Íhugar að leggja rauða nefinu eftir fimmtíu ára glens og grín Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 1. ágúst 2024 09:36 Skralli trúður neitar að hætta þó Aðalsteinn sé klár í það. Aðalsteinn Bergdal leikari, sem betur er þekktur sem Skralli trúður og búsettur er í Hrísey, íhugar að leggja rauða nefið á hilluna. Þetta kom fram í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Þetta eru svolítil snúin augnablik. Ég ætlaði að hætta þegar hann yrði 45 ára, trúðurinn. Svo var ég plataður árið eftir og svo aftur árið eftir. Nú er ég búinn að vera í fjögur skipti og nú er að falla í garð afmælisdagurinn hans, fimmtíu ára afmæli trúðsins,“ segir Aðalsteinn. Afmælið ber upp þann 4. ágúst. „Hann er ekki búinn að taka endanlega ákvörðun,“ segir Aðalsteinn hlæjandi um starfslokin og vísar til Skralla. „Ég er náttúrulega búinn að því fyrir löngu. Líkast til. En þetta er bara gaman og maður finnur hvað maður gleður marga í kringum sig og það er stór hluti af þessu. Það er voða erfitt að stoppa hann ef maður hefur heilsu í þetta. Þetta er svona stopp með gæsalöppum held ég.“ Skralli varð til fyrir slysni Í Bítinu útskýrir Aðalsteinn að Skralli trúður hafi orðið til fyrir hálfgerða slysni fyrir hálfri öld síðan. Um var að ræða fyrstu edrú hátíðina á verslunarmannahelginni í Hrafnagili í Eyjafirði. „Það var búið að fá tvo menn, annan til að skemmta fullorðnu fólki og hinn til að skemmta börnum, en svo viku fyrir tímann, þá kemur í ljós að þessi sem átti að vera með börnunum hann hafði verið kominn í glasið og menn voru eitthvað hræddir við að það gæti tekið alveg tvær, þrjár vikur, svoleiðis að þeir þorðu ekki öðru en að bregðast við og það var hringt í mig, hvort ég væri ekki til í að gera eitthvað fyrir börnin þarna.“ Aðalsteinn hafði þá verið um nokkurra ára bil í leikhúsinu en var samt efins. Hann sagðist hafa hugsað sig vel um, hann var alveg til í að vera með krökkunum og leika en átti erfiðara með tilhugsunina um að vera uppi á sviði. Stóra spurningin hafi verið hvað hann ætti að gera og hver hann ætti að vera. „Á endanum þá man ég eftir því innan úr leikhúsi að einhverstaðar hafði ég munað eftir einhverjum galla sem gæti alveg verið svona trúðagalli og svo svona lítill hattur,“ útskýrir Aðalsteinn. Hann lýsir því hvernig hann hafi fengið tveggja manna hjól að láni frá vélstjóra í bænum og aðstoð frá Dóra skósmið til að smíða stærðarinnar trúðaskó. Hjólaði í trúðabúningnum á fyrsta giggið „Ég mála mig í leikhúsinu, hjóla frameftir, og hafði ekki alveg hugsað út í skóna. Þetta var ekki það besta á pedalana. En ég fór frameftir og það var nú ekki malbikað eins og núna, heldur bara rykugur vegur og holóttur og bílar endalaust, þannig ég var bara í rykmekkinum á leiðinni suður í Hrafnagil og sítalandi náttúrulega við þennan sem var með mér aftan á hinu sætinu. Þannig þegar ég kem í Hrafnagil þá var ég bara gjörsamlega búinn, stóð varla á fótunum.“ Þrátt fyrir þetta fór Aðalsteinn upp á svið. Það hafi gengið ágætlega. Úti á túni hafi hann þar verið með 113 krökkum í allskyns leikjum og trúðnum gert allt til miska. „Það var kastað heyi í mig og mold, troðið inn á mig og sparkað í mig og ég veit ekki hvað var ekki gert. Þannig ég ákvað í mínum huga, ég var ráðinn þarna í tvo daga, laugardag og sunnudag, ég var ákveðinn í því að ég skildi klára þennan hávítis morgundag en síðan skildi ég ekki fara í svona neitt meir. Síðan er liðin bara hálf öld,“ segir Aðalsteinn hlæjandi. Grín og gaman Hrísey Akureyri Bítið Mest lesið Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Íslenskur tónlistarmaður í lykilhlutverki Tónlist Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið „Ég er óléttur“ Lífið Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Fékk leyfi Nóbelskálds fyrir heiti nýrrar bókabúðar í Hamraborg Menning „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Lífið Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum Lífið Skilnaður „ógeðslega erfitt fyrirbæri“ en til eru verkfæri sem hjálpa Lífið samstarf Er Ormstunga djarfasta sýning ársins? Gagnrýni Fleiri fréttir Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Sjá meira
