Aðeins fimmtíu metra frá marki þegar hann drukknaði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. ágúst 2024 08:31 James Sprague er nýr heimsmeistari í CrossFit. Hér hefur hann klárað grein við hliðina á brautinni þar sem Lazar Dukic átti að keppa. @crossfitgames Rudy Trevino var eitt af vitnunum er Lazar Dukic drukknaði í fyrstu grein heimsleikanna í CrossFit. Hann sagði frá upplifun sinni í samtali við Barbend vefinn. „Hann var þarna og svo var hann skyndilega horfinn,“ sagði Rudy Trevino um það þegar Dukic hvarf ofan í Marine Creek vatnið. Trevino hefur sjálfur rekið CrossFit stöð í San Antonio í tíu ár. Hann er fyrrum gæslumaður á baðströnd og þjálfaður í að bjarga fólki úr vatni. Hann var líka með það á hreinu sem var að gerast þarna. „Það eru þessu klassísku merki sem þú ert þjálfaður í að taka eftir. Lazar sýndi þau öll. Höfuð hans hallaði aftur, augun voru galopin og hann hreyfðist upp og niður,“ sagði Trevino. Hann segist hafa byrjað strax að öskra á hjálp. „Þeir hlustuðu ekki á mig,“ sagði Trevino. Trevino telur að Dukic hafi þarna verið aðeins fimmtíu metra frá markinu. Trevino reyndi að komast fram hjá öryggisvörðunum en þeir stöðvuðu för hans. „Ég grátbað þá um að að koma einhverjum til hans en þeir sögðust vera með stjórn á öllu sem þeir voru ekki með,“ sagði Trevino. „Þá fór ég að efast um það sem ég hafði séð. Ég fór að vona að ég hefði ekki rétt fyrir mér. Mín mesta eftirsjá er að hafa ekki reynt meira að komast fram hjá þeim. Ná að vekja athygli einhvers sem hafði meiri völd til að gera eitthvað. Á þeirri stundu hafði hann bara verið á kafi í mínútu,“ sagði Trevino. CrossFit samtökin ákváðu að klára keppnina en hafa gefið það út að utanaðkomandi rannsókn muni fara fram og niðurstöður hennar eru líklegar til að kalla á breytingar á keppni á heimsleikunum. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) CrossFit Mest lesið Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Handbolti UFC meistari segir frá fjárkúgun og „fölskum ásökunum“ Sport Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Fótbolti Halda Orra og Sporting engin bönd Handbolti Fleiri fréttir Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli UFC meistari segir frá fjárkúgun og „fölskum ásökunum“ Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Snorri kynnir EM-fara í vikunni Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Mariah Carey skemmtir á opnunarhátíð Vetrarólympíuleikanna Moyes ældi alla leiðina til Eyja EM ekki í hættu Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Sjá meira
Hann sagði frá upplifun sinni í samtali við Barbend vefinn. „Hann var þarna og svo var hann skyndilega horfinn,“ sagði Rudy Trevino um það þegar Dukic hvarf ofan í Marine Creek vatnið. Trevino hefur sjálfur rekið CrossFit stöð í San Antonio í tíu ár. Hann er fyrrum gæslumaður á baðströnd og þjálfaður í að bjarga fólki úr vatni. Hann var líka með það á hreinu sem var að gerast þarna. „Það eru þessu klassísku merki sem þú ert þjálfaður í að taka eftir. Lazar sýndi þau öll. Höfuð hans hallaði aftur, augun voru galopin og hann hreyfðist upp og niður,“ sagði Trevino. Hann segist hafa byrjað strax að öskra á hjálp. „Þeir hlustuðu ekki á mig,“ sagði Trevino. Trevino telur að Dukic hafi þarna verið aðeins fimmtíu metra frá markinu. Trevino reyndi að komast fram hjá öryggisvörðunum en þeir stöðvuðu för hans. „Ég grátbað þá um að að koma einhverjum til hans en þeir sögðust vera með stjórn á öllu sem þeir voru ekki með,“ sagði Trevino. „Þá fór ég að efast um það sem ég hafði séð. Ég fór að vona að ég hefði ekki rétt fyrir mér. Mín mesta eftirsjá er að hafa ekki reynt meira að komast fram hjá þeim. Ná að vekja athygli einhvers sem hafði meiri völd til að gera eitthvað. Á þeirri stundu hafði hann bara verið á kafi í mínútu,“ sagði Trevino. CrossFit samtökin ákváðu að klára keppnina en hafa gefið það út að utanaðkomandi rannsókn muni fara fram og niðurstöður hennar eru líklegar til að kalla á breytingar á keppni á heimsleikunum. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup)
CrossFit Mest lesið Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Handbolti UFC meistari segir frá fjárkúgun og „fölskum ásökunum“ Sport Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Fótbolti Halda Orra og Sporting engin bönd Handbolti Fleiri fréttir Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli UFC meistari segir frá fjárkúgun og „fölskum ásökunum“ Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Snorri kynnir EM-fara í vikunni Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Mariah Carey skemmtir á opnunarhátíð Vetrarólympíuleikanna Moyes ældi alla leiðina til Eyja EM ekki í hættu Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Sjá meira