Létu ungmenni millifæra á sig fé með ofbeldi og hótunum Lovísa Arnardóttir skrifar 26. ágúst 2024 15:11 Mennirnir réðust að ungmennum við verslunarmiðstöðina Fjörð í Hafnarfirði. Vísir/Vilhelm Tveir karlmenn hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 20. september vegna gruns um ofbeldi, hótanir og þjófnað í garð barna og ungmenna í Hafnarfirði. Mennirnir eru fæddir árin 2003 og 2005 og eru því 21 árs og 19 ára. Þá hefur sá þriðji verið vistaður vegna sama máls á Stuðlum en ekki var hægt að úrskurða hann í gæsluvarðhald sökum aldurs. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fór fram á gæsluvarðhald yfir mönnunum á föstudag og úrskurðaði Héraðsdómur Reykjaness um það á laugardag. Mennirnir hafa kært niðurstöðuna til Landsréttar að sögn Sævars Guðmundssonar, aðalvarðstjóra á lögreglustöðinni í Hafnarfirði. Fyrst var fjallað um málið á vef mbl.is. Hann segir rannsókn miða vel og allt kapp lagt á að ljúka rannsókn á meðan mennirnir eru vistaðir í gæsluvarðhaldi. Lögregla hefur nýtt sér í rannsókninni gögn úr símum ungmennanna sem og upptökur úr öryggismyndavélum. Búið er að yfirheyra mennina og fjölda vitna að árásunum í síðustu viku. „Við leggjum allt kapp á að klára þau mál sem eru opin og eru til rannsóknar. Þannig þau verði kláruð áður en gæsluvarðhaldstíminn rennur út,“ segir Sævar en með þeim fyrirvara að Landsréttur eigi enn eftir að úrskurða um kæru mannanna. Ekki bundið við Hafnarfjörð Atvikin sem um ræðir áttu sér stað við verslunarmiðstöðina Fjörð, á Víðistaðatúni og við Hraunvallaskóla. Mennirnir hafa þá beitt börnin eða ungmennin ofbeldi eða hótað þeim til að fá þau til að millifæra á sig pening. „Þessi mál síðast voru í Hafnarfirði en þetta eru mál sem þeir eiga víðar á höfuðborgarsvæðinu. Þetta er ekki bundið við Hafnarfjörð. En þeir hafa verið að veitast að unglingum sérstaklega og stela af þeim fjármunum. Neyða ungmennin til að framkvæma millifærslur úr símanum á reikningum sínum á aðra. Þeir hóta þeim líkamsmeiðingum og fleiru ef ekki er farið að kröfum þeirra,“ segir Sævar í samtali við fréttastofu. Hann segir ungmennin sem hafa lent í mönnunum í viðkvæmri stöðu. „Þeir hafa orðið fyrir hótunum. Þetta eru ungt fólk, krakkar á unglingsaldri í flestum tilfellum. Við lítum það mjög alvarlegum augum að börn geti ekki leikið sér á skólalóð án þess að verða fyrir aðkasti og árásum.“ Sævar segir að í einhverjum tilfellum hafi slíkar millifærslur verið framkvæmdar en því miður sé oft lítið við því að gera. Óásættanlegt að börn geti ekki leikið sér úti „Það voru þessi þrjú mál í síðustu viku sem gerðu útslagið,“ segir Sævar og að þegar þau voru tilkynnt til lögreglu hafi verið ákveðið að fara fram á gæsluvarðhald yfir mönnunum. „Það var kornið sem fyllti mælinn, þessi mál í síðustu viku. Við gátum ekki annað en að láta á þetta reyna. Þetta hefur svo mikil áhrif á þessa krakka. Þau eru kannski í körfubolta þegar þeir koma að veitast að þeim. Við getum ekki þolað það að börnin geti ekki leikið sér í friði fyrir svona löguðu. Það er algjörlega óásættanlegt.“ Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Hafnarfjörður Barnavernd Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent „Draumar geta ræst“ Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fór fram á gæsluvarðhald yfir mönnunum á föstudag og úrskurðaði Héraðsdómur Reykjaness um það á laugardag. Mennirnir hafa kært niðurstöðuna til Landsréttar að sögn Sævars Guðmundssonar, aðalvarðstjóra á lögreglustöðinni í Hafnarfirði. Fyrst var fjallað um málið á vef mbl.is. Hann segir rannsókn miða vel og allt kapp lagt á að ljúka rannsókn á meðan mennirnir eru vistaðir í gæsluvarðhaldi. Lögregla hefur nýtt sér í rannsókninni gögn úr símum ungmennanna sem og upptökur úr öryggismyndavélum. Búið er að yfirheyra mennina og fjölda vitna að árásunum í síðustu viku. „Við leggjum allt kapp á að klára þau mál sem eru opin og eru til rannsóknar. Þannig þau verði kláruð áður en gæsluvarðhaldstíminn rennur út,“ segir Sævar en með þeim fyrirvara að Landsréttur eigi enn eftir að úrskurða um kæru mannanna. Ekki bundið við Hafnarfjörð Atvikin sem um ræðir áttu sér stað við verslunarmiðstöðina Fjörð, á Víðistaðatúni og við Hraunvallaskóla. Mennirnir hafa þá beitt börnin eða ungmennin ofbeldi eða hótað þeim til að fá þau til að millifæra á sig pening. „Þessi mál síðast voru í Hafnarfirði en þetta eru mál sem þeir eiga víðar á höfuðborgarsvæðinu. Þetta er ekki bundið við Hafnarfjörð. En þeir hafa verið að veitast að unglingum sérstaklega og stela af þeim fjármunum. Neyða ungmennin til að framkvæma millifærslur úr símanum á reikningum sínum á aðra. Þeir hóta þeim líkamsmeiðingum og fleiru ef ekki er farið að kröfum þeirra,“ segir Sævar í samtali við fréttastofu. Hann segir ungmennin sem hafa lent í mönnunum í viðkvæmri stöðu. „Þeir hafa orðið fyrir hótunum. Þetta eru ungt fólk, krakkar á unglingsaldri í flestum tilfellum. Við lítum það mjög alvarlegum augum að börn geti ekki leikið sér á skólalóð án þess að verða fyrir aðkasti og árásum.“ Sævar segir að í einhverjum tilfellum hafi slíkar millifærslur verið framkvæmdar en því miður sé oft lítið við því að gera. Óásættanlegt að börn geti ekki leikið sér úti „Það voru þessi þrjú mál í síðustu viku sem gerðu útslagið,“ segir Sævar og að þegar þau voru tilkynnt til lögreglu hafi verið ákveðið að fara fram á gæsluvarðhald yfir mönnunum. „Það var kornið sem fyllti mælinn, þessi mál í síðustu viku. Við gátum ekki annað en að láta á þetta reyna. Þetta hefur svo mikil áhrif á þessa krakka. Þau eru kannski í körfubolta þegar þeir koma að veitast að þeim. Við getum ekki þolað það að börnin geti ekki leikið sér í friði fyrir svona löguðu. Það er algjörlega óásættanlegt.“
Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Hafnarfjörður Barnavernd Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent „Draumar geta ræst“ Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum