Fjörutíu blaðamönnum boðið en enginn mætti Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 28. ágúst 2024 15:12 Færri mættu á blaðamannafund Gauta en hann bjóst við. Emmsjé Gauti hyggst snúa aftur heim í Breiðholt með árlega jólatónleika sína Julevenner. Tónleikarnir munu fara fram í glænýju ÍR heimili í ár og flytjast því frá Háskólabíó þar sem þeir hafa farið fram undanfarin ár. Tónlistarmaðurinn hélt blaðamannafund af þessu tilefni þar sem mæting var dræmari en hann átti von á. Þetta er meðal þess sem fram kemur í tilkynningu frá tónlistarmanninum. Gauti hefur undanfarin ár slegið í gegn ár hvert með fjölbreyttum hópi listamanna sem kemur fram með honum á jólatónleikum. Í tilkynningu frá Gauta segir að hann hafi boðað til blaðamannafundar í ÍR heimilinu í dag. „Á fundinn voru um 40 blaðamenn boðaðir en einungis tveir áhugamenn um blaðamennsku mættu á svæðið. Aðalefni fundarins var breyting á jólaskipulagi í Reykjavík. Emmsjé ehf. hefur ákveðið að endurskoða og umbreyta hinni vinsælu jólasýningu Julevenner, sem hefur verið fastur liður í jólahaldinu undanfarin ár. Sýningin, sem hefur verið haldin í Háskólabíó síðastliðin sjö ár, verður nú flutt í ÍR heimilið í Seljahverfi, Breiðholti, þar sem Gauti ólst upp.“ Hugmyndin kom eftir Kviss Segir að ákvörðunin sé hluti af nýrri stefnu Emmsjé ehf. um að færa jólin nær rótum sínum og skapa nýjan vettvang fyrir þessa ástsælu sýningu. Gauti segir að hugmyndin hafi kviknað eftir að hann tók þátt í spurningaþáttunum Kviss á Stöð 2 fyrir hönd Breiðholtsins. „ÍR heimilið býður upp á stærri, flottari og gíraðari sýningu sem hentar okkur vel því sýningin gerir ekkert annað en að verða ruglaðari með hverju ári sem líður. Við áttuðum okkur líka á því að með því að færa okkur í Breiðholtið erum við komnir miklu nær flestum hverfum höfuðborgarsvæðisins,“ segir Gauti. Tónleikarnir fara fram þann 21. desember. Meðal gesta Gauta að þessu sinni verða listamenn á borð við Úlfur Úlfur, GDRN, Patrik, Steinda Jr. og Birgittu Haukdal. Tónlist Jól Tónleikar á Íslandi Reykjavík ÍR Tengdar fréttir ÍR-ingar komnir með eitt glæsilegasta íþróttahús á landinu ÍR-ingar leggja nú lokahönd á nýtt íþróttahús í Breiðholtinu en íþróttasvæði ÍR-inga er að verða eitt það glæsilegasta á landinu. 12. júní 2022 11:00 Mest lesið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Herra Hnetusmjör og Sara keyptu draumahúsið Lífið Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kemur í tilkynningu frá tónlistarmanninum. Gauti hefur undanfarin ár slegið í gegn ár hvert með fjölbreyttum hópi listamanna sem kemur fram með honum á jólatónleikum. Í tilkynningu frá Gauta segir að hann hafi boðað til blaðamannafundar í ÍR heimilinu í dag. „Á fundinn voru um 40 blaðamenn boðaðir en einungis tveir áhugamenn um blaðamennsku mættu á svæðið. Aðalefni fundarins var breyting á jólaskipulagi í Reykjavík. Emmsjé ehf. hefur ákveðið að endurskoða og umbreyta hinni vinsælu jólasýningu Julevenner, sem hefur verið fastur liður í jólahaldinu undanfarin ár. Sýningin, sem hefur verið haldin í Háskólabíó síðastliðin sjö ár, verður nú flutt í ÍR heimilið í Seljahverfi, Breiðholti, þar sem Gauti ólst upp.“ Hugmyndin kom eftir Kviss Segir að ákvörðunin sé hluti af nýrri stefnu Emmsjé ehf. um að færa jólin nær rótum sínum og skapa nýjan vettvang fyrir þessa ástsælu sýningu. Gauti segir að hugmyndin hafi kviknað eftir að hann tók þátt í spurningaþáttunum Kviss á Stöð 2 fyrir hönd Breiðholtsins. „ÍR heimilið býður upp á stærri, flottari og gíraðari sýningu sem hentar okkur vel því sýningin gerir ekkert annað en að verða ruglaðari með hverju ári sem líður. Við áttuðum okkur líka á því að með því að færa okkur í Breiðholtið erum við komnir miklu nær flestum hverfum höfuðborgarsvæðisins,“ segir Gauti. Tónleikarnir fara fram þann 21. desember. Meðal gesta Gauta að þessu sinni verða listamenn á borð við Úlfur Úlfur, GDRN, Patrik, Steinda Jr. og Birgittu Haukdal.
Tónlist Jól Tónleikar á Íslandi Reykjavík ÍR Tengdar fréttir ÍR-ingar komnir með eitt glæsilegasta íþróttahús á landinu ÍR-ingar leggja nú lokahönd á nýtt íþróttahús í Breiðholtinu en íþróttasvæði ÍR-inga er að verða eitt það glæsilegasta á landinu. 12. júní 2022 11:00 Mest lesið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Herra Hnetusmjör og Sara keyptu draumahúsið Lífið Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
ÍR-ingar komnir með eitt glæsilegasta íþróttahús á landinu ÍR-ingar leggja nú lokahönd á nýtt íþróttahús í Breiðholtinu en íþróttasvæði ÍR-inga er að verða eitt það glæsilegasta á landinu. 12. júní 2022 11:00