Fólk í öllum flokkum ágætt og meingallað í senn Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 24. ágúst 2024 10:00 Sindri og Heimir ræddu ferilinn og ævina yfir kaffibolla. Vísir Heimir Már Pétursson er einn helsti stjórnmálablaðamaður Íslands og hefur verið í fjölmiðlabransanum lengur en flestir. Sindri Sindrason kíkti til Heimis í morgunkaffi á litla, krúttlega heimili hans í miðbæ Reykjavíkur. Heimir fór yfir langan feril og litríka ævi með Sindra og rifjar meðal annars upp æskuárin fyrir vestan. Hann var, að hans sögn, dálítið hættulegt barn. „Á Ísafirði varðstu að vera þannig að annað hvort varstu sá sem fólk var hrætt við eða þú varst hræddur við fólk. Þannig að ég var dálítið hættulegt barn. Ég var ekkert hræddur við að slá frá mér. Ef ég hafði á tilfinningunni að einhver ætlaði að ybbast upp á mig þá lamdi ég hann áður en honum tókst að gera það,“ sagði Heimir. Langaði alltaf í börn Heimir segist alltaf hafa langað börn og að hann hafi átt von á barni með fyrrverandi kærustu sinni en þau misstu fóstrið skömmu áður en hann kom út úr skápnum. Hann leggi ekki í það í dag. „En ég hef mjög gaman að börnum. Ég næ góðu sambandi við börn. Þau eru svo miklir heimspekingar, krakkar,“ sagði hann. Sindri spurði Heimi hvort það væri hans stærsta eftirsjá, að hafa aldrei eignast börn, en því svaraði Heimir neitandi. Eina sem hann sér verulega eftir er að hafa byrjað að reykja. „Eins og mér þykir nú gott að reykja þegar ég geri það.“ Nokkrir stjórnmálamenn standa upp úr Heimir er í grunninn „vinstrikall“ en segir þó að fólk í öllum flokkum sé ágætt og meingallað í senn eins og aðrir. Sindri spurði Heimi hvort hann ætti sér einhverja uppáhalds stjórnmálamenn í gegnum árin. „Ég hef mjög gaman að Sigmundi Davíð. Hann er svo mælskur. Það er rosa gaman að taka viðtöl við hann og auðvelt að klippa hann,“ sagði Heimir. „Það var líka mjög gaman að Guðna Ágústsyni. Hann hefur húmor og er kíminn. Davíð Oddsson var auðvitað ofboðslega litríkur stjórnmálamaður. Það var aldrei leiðinlegt sem fréttamaður að vera í kringum hann þegar hann var í stjórnmálum. Margrét Frímannsdóttir er í uppáhaldi líka. Hún er svo hrein, hún Magga. Margrét var stjórnmálamaður hjartans og hún var svo street-wise og klár. Ef ekki hefði verið fyrir hana hefði aldrei orðið þessi sameining fjögurra flokka.“ Ísland í dag Morgunkaffi í Íslandi í dag Fjölmiðlar Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Love Island bomba keppir í Eurovision Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Lífið Fleiri fréttir Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Sjá meira
Heimir fór yfir langan feril og litríka ævi með Sindra og rifjar meðal annars upp æskuárin fyrir vestan. Hann var, að hans sögn, dálítið hættulegt barn. „Á Ísafirði varðstu að vera þannig að annað hvort varstu sá sem fólk var hrætt við eða þú varst hræddur við fólk. Þannig að ég var dálítið hættulegt barn. Ég var ekkert hræddur við að slá frá mér. Ef ég hafði á tilfinningunni að einhver ætlaði að ybbast upp á mig þá lamdi ég hann áður en honum tókst að gera það,“ sagði Heimir. Langaði alltaf í börn Heimir segist alltaf hafa langað börn og að hann hafi átt von á barni með fyrrverandi kærustu sinni en þau misstu fóstrið skömmu áður en hann kom út úr skápnum. Hann leggi ekki í það í dag. „En ég hef mjög gaman að börnum. Ég næ góðu sambandi við börn. Þau eru svo miklir heimspekingar, krakkar,“ sagði hann. Sindri spurði Heimi hvort það væri hans stærsta eftirsjá, að hafa aldrei eignast börn, en því svaraði Heimir neitandi. Eina sem hann sér verulega eftir er að hafa byrjað að reykja. „Eins og mér þykir nú gott að reykja þegar ég geri það.“ Nokkrir stjórnmálamenn standa upp úr Heimir er í grunninn „vinstrikall“ en segir þó að fólk í öllum flokkum sé ágætt og meingallað í senn eins og aðrir. Sindri spurði Heimi hvort hann ætti sér einhverja uppáhalds stjórnmálamenn í gegnum árin. „Ég hef mjög gaman að Sigmundi Davíð. Hann er svo mælskur. Það er rosa gaman að taka viðtöl við hann og auðvelt að klippa hann,“ sagði Heimir. „Það var líka mjög gaman að Guðna Ágústsyni. Hann hefur húmor og er kíminn. Davíð Oddsson var auðvitað ofboðslega litríkur stjórnmálamaður. Það var aldrei leiðinlegt sem fréttamaður að vera í kringum hann þegar hann var í stjórnmálum. Margrét Frímannsdóttir er í uppáhaldi líka. Hún er svo hrein, hún Magga. Margrét var stjórnmálamaður hjartans og hún var svo street-wise og klár. Ef ekki hefði verið fyrir hana hefði aldrei orðið þessi sameining fjögurra flokka.“
Ísland í dag Morgunkaffi í Íslandi í dag Fjölmiðlar Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Love Island bomba keppir í Eurovision Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Lífið Fleiri fréttir Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Sjá meira