Víkka út leitarsvæðið án nokkurra nýrra vísbendinga Jón Ísak Ragnarsson skrifar 6. ágúst 2024 12:29 Um 130 manns eru að leit. Landsbjörg Leitin að ferðamönnunum sem gengið var út frá að væru fastir í helli nærri Kerlingarfjöllum hefur enn engan árangur borið. Búið er að leita á þeirri staðsetningu sem gefin var upp í upphaflegu tilkynningunni án þess að nokkrar vísbendingar hafi fundist. Nú er verið að víkka út leitarsvæðið. Þetta segir Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar. „Nú er verið að víkka út leitarsvæðið, bæði á þekktum hellum sem menn vita af og leita ráða hjá þeim sem þarna hafa mikið verið á ferðinni, hvort þarna séu hellar að koma í ljós sem ekki hafa verið þekktir,“ segir Jón. Staðsetningarhnitið virðist rangt Í gærkvöldi barst tilkynning í gegnum netspjall Neyðarlínunnar um að tveir einstaklingar væru fastir í helli, þar sem grjót hafði hrunið fyrir. Gefið var upp staðsetningarhnit. Leitin við staðsetningarhnitin hefur hins vegar engan árangur borið. „Núna er verið að vinna þetta fermeter fyrir fermeter, gil fyrir gil og brekku fyrir brekku,“ segir Jón. „Við höfum engar upplýsingar enn sem komið er og það er eitt af því sem verið er að skoða, að finna aðrar vísbendingar um þetta fólk,“ segir Jón Þór. Ekki sé hægt að gera annað en ganga út frá því að upplýsingarnar sem bárust í gær séu réttar, og vinna út frá þeim. Þurfa að fara taka ákvörðun um framhaldið Um 130 manns eru á svæðinu núna, en um 160 hafa tekið þátt frá því í gærkvöldi. Leitin skipulögð í morgunLandsbjörg „Væntanlega þarf að fara taka ákvörðun um framhaldið, þarna er fólk búið að vera í á tólfta tíma og jafnvel lengur,“ segir Jón. Illa gekk að nota þyrluna við leitina í nótt vegna veðurs. Á svæðinu var slæmmt skyggni, þoka, dimmt og rigning. Frá leitinni í nótt. Sumarnóttin er orðin dimm.Landsbjörg Bjartara er yfir svæðinu núna og þyrlan tekur þátt í leitinni, ásamt fjölmörgum drónum sem björgunarsveitamenn fljúga yfir svæðið allt, segir Jón. Björgunarsveitir Landhelgisgæslan Lögreglumál Hrunamannahreppur Tengdar fréttir Sendu skilaboð á Neyðarlínuna en enginn fundist á svæðinu Ferðamenn sem leitað hefur verið að nærri Kerlingarfjöllum á miðhálendinu síðan í gærkvöldi höfðu samband við netspjall Neyðarlínunnar og gáfu upp staðsetningarhnit. Netspjallið lokaðist í framhaldinu og enginn hefur fundist nálægt þeirri staðsetningu sem gefin var upp. 6. ágúst 2024 10:13 Ferðamennirnir ófundnir Ferðamennirnir sem taldir eru fastir í helli nærri Kerlingarfjöllum eru enn ófundnir. Leit stendur yfir og um 135 björgunarmenn á vettvangi eins og er. 6. ágúst 2024 06:24 Mest lesið Nær dauða en lífi á bráðamóttökunni Innlent Efast um núverandi forystusveit Sjálfstæðisflokksins Innlent Sáu skefti sem reyndist vera af gasskammbyssu Innlent Varaforseti Bush yngri ætlar að kjósa Harris Erlent Söluhagnaður af ólöglegri sjónvarpssölu eldsneyti glæpahópa Innlent Stal verðmætum fyrir 6,3 milljónir á tveimur árum Innlent Dæmi um að börn komi heim með vopn úr sólarlandaferðum Innlent Aukinn úrtölutónn í umræðum um loftslagsvá Innlent Project 2025 og Bandaríkin