Heimir: Valsmenn fengu tvö færi og skoruðu tvö mörk Andri Már Eggertsson skrifar 19. ágúst 2024 20:45 Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, var ánægður með spilamennskuna Vísir/Anton Brink FH gerði 2-2 jafntefli gegn Val í annað skiptið á tímabilinu. Leikurinn var mikill rússíbani og bæði lið skoruðu í uppbótartímanum. Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, var ánægður með frammistöðu liðsins. „Úr því sem komið var þar sem þeir skoruðu á 94. mínútu sýndum við karakter að koma til baka og jafna. Ef maður skoðar leikinn í heild sinni og þá sérstaklega seinni hálfleik þá var eitt lið á vellinum og við vorum miklu betri.“ „Það var sama upp á teningnum í fyrri umferðinni þá vorum við miklu betri líka en Valsmenn eru góðir að því leytinu til að þeir refsa liðum og þurfa ekki mörg færi til að skora. Þeir fengu tvö færi í þessum leik og skoruðu tvö mörk. Það voru vonbrigði að vinna ekki þennan leik,“ sagði Heimir eftir leik. Heimir var ánægður með frammistöðu liðsins og fór yfir það hvað breyttist hjá FH í síðari hálfleik þar sem hans menn sundurspiluðu Val. „Við vorum betri á boltanum í seinni hálfleik og það var gott flot á boltanum. Við vorum að fá fyrirgjafir og vorum hættulegir í föstum leikatriðum. Skiptingarnar lyftu leik liðsins og það hjálpaði til. Við megum ekki gleyma því að það var góður karakter að koma til baka.“ Valur var yfir í hálfleik og aðspurður út í fyrsta mark gestanna sagði Heimir að þetta hafi verið uppskrift sem hann hafði séð oft áður. „Þetta var uppskrift sem við höfum séð oft áður. Bæði fyrra og seinna markið þar sem Birkir Már [Sævarsson] fer upp vænginn og hann er ótrúlega góður í að tímasetja hlaup og Tryggvi [Hrafn Haraldsson] kom inn í teig og við gleymdum okkur en heilt yfir náðum við að loka á það sem þeir voru að gera og við tökum það með okkur.“ „Eins og ég sagði fyrir leik þá var leikurinn okkar gegn KR var slakur þrátt fyrir að öll tölfræði hafi sýnt að við vorum betri þá var fínt að spila á móti góðu liði og fá stig,“ sagði Heimir að lokum. FH Besta deild karla Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Fótbolti Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Fótbolti Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Real Madrid - Manchester City | Guardiola á Bernabéu Club Brugge - Arsenal | Skytturnar í Belgíu Tryggvi hafði hægt um sig í sigri Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Njarðvík - Valur | Toppsætið undir Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Óttast ekki að skemma fyrir konum með tapi Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Svona var fundur Blika fyrir slaginn mikilvæga „Ekki gleyma mér“ Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Spilaði dauðadrukkinn í átta leikjum Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Sjá meira
„Úr því sem komið var þar sem þeir skoruðu á 94. mínútu sýndum við karakter að koma til baka og jafna. Ef maður skoðar leikinn í heild sinni og þá sérstaklega seinni hálfleik þá var eitt lið á vellinum og við vorum miklu betri.“ „Það var sama upp á teningnum í fyrri umferðinni þá vorum við miklu betri líka en Valsmenn eru góðir að því leytinu til að þeir refsa liðum og þurfa ekki mörg færi til að skora. Þeir fengu tvö færi í þessum leik og skoruðu tvö mörk. Það voru vonbrigði að vinna ekki þennan leik,“ sagði Heimir eftir leik. Heimir var ánægður með frammistöðu liðsins og fór yfir það hvað breyttist hjá FH í síðari hálfleik þar sem hans menn sundurspiluðu Val. „Við vorum betri á boltanum í seinni hálfleik og það var gott flot á boltanum. Við vorum að fá fyrirgjafir og vorum hættulegir í föstum leikatriðum. Skiptingarnar lyftu leik liðsins og það hjálpaði til. Við megum ekki gleyma því að það var góður karakter að koma til baka.“ Valur var yfir í hálfleik og aðspurður út í fyrsta mark gestanna sagði Heimir að þetta hafi verið uppskrift sem hann hafði séð oft áður. „Þetta var uppskrift sem við höfum séð oft áður. Bæði fyrra og seinna markið þar sem Birkir Már [Sævarsson] fer upp vænginn og hann er ótrúlega góður í að tímasetja hlaup og Tryggvi [Hrafn Haraldsson] kom inn í teig og við gleymdum okkur en heilt yfir náðum við að loka á það sem þeir voru að gera og við tökum það með okkur.“ „Eins og ég sagði fyrir leik þá var leikurinn okkar gegn KR var slakur þrátt fyrir að öll tölfræði hafi sýnt að við vorum betri þá var fínt að spila á móti góðu liði og fá stig,“ sagði Heimir að lokum.
FH Besta deild karla Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Fótbolti Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Fótbolti Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Real Madrid - Manchester City | Guardiola á Bernabéu Club Brugge - Arsenal | Skytturnar í Belgíu Tryggvi hafði hægt um sig í sigri Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Njarðvík - Valur | Toppsætið undir Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Óttast ekki að skemma fyrir konum með tapi Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Svona var fundur Blika fyrir slaginn mikilvæga „Ekki gleyma mér“ Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Spilaði dauðadrukkinn í átta leikjum Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Sjá meira