Prestur fann köttinn sinn eftir samtal við miðil Magnús Jochum Pálsson skrifar 3. september 2024 20:07 Eftir átta daga leit fannst Kola loksins í verkfærageymslu Tækniskólans. Hún hefði mögulega ekki fundist ef Jóhanna hefði ekki leitað á náðir miðils. Kötturinn Kola var búin að vera týnd í átta daga þegar Jóhanna Magnúsdóttir, eigandi hennar, ákvað í örvæntingu sinni að leita til miðils. Miðillinn sagði köttinn vera á lífi nálægt byggingarsvæði sem kom Jóhönnu á sporið og fannst Kola í kjölfarið. Blaðamaður ræddi við Jóhönnu Magnúsdóttur, sóknarprest í Vík og eiganda kattarins Kolu, um þessa ótrúlegu sögu. Kola hvarf frá Vatnsholti aðfaranótt 22. ágúst og af því hún er vanafastur köttur „sem kemur alltaf heim eftir klukkutíma“ sagðist Jóhanna strax farið að hafa áhyggjur. Þrátt fyrir margar ábendinga, leit fjölda fólks í stórum radíus og bænir til Guðs fannst Kola hvergi. „Hún er lifandi“ Eftir átta daga var Jóhanna orðin örvæntingarfull enda geta kettir ekki lifað lengi án matar og vatns. Jóhanna ákvað því að leita til miðils og fann Guðrúnu Kristínu Baddou Ívarsdóttur á netinu. „Ég hringdi í hana og spurði einfaldlega „Kisan mín er týnd, getur þú séð hvort hún er lifandi eða dáin?“ segir Jóhanna. Miðillinn hafi svarað án hiks „Hún er lifandi“ og spurt Jóhönnu í kjölfarið hvar hún byggi. Jóhanna sagðist búa í kringum Háteigsveg því fólk átti sig oftast ekki á hvar Vatnsholt sé. „Þá spurði hún mig hvort að það væri ekki eitthvað byggingasvæði nálægt - og ég jánkaði því. Hún sagði mér að leita á því svæði. Ég þakkaði henni fyrir, en verð alveg að viðurkenna að ég var ekki viss um að hún hefði endilega rétt fyrir sér,“ segir Jóhanna. Ákvað að treysta miðlinum „Ég fer út á byggingarsvæðið um fjögurleytið og finn hana ekki. En svo ákvað ég að leita aftur og við hliðina á byggingarsvæðinu er gamalt hús sem er vélarsalur fyrir Tækniskólann. Ég kíki þar inn um glugga og fer að banka og þá birtist hún,“ segir Jóhanna. Jóhanna bað til Guðs um að hjálpa sér að finna Kolu. Hann hefur kannski svarað henni gegnum miðilinn. En þá var sagan ekki öll af því það reyndist töluvert vesen að koma Kolu. Hvorki Öryggismiðstöðin né lögreglan gátu hjálpað Jóhönnu. Hún fékk þá símanúmer skólastjóra Tækniskólans hjá vinkonu sinni sem var sem betur fer á svæðinu og hleypti Kolu út til guðsfeginnar Jóhönnu. Var hún mjög illa farin? „Hún horaðist um einhver 400 grömm sem er rosalega mikið fyrir svona lítinn kött. En ég er búin að fara með hana til dýralæknis og hún er í lagi,“ segir Jóhanna, Allt er gott sem endar vel og meira að segja prestar þurfa stundum á hjálp miðla að halda Kettir Trúmál Reykjavík Dýr Tengdar fréttir Týndist á Hellu og fannst í bílakjallara í Reykjavík Kötturinn Beygla hvarf frá Hellu fyrir rúmum tíu dögum síðan. Í gær fannst Beygla í bílakjallara í Reykjavík og verður henni komið aftur heim á næstu dögum. Fannst Beygla tæplega níutíu kílómetrum frá heimili sínu. 6. maí 2023 08:11 Kom í leitirnar eftir sex ár á vergangi Köttur sem hvarf fyrir sex árum í Reykjavík birtist í innkeyrslu hjóna í Borgarnesi fyrir tveimur vikum. Þökk sé kattasamfélaginu og störfum Villikatta á Vesturlandi er búið að hafa uppi á eigandanum. 9. apríl 2023 19:47 Hugsanlegt krabbamein reyndust hárteygjur í tugatali Betur fór en á horfðist þegar Herði Ágústssyni athafnamanni og kattaeiganda var tjáð að það sem talið var vera krabbamein í kettinum Snúði var í raun haugur af hárteygjum, reimum og plasti í maganum á honum. Hann segir stærsta léttinn vera að hafa ekki þurft að segja börnunum vondar fréttir. 19. september 2023 23:07 Mest lesið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Bíó og sjónvarp „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sjá meira
Blaðamaður ræddi við Jóhönnu Magnúsdóttur, sóknarprest í Vík og eiganda kattarins Kolu, um þessa ótrúlegu sögu. Kola hvarf frá Vatnsholti aðfaranótt 22. ágúst og af því hún er vanafastur köttur „sem kemur alltaf heim eftir klukkutíma“ sagðist Jóhanna strax farið að hafa áhyggjur. Þrátt fyrir margar ábendinga, leit fjölda fólks í stórum radíus og bænir til Guðs fannst Kola hvergi. „Hún er lifandi“ Eftir átta daga var Jóhanna orðin örvæntingarfull enda geta kettir ekki lifað lengi án matar og vatns. Jóhanna ákvað því að leita til miðils og fann Guðrúnu Kristínu Baddou Ívarsdóttur á netinu. „Ég hringdi í hana og spurði einfaldlega „Kisan mín er týnd, getur þú séð hvort hún er lifandi eða dáin?“ segir Jóhanna. Miðillinn hafi svarað án hiks „Hún er lifandi“ og spurt Jóhönnu í kjölfarið hvar hún byggi. Jóhanna sagðist búa í kringum Háteigsveg því fólk átti sig oftast ekki á hvar Vatnsholt sé. „Þá spurði hún mig hvort að það væri ekki eitthvað byggingasvæði nálægt - og ég jánkaði því. Hún sagði mér að leita á því svæði. Ég þakkaði henni fyrir, en verð alveg að viðurkenna að ég var ekki viss um að hún hefði endilega rétt fyrir sér,“ segir Jóhanna. Ákvað að treysta miðlinum „Ég fer út á byggingarsvæðið um fjögurleytið og finn hana ekki. En svo ákvað ég að leita aftur og við hliðina á byggingarsvæðinu er gamalt hús sem er vélarsalur fyrir Tækniskólann. Ég kíki þar inn um glugga og fer að banka og þá birtist hún,“ segir Jóhanna. Jóhanna bað til Guðs um að hjálpa sér að finna Kolu. Hann hefur kannski svarað henni gegnum miðilinn. En þá var sagan ekki öll af því það reyndist töluvert vesen að koma Kolu. Hvorki Öryggismiðstöðin né lögreglan gátu hjálpað Jóhönnu. Hún fékk þá símanúmer skólastjóra Tækniskólans hjá vinkonu sinni sem var sem betur fer á svæðinu og hleypti Kolu út til guðsfeginnar Jóhönnu. Var hún mjög illa farin? „Hún horaðist um einhver 400 grömm sem er rosalega mikið fyrir svona lítinn kött. En ég er búin að fara með hana til dýralæknis og hún er í lagi,“ segir Jóhanna, Allt er gott sem endar vel og meira að segja prestar þurfa stundum á hjálp miðla að halda
Kettir Trúmál Reykjavík Dýr Tengdar fréttir Týndist á Hellu og fannst í bílakjallara í Reykjavík Kötturinn Beygla hvarf frá Hellu fyrir rúmum tíu dögum síðan. Í gær fannst Beygla í bílakjallara í Reykjavík og verður henni komið aftur heim á næstu dögum. Fannst Beygla tæplega níutíu kílómetrum frá heimili sínu. 6. maí 2023 08:11 Kom í leitirnar eftir sex ár á vergangi Köttur sem hvarf fyrir sex árum í Reykjavík birtist í innkeyrslu hjóna í Borgarnesi fyrir tveimur vikum. Þökk sé kattasamfélaginu og störfum Villikatta á Vesturlandi er búið að hafa uppi á eigandanum. 9. apríl 2023 19:47 Hugsanlegt krabbamein reyndust hárteygjur í tugatali Betur fór en á horfðist þegar Herði Ágústssyni athafnamanni og kattaeiganda var tjáð að það sem talið var vera krabbamein í kettinum Snúði var í raun haugur af hárteygjum, reimum og plasti í maganum á honum. Hann segir stærsta léttinn vera að hafa ekki þurft að segja börnunum vondar fréttir. 19. september 2023 23:07 Mest lesið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Bíó og sjónvarp „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sjá meira
Týndist á Hellu og fannst í bílakjallara í Reykjavík Kötturinn Beygla hvarf frá Hellu fyrir rúmum tíu dögum síðan. Í gær fannst Beygla í bílakjallara í Reykjavík og verður henni komið aftur heim á næstu dögum. Fannst Beygla tæplega níutíu kílómetrum frá heimili sínu. 6. maí 2023 08:11
Kom í leitirnar eftir sex ár á vergangi Köttur sem hvarf fyrir sex árum í Reykjavík birtist í innkeyrslu hjóna í Borgarnesi fyrir tveimur vikum. Þökk sé kattasamfélaginu og störfum Villikatta á Vesturlandi er búið að hafa uppi á eigandanum. 9. apríl 2023 19:47
Hugsanlegt krabbamein reyndust hárteygjur í tugatali Betur fór en á horfðist þegar Herði Ágústssyni athafnamanni og kattaeiganda var tjáð að það sem talið var vera krabbamein í kettinum Snúði var í raun haugur af hárteygjum, reimum og plasti í maganum á honum. Hann segir stærsta léttinn vera að hafa ekki þurft að segja börnunum vondar fréttir. 19. september 2023 23:07