipi um Kaupmannahöfn þann 10. júní 1930. Sigurjón segir að íslenskur flugmaður, Helgi Eyjólfsson, sem lært hafði að fljúga í Ameríku, hafi flogið fyrstu ferðirnar. Flugvélin hafi hins vegar ekki reynst vel. Þetta hafi verið hálfmislukkað ævintýri. Sigurjón Valsson, formaður Íslenska flugsögufélagsins, sýnir hreyfilinn.Egill Aðalsteinsson Flugsögufélagið varðveitir hreyfillinn úr Vífilsstaðavélinni og Sigurjón lýsir því hvernig það kom til að Pétur Símonarson, bóndi í Vatnskoti í Þingvallasveit, eignaðist flugvélina og sá þau einu not að breyta henni í vélsleða. Sagt er að sleðinn hafi náð 200 kílómetra hraða. Flugsögumenn voru hins vegar forvitnir um afdrif flugvélarinnar á Þingvöllum. Í árdaga flugsögufélagsins efndu þeir til leiðangurs í Vatnskot og hófu uppgröft í fjárhústóftinni. Í þessu myndskeiði úr þættinum má sjá hvað þeir fundu: Næsti þáttur Flugþjóðarinnar næstkomandi mánudagskvöld fjallar um sögu Flugfélags Íslands frá 1937 til 1973, er félagið sameinaðist Loftleiðum með stofnun Flugleiða. Flugþjóðin Fréttir af flugi Garðabær Þingvellir Bláskógabyggð Tengdar fréttir Akureyringar segja vöggu flugsins vera fyrir norðan Flugáhugamenn sunnan og norðan heiða hafa löngum togast á um það hvort vagga íslensks flugs eigi að teljast vera í Reykjavík eða á Akureyri. Þótt fyrsta flugvélin á Íslandi hafið tekið flugið í Reykjavík halda Akureyringar því gjarnan fram að vagga flugsins sé í raun fyrir norðan. 1. september 2024 23:00 Þegar við tölum um íslenskt flugævintýri þá er það í dag „Miðað við stærð þjóðar þá erum við með mjög marga flugmenn á Íslandi og gríðarlega mikinn flugrekstur,“ segir Sigrún Bender, flugstjóri hjá Icelandair, í viðtali í þáttaröðinni Flugþjóðin, sem hefur göngu sína á Stöð 2 næstkomandi mánudagskvöld 2. september. 31. ágúst 2024 12:44 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Innlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Fleiri fréttir Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Sjá meira
Þetta kom fram í þættinum Flugþjóðin á Stöð 2. Þar rakti formaður Íslenska flugsögufélagsins, Sigurjón Valsson, sérkennileg örlög flugvélar sem skipar þann merka sess í flugsögunni að vera fyrsta einkaflugvélin á Íslandi. Fyrsta einkaflugvél Íslendinga orðin að vélsleða.Íslenska flugsögufélagið Það var Albert Jóhannesson, bílstjóri á Vífilsstöðum, sem keypti flugvélina til landsins frá Bandaríkjunum. Hún var einshreyfils af gerðinni Irwin Meteorplane. Aðeins var sæti fyrir einn flugmann um borð en engan farþega. Í samantekt Arngríms Sigurðssonar í tímaritinu Æskunni árið 1969 kemur fram að flugvélin hafi verið smíðuð í Kaliforníu árið 1928 en Albert pantað hana í júní 1929. Ári síðar hafi hún komið til Íslands með skipi um Kaupmannahöfn þann 10. júní 1930. Sigurjón segir að íslenskur flugmaður, Helgi Eyjólfsson, sem lært hafði að fljúga í Ameríku, hafi flogið fyrstu ferðirnar. Flugvélin hafi hins vegar ekki reynst vel. Þetta hafi verið hálfmislukkað ævintýri. Sigurjón Valsson, formaður Íslenska flugsögufélagsins, sýnir hreyfilinn.Egill Aðalsteinsson Flugsögufélagið varðveitir hreyfillinn úr Vífilsstaðavélinni og Sigurjón lýsir því hvernig það kom til að Pétur Símonarson, bóndi í Vatnskoti í Þingvallasveit, eignaðist flugvélina og sá þau einu not að breyta henni í vélsleða. Sagt er að sleðinn hafi náð 200 kílómetra hraða. Flugsögumenn voru hins vegar forvitnir um afdrif flugvélarinnar á Þingvöllum. Í árdaga flugsögufélagsins efndu þeir til leiðangurs í Vatnskot og hófu uppgröft í fjárhústóftinni. Í þessu myndskeiði úr þættinum má sjá hvað þeir fundu: Næsti þáttur Flugþjóðarinnar næstkomandi mánudagskvöld fjallar um sögu Flugfélags Íslands frá 1937 til 1973, er félagið sameinaðist Loftleiðum með stofnun Flugleiða.
Flugþjóðin Fréttir af flugi Garðabær Þingvellir Bláskógabyggð Tengdar fréttir Akureyringar segja vöggu flugsins vera fyrir norðan Flugáhugamenn sunnan og norðan heiða hafa löngum togast á um það hvort vagga íslensks flugs eigi að teljast vera í Reykjavík eða á Akureyri. Þótt fyrsta flugvélin á Íslandi hafið tekið flugið í Reykjavík halda Akureyringar því gjarnan fram að vagga flugsins sé í raun fyrir norðan. 1. september 2024 23:00 Þegar við tölum um íslenskt flugævintýri þá er það í dag „Miðað við stærð þjóðar þá erum við með mjög marga flugmenn á Íslandi og gríðarlega mikinn flugrekstur,“ segir Sigrún Bender, flugstjóri hjá Icelandair, í viðtali í þáttaröðinni Flugþjóðin, sem hefur göngu sína á Stöð 2 næstkomandi mánudagskvöld 2. september. 31. ágúst 2024 12:44 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Innlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Fleiri fréttir Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Sjá meira
Akureyringar segja vöggu flugsins vera fyrir norðan Flugáhugamenn sunnan og norðan heiða hafa löngum togast á um það hvort vagga íslensks flugs eigi að teljast vera í Reykjavík eða á Akureyri. Þótt fyrsta flugvélin á Íslandi hafið tekið flugið í Reykjavík halda Akureyringar því gjarnan fram að vagga flugsins sé í raun fyrir norðan. 1. september 2024 23:00
Þegar við tölum um íslenskt flugævintýri þá er það í dag „Miðað við stærð þjóðar þá erum við með mjög marga flugmenn á Íslandi og gríðarlega mikinn flugrekstur,“ segir Sigrún Bender, flugstjóri hjá Icelandair, í viðtali í þáttaröðinni Flugþjóðin, sem hefur göngu sína á Stöð 2 næstkomandi mánudagskvöld 2. september. 31. ágúst 2024 12:44