eftir Trump: „Ég held að það sé alveg ástæða til að hafa áhyggjur“ Erlent Maður fluttur á slysadeild eftir að pítsa brann Innlent Fleiri fréttir Stal verðmætum fyrir 6,3 milljónir á tveimur árum Aukinn úrtölutónn í umræðum um loftslagsvá Nær dauða en lífi á bráðamóttökunni Sáu skefti sem reyndist vera af gasskammbyssu Efast um núverandi forystusveit Sjálfstæðisflokksins Nýtt fimleikahús óskast á Selfossi Dæmi um að börn komi heim með vopn úr sólarlandaferðum Söluhagnaður af ólöglegri sjónvarpssölu eldsneyti glæpahópa Börn sem flytja vopn til landsins og fjöllistamenn Maður fluttur á slysadeild eftir að pítsa brann Arnar setti yfir tíu milljónir króna í eigið framboð Á slysadeild eftir árekstur bíls og rafhlaupahjóls Opna dyrnar til að minnast Bryndísar Klöru Mjúk lending frekar en niðurskurður í fjárlögum Skoða ábendingar um mann sem elti börn í Fossvogi DD-listi gæti haft góð og slæm áhrif á Sjálfstæðisflokkinn Boða til mótmæla vegna skeytingarleysis stjórnvalda Tæplega átján milljónir fyrir 275 atkvæði Ljóst að banaslysið muni hafa afleiðingar Flutningabíll með tengivagn fauk út af nærri Hólmavík Reyna enn að ná í mann sem er grunaður um að sviðsetja bílslys Stjórnmálasamtök ávítuð fyrir vanskil á reikningum DD-listi Sjálfstæðisflokksins og eyðsla forsetaframbjóðenda Í gæsluvarðhaldi þangað til í nóvember Komu til skila að hegðunin væri ekki líðandi Af hættustigi niður á óvissustig Kom út í plús eftir framboðið Sjö sóttu um embætti héraðsdómara Framboð Katrínar mun dýrara en Höllu Átta milljónir úr eigin vasa Sjá meira
Þetta segir Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar. „Nú er verið að víkka út leitarsvæðið, bæði á þekktum hellum sem menn vita af og leita ráða hjá þeim sem þarna hafa mikið verið á ferðinni, hvort þarna séu hellar að koma í ljós sem ekki hafa verið þekktir,“ segir Jón. Staðsetningarhnitið virðist rangt Í gærkvöldi barst tilkynning í gegnum netspjall Neyðarlínunnar um að tveir einstaklingar væru fastir í helli, þar sem grjót hafði hrunið fyrir. Gefið var upp staðsetningarhnit. Leitin við staðsetningarhnitin hefur hins vegar engan árangur borið. „Núna er verið að vinna þetta fermeter fyrir fermeter, gil fyrir gil og brekku fyrir brekku,“ segir Jón. „Við höfum engar upplýsingar enn sem komið er og það er eitt af því sem verið er að skoða, að finna aðrar vísbendingar um þetta fólk,“ segir Jón Þór. Ekki sé hægt að gera annað en ganga út frá því að upplýsingarnar sem bárust í gær séu réttar, og vinna út frá þeim. Þurfa að fara taka ákvörðun um framhaldið Um 130 manns eru á svæðinu núna, en um 160 hafa tekið þátt frá því í gærkvöldi. Leitin skipulögð í morgunLandsbjörg „Væntanlega þarf að fara taka ákvörðun um framhaldið, þarna er fólk búið að vera í á tólfta tíma og jafnvel lengur,“ segir Jón. Illa gekk að nota þyrluna við leitina í nótt vegna veðurs. Á svæðinu var slæmmt skyggni, þoka, dimmt og rigning. Frá leitinni í nótt. Sumarnóttin er orðin dimm.Landsbjörg Bjartara er yfir svæðinu núna og þyrlan tekur þátt í leitinni, ásamt fjölmörgum drónum sem björgunarsveitamenn fljúga yfir svæðið allt, segir Jón.