„Þetta eru svolítil snúin augnablik. Ég ætlaði að hætta þegar hann yrði 45 ára, trúðurinn. Svo var ég plataður árið eftir og svo aftur árið eftir. Nú er ég búinn að vera í fjögur skipti og nú er að falla í garð afmælisdagurinn hans, fimmtíu ára afmæli trúðsins,“ segir Aðalsteinn. Afmælið ber upp þann 4. ágúst. „Hann er ekki búinn að taka endanlega ákvörðun,“ segir Aðalsteinn hlæjandi um starfslokin og vísar til Skralla. „Ég er náttúrulega búinn að því fyrir löngu. Líkast til. En þetta er bara gaman og maður finnur hvað maður gleður marga í kringum sig og það er stór hluti af þessu. Það er voða erfitt að stoppa hann ef maður hefur heilsu í þetta. Þetta er svona stopp með gæsalöppum held ég.“ Skralli varð til fyrir slysni Í Bítinu útskýrir Aðalsteinn að Skralli trúður hafi orðið til fyrir hálfgerða slysni fyrir hálfri öld síðan. Um var að ræða fyrstu edrú hátíðina á verslunarmannahelginni í Hrafnagili í Eyjafirði. „Það var búið að fá tvo menn, annan til að skemmta fullorðnu fólki og hinn til að skemmta börnum, en svo viku fyrir tímann, þá kemur í ljós að þessi sem átti að vera með börnunum hann hafði verið kominn í glasið og menn voru eitthvað hræddir við að það gæti tekið alveg tvær, þrjár vikur, svoleiðis að þeir þorðu ekki öðru en að bregðast við og það var hringt í mig, hvort ég væri ekki til í að gera eitthvað fyrir börnin þarna.“ Aðalsteinn hafði þá verið um nokkurra ára bil í leikhúsinu en var samt efins. Hann sagðist hafa hugsað sig vel um, hann var alveg til í að vera með krökkunum og leika en átti erfiðara með tilhugsunina um að vera uppi á sviði. Stóra spurningin hafi verið hvað hann ætti að gera og hver hann ætti að vera. „Á endanum þá man ég eftir því innan úr leikhúsi að einhverstaðar hafði ég munað eftir einhverjum galla sem gæti alveg verið svona trúðagalli og svo svona lítill hattur,“ útskýrir Aðalsteinn. Hann lýsir því hvernig hann hafi fengið tveggja manna hjól að láni frá vélstjóra í bænum og aðstoð frá Dóra skósmið til að smíða stærðarinnar trúðaskó. Hjólaði í trúðabúningnum á fyrsta giggið „Ég mála mig í leikhúsinu, hjóla frameftir, og hafði ekki alveg hugsað út í skóna. Þetta var ekki það besta á pedalana. En ég fór frameftir og það var nú ekki malbikað eins og núna, heldur bara rykugur vegur og holóttur og bílar endalaust, þannig ég var bara í rykmekkinum á leiðinni suður í Hrafnagil og sítalandi náttúrulega við þennan sem var með mér aftan á hinu sætinu. Þannig þegar ég kem í Hrafnagil þá var ég bara gjörsamlega búinn, stóð varla á fótunum.“ Þrátt fyrir þetta fór Aðalsteinn upp á svið. Það hafi gengið ágætlega. Úti á túni hafi hann þar verið með 113 krökkum í allskyns leikjum og trúðnum gert allt til miska. „Það var kastað heyi í mig og mold, troðið inn á mig og sparkað í mig og ég veit ekki hvað var ekki gert. Þannig ég ákvað í mínum huga, ég var ráðinn þarna í tvo daga, laugardag og sunnudag, ég var ákveðinn í því að ég skildi klára þennan hávítis morgundag en síðan skildi ég ekki fara í svona neitt meir. Síðan er liðin bara hálf öld,“ segir Aðalsteinn hlæjandi.
Grín og gaman Hrísey Akureyri Bítið Mest lesið Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Íslenskur tónlistarmaður í lykilhlutverki Tónlist Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið „Ég er óléttur“ Lífið Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Fékk leyfi Nóbelskálds fyrir heiti nýrrar bókabúðar í Hamraborg Menning „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Lífið Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum Lífið Skilnaður „ógeðslega erfitt fyrirbæri“ en til eru verkfæri sem hjálpa Lífið samstarf Er Ormstunga djarfasta sýning ársins? Gagnrýni Fleiri fréttir Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“