Fjörutíu blaðamönnum boðið en enginn mætti Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 28. ágúst 2024 15:12 Færri mættu á blaðamannafund Gauta en hann bjóst við. Emmsjé Gauti hyggst snúa aftur heim í Breiðholt með árlega jólatónleika sína Julevenner. Tónleikarnir munu fara fram í glænýju ÍR heimili í ár og flytjast því frá Háskólabíó þar sem þeir hafa farið fram undanfarin ár. Tónlistarmaðurinn hélt blaðamannafund af þessu tilefni þar sem mæting var dræmari en hann átti von á. Þetta er meðal þess sem fram kemur í tilkynningu frá tónlistarmanninum. Gauti hefur undanfarin ár slegið í gegn ár hvert með fjölbreyttum hópi listamanna sem kemur fram með honum á jólatónleikum. Í tilkynningu frá Gauta segir að hann hafi boðað til blaðamannafundar í ÍR heimilinu í dag. „Á fundinn voru um 40 blaðamenn boðaðir en einungis tveir áhugamenn um blaðamennsku mættu á svæðið. Aðalefni fundarins var breyting á jólaskipulagi í Reykjavík. Emmsjé ehf. hefur ákveðið að endurskoða og umbreyta hinni vinsælu jólasýningu Julevenner, sem hefur verið fastur liður í jólahaldinu undanfarin ár. Sýningin, sem hefur verið haldin í Háskólabíó síðastliðin sjö ár, verður nú flutt í ÍR heimilið í Seljahverfi, Breiðholti, þar sem Gauti ólst upp.“ Hugmyndin kom eftir Kviss Segir að ákvörðunin sé hluti af nýrri stefnu Emmsjé ehf. um að færa jólin nær rótum sínum og skapa nýjan vettvang fyrir þessa ástsælu sýningu. Gauti segir að hugmyndin hafi kviknað eftir að hann tók þátt í spurningaþáttunum Kviss á Stöð 2 fyrir hönd Breiðholtsins. „ÍR heimilið býður upp á stærri, flottari og gíraðari sýningu sem hentar okkur vel því sýningin gerir ekkert annað en að verða ruglaðari með hverju ári sem líður. Við áttuðum okkur líka á því að með því að færa okkur í Breiðholtið erum við komnir miklu nær flestum hverfum höfuðborgarsvæðisins,“ segir Gauti. Tónleikarnir fara fram þann 21. desember. Meðal gesta Gauta að þessu sinni verða listamenn á borð við Úlfur Úlfur, GDRN, Patrik, Steinda Jr. og Birgittu Haukdal. Tónlist Jól Tónleikar á Íslandi Reykjavík ÍR Tengdar fréttir ÍR-ingar komnir með eitt glæsilegasta íþróttahús á landinu ÍR-ingar leggja nú lokahönd á nýtt íþróttahús í Breiðholtinu en íþróttasvæði ÍR-inga er að verða eitt það glæsilegasta á landinu. 12. júní 2022 11:00 Mest lesið Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Bíó og sjónvarp Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Lífið Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Menning Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Bíó og sjónvarp Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Lífið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Heyra ekkert í Harry og Meghan Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Fleiri fréttir Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kemur í tilkynningu frá tónlistarmanninum. Gauti hefur undanfarin ár slegið í gegn ár hvert með fjölbreyttum hópi listamanna sem kemur fram með honum á jólatónleikum. Í tilkynningu frá Gauta segir að hann hafi boðað til blaðamannafundar í ÍR heimilinu í dag. „Á fundinn voru um 40 blaðamenn boðaðir en einungis tveir áhugamenn um blaðamennsku mættu á svæðið. Aðalefni fundarins var breyting á jólaskipulagi í Reykjavík. Emmsjé ehf. hefur ákveðið að endurskoða og umbreyta hinni vinsælu jólasýningu Julevenner, sem hefur verið fastur liður í jólahaldinu undanfarin ár. Sýningin, sem hefur verið haldin í Háskólabíó síðastliðin sjö ár, verður nú flutt í ÍR heimilið í Seljahverfi, Breiðholti, þar sem Gauti ólst upp.“ Hugmyndin kom eftir Kviss Segir að ákvörðunin sé hluti af nýrri stefnu Emmsjé ehf. um að færa jólin nær rótum sínum og skapa nýjan vettvang fyrir þessa ástsælu sýningu. Gauti segir að hugmyndin hafi kviknað eftir að hann tók þátt í spurningaþáttunum Kviss á Stöð 2 fyrir hönd Breiðholtsins. „ÍR heimilið býður upp á stærri, flottari og gíraðari sýningu sem hentar okkur vel því sýningin gerir ekkert annað en að verða ruglaðari með hverju ári sem líður. Við áttuðum okkur líka á því að með því að færa okkur í Breiðholtið erum við komnir miklu nær flestum hverfum höfuðborgarsvæðisins,“ segir Gauti. Tónleikarnir fara fram þann 21. desember. Meðal gesta Gauta að þessu sinni verða listamenn á borð við Úlfur Úlfur, GDRN, Patrik, Steinda Jr. og Birgittu Haukdal.
Tónlist Jól Tónleikar á Íslandi Reykjavík ÍR Tengdar fréttir ÍR-ingar komnir með eitt glæsilegasta íþróttahús á landinu ÍR-ingar leggja nú lokahönd á nýtt íþróttahús í Breiðholtinu en íþróttasvæði ÍR-inga er að verða eitt það glæsilegasta á landinu. 12. júní 2022 11:00 Mest lesið Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Bíó og sjónvarp Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Lífið Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Menning Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Bíó og sjónvarp Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Lífið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Heyra ekkert í Harry og Meghan Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Fleiri fréttir Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
ÍR-ingar komnir með eitt glæsilegasta íþróttahús á landinu ÍR-ingar leggja nú lokahönd á nýtt íþróttahús í Breiðholtinu en íþróttasvæði ÍR-inga er að verða eitt það glæsilegasta á landinu. 12. júní 2022 11:00