Björgunarsveitir Landhelgisgæslan Lögreglumál Hrunamannahreppur Tengdar fréttir Sendu skilaboð á Neyðarlínuna en enginn fundist á svæðinu Ferðamenn sem leitað hefur verið að nærri Kerlingarfjöllum á miðhálendinu síðan í gærkvöldi höfðu samband við netspjall Neyðarlínunnar og gáfu upp staðsetningarhnit. Netspjallið lokaðist í framhaldinu og enginn hefur fundist nálægt þeirri staðsetningu sem gefin var upp. 6. ágúst 2024 10:13 Ferðamennirnir ófundnir Ferðamennirnir sem taldir eru fastir í helli nærri Kerlingarfjöllum eru enn ófundnir. Leit stendur yfir og um 135 björgunarmenn á vettvangi eins og er. 6. ágúst 2024 06:24 Mest lesið Nær dauða en lífi á bráðamóttökunni Innlent Efast um núverandi forystusveit Sjálfstæðisflokksins Innlent Sáu skefti sem reyndist vera af gasskammbyssu Innlent Varaforseti Bush yngri ætlar að kjósa Harris Erlent Söluhagnaður af ólöglegri sjónvarpssölu eldsneyti glæpahópa Innlent Stal verðmætum fyrir 6,3 milljónir á tveimur árum Innlent Dæmi um að börn komi heim með vopn úr sólarlandaferðum Innlent Aukinn úrtölutónn í umræðum um loftslagsvá Innlent Project 2025 og Bandaríkin eftir Trump: „Ég held að það sé alveg ástæða til að hafa áhyggjur“ Erlent Maður fluttur á slysadeild eftir að pítsa brann Innlent Fleiri fréttir Stal verðmætum fyrir 6,3 milljónir á tveimur árum Aukinn úrtölutónn í umræðum um loftslagsvá Nær dauða en lífi á bráðamóttökunni Sáu skefti sem reyndist vera af gasskammbyssu Efast um núverandi forystusveit Sjálfstæðisflokksins Nýtt fimleikahús óskast á Selfossi Dæmi um að börn komi heim með vopn úr sólarlandaferðum Söluhagnaður af ólöglegri sjónvarpssölu eldsneyti glæpahópa Börn sem flytja vopn til landsins og fjöllistamenn Maður fluttur á slysadeild eftir að pítsa brann Arnar setti yfir tíu milljónir króna í eigið framboð Á slysadeild eftir árekstur bíls og rafhlaupahjóls Opna dyrnar til að minnast Bryndísar Klöru Mjúk lending frekar en niðurskurður í fjárlögum Skoða ábendingar um mann sem elti börn í Fossvogi DD-listi gæti haft góð og slæm áhrif á Sjálfstæðisflokkinn Boða til mótmæla vegna skeytingarleysis stjórnvalda Tæplega átján milljónir fyrir 275 atkvæði Ljóst að banaslysið muni hafa afleiðingar Flutningabíll með tengivagn fauk út af nærri Hólmavík Reyna enn að ná í mann sem er grunaður um að sviðsetja bílslys Stjórnmálasamtök ávítuð fyrir vanskil á reikningum DD-listi Sjálfstæðisflokksins og eyðsla forsetaframbjóðenda Í gæsluvarðhaldi þangað til í nóvember Komu til skila að hegðunin væri ekki líðandi Af hættustigi niður á óvissustig Kom út í plús eftir framboðið Sjö sóttu um embætti héraðsdómara Framboð Katrínar mun dýrara en Höllu Átta milljónir úr eigin vasa Sjá meira
Sendu skilaboð á Neyðarlínuna en enginn fundist á svæðinu Ferðamenn sem leitað hefur verið að nærri Kerlingarfjöllum á miðhálendinu síðan í gærkvöldi höfðu samband við netspjall Neyðarlínunnar og gáfu upp staðsetningarhnit. Netspjallið lokaðist í framhaldinu og enginn hefur fundist nálægt þeirri staðsetningu sem gefin var upp. 6. ágúst 2024 10:13
Ferðamennirnir ófundnir Ferðamennirnir sem taldir eru fastir í helli nærri Kerlingarfjöllum eru enn ófundnir. Leit stendur yfir og um 135 björgunarmenn á vettvangi eins og er. 6. ágúst 2024 06:24
Project 2025 og Bandaríkin eftir Trump: „Ég held að það sé alveg ástæða til að hafa áhyggjur“ Erlent
Project 2025 og Bandaríkin eftir Trump: „Ég held að það sé alveg ástæða til að hafa áhyggjur“ Erlent