Allt á fullri ferð á Húsavík um helgina Vésteinn Örn Pétursson skrifar 26. júlí 2024 13:00 Páll Óskar tróð upp á Mærudögum síðasta árs. Búist er við allt að fjögur þúsund gestum á Húsavík um helgina, þegar bæjarhátíðin Mærudagar fer fram. Karnivalstemning og tónlistarveisla verður meðal þess sem hátíðargestir fá að njóta á Húsavíkurbryggju. Mærudagar á Húsavík eru haldnir á ári hverju síðustu helgina í júlí, en framkvæmdastjóri hátíðarinnar segir mikils að vænta um helgina. Hátíðin var sett í gær en í dag verða matarvagnar og tívolí á bryggjunni. „Þannig að það verður svona karnivalstemning á bryggjunni, ásamt því að við verðum með hrútasýningu, hrútaþukl, klukkan níu í kvöld. Svo verða alls konar skemmtilegir viðburðir, tónleikar og tvö böll. Allt að gerast í kvöld,“ segir Guðrún Huld Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Mærudaga. Aðaldagurinn verði svo á morgun. Þar verði vegleg barnadagskrá, með froðurennibraut og krakkahlaupi, svo eitthvað sé nefnt. Guðrún Huld er framkvæmdastjóri Mærudaga.Guðrún Huld Gunnarsdóttir „Svo erum við með fjögurra klukkutíma tónleikaveislu um kvöldið, Mærudagstónleika. Þá erum við með húsvísku prinsessuna okkar Birgittu Haukdal, ásamt Vidda frá Greifinum, Birni, Daniil, Færibandið og Einar Óla. Við erum með heilan helling af geggjaðri dagskrá.“ Búist er við allt að fjögur þúsund manns þegar mest lætur. Ekkert kostar inn á hátíðina, og því erfitt að mæla aðsóknina með nákvæmum hætti. Guðrún segir hátíðina gefa bæjarlífi Húsavíkur, sem sé vel sótt allt árið um kring, skemmtilegan brag. „Að hafa þessa hátíð á Húsavík gefur bænum enn meiri uppfyllingu og auglýsingu um hvað staðurinn er flottur,“ segir Guðrún. Fjöldi fólks kemur saman á bryggjunni á Húsavík, sem er aðalhátíðarsvæði Mærudaga. Norðurþing Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Superstore-leikari látinn Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Mærudagar á Húsavík eru haldnir á ári hverju síðustu helgina í júlí, en framkvæmdastjóri hátíðarinnar segir mikils að vænta um helgina. Hátíðin var sett í gær en í dag verða matarvagnar og tívolí á bryggjunni. „Þannig að það verður svona karnivalstemning á bryggjunni, ásamt því að við verðum með hrútasýningu, hrútaþukl, klukkan níu í kvöld. Svo verða alls konar skemmtilegir viðburðir, tónleikar og tvö böll. Allt að gerast í kvöld,“ segir Guðrún Huld Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Mærudaga. Aðaldagurinn verði svo á morgun. Þar verði vegleg barnadagskrá, með froðurennibraut og krakkahlaupi, svo eitthvað sé nefnt. Guðrún Huld er framkvæmdastjóri Mærudaga.Guðrún Huld Gunnarsdóttir „Svo erum við með fjögurra klukkutíma tónleikaveislu um kvöldið, Mærudagstónleika. Þá erum við með húsvísku prinsessuna okkar Birgittu Haukdal, ásamt Vidda frá Greifinum, Birni, Daniil, Færibandið og Einar Óla. Við erum með heilan helling af geggjaðri dagskrá.“ Búist er við allt að fjögur þúsund manns þegar mest lætur. Ekkert kostar inn á hátíðina, og því erfitt að mæla aðsóknina með nákvæmum hætti. Guðrún segir hátíðina gefa bæjarlífi Húsavíkur, sem sé vel sótt allt árið um kring, skemmtilegan brag. „Að hafa þessa hátíð á Húsavík gefur bænum enn meiri uppfyllingu og auglýsingu um hvað staðurinn er flottur,“ segir Guðrún. Fjöldi fólks kemur saman á bryggjunni á Húsavík, sem er aðalhátíðarsvæði Mærudaga.
Norðurþing Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Superstore-leikari látinn Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira