Hundur fyrir norðan var hætt kominn eftir fjörutíu mínútur í bíl Jón Þór Stefánsson skrifar 19. júlí 2024 16:24 Það getur verið hættulegt fyrir hunda að vera í heitum bíl þó það sé í skamma stund. Myndin er úr safni. Getty „Þetta er ekki bara eitthvað útlandavandamál,“ segir Elva Ágústsdóttir, dýralæknir hjá Dýraspítalanum Lögmannshlíð á Akureyri um ofhitnun hunda, en slíkt getur gerst á Íslandi þrátt fyrir að hitinn hér á landi sé talsvert lægri en erlendis. Á dögunum tóku þau hjá dýraspítalanum á móti labrador-tík sem hafði verið í heitum bíl í fjörutíu mínútur. Að sögn Elvu var hundurinn í lífshættu en sem betur fer virðist hafa jafnað sig að fullu eftir meðferð sem tók hálfan dag. „Hundurinn var kominn með yfir fjörutíu stiga hita og krampa og var bara næstum því dáinn,“ segir Elva. „Þessir hundar kæla sig bara niður með tungunni og önduninni, ekki eins og við sem svitnum og erum með alls konar kælikerfi í gangi. Þannig þegar umhverfi hundsins er komið yfir 35 stiga hita þá hitnar hann, hitnar og hitnar bara.“ Bílar hættulegastir Að sögn Elvu stafar mesta hættan í hitanum af bílum. „Bara ef það er hlýtt í veðri. Það þarf ekki að vera brjáluð sól þá hitnar bíll umtalsvert,“ segir hún. „Það má bara alls ekki skilja hunda eftir í bílunum á góðum sumardegi þegar sólin skín. Því bíllinn hitnar langt umfram hitastig hundsins.“ Mörg dæmi er um að hundar lendi illa í því í ofheitum bíl á Íslandi, og segir Elva að það hafi komið fyrir að hundur hafi dáið. „Þetta þarf bara að vera hálftími, klukkutími og hundurinn er kominn í alvarlega lífshættu í heitum bíl. Eðlilegt hitastig hunda er 38 til 38.5 gráður og í öllu umfram það þá bara hitnar hundurinn. Eins og allir vita má ekki skilja börn eftir í bíl. Þetta er bara nákvæmlega það sama.“ Þó að loftkælingin í bílnum sé lágt stillt nær það ekki endilega til hunds sem er í búri aftur í bílnum umkringt öðrum hlutum. Þá hjálpi rifa á rúðu lítið. Því sé um að gera að leyfa hundinum reglulega að fara úr bílnum, hreyfa sig smá, og fá vatn. Hundurinn er besti vinur mannsins. Hér má sjá rithöfundinn Ernest Hemingway, Hollywood-leikarann Gary Cooper, og veiðimanninn Taylor Williams árið 1940 ásamt veiðihundum.Lloyd Arnold/Getty Leikir og göngutúrar geti líka verið varasamir Elva segir þó að hundar geti einnig ofhitnað úti í sólinni á Íslandi. „Þeir gætu hafa verið í leik úti á lóð með krökkum eða í löngum göngutúr í heitu veðri og gengið fram af sér.“ Hundarnir kunni sér ekki takmörk í góðum leik. Elva minnir hundaeigendur á að vera með vatn meðferðis, og leyfa hundunum að hvíla sig í skugga. Lendi fólk í því að hundurinn þeirra ofhitni er fyrsta verk að kæla hundinn niður, og ef það er ekki að ganga þá segir Elva að fólk eigi að leita til dýralæknis þar sem dýrið fái viðeigandi meðferð. Dýr Akureyri Dýraheilbrigði Bílar Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Fleiri fréttir Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Sjá meira
Á dögunum tóku þau hjá dýraspítalanum á móti labrador-tík sem hafði verið í heitum bíl í fjörutíu mínútur. Að sögn Elvu var hundurinn í lífshættu en sem betur fer virðist hafa jafnað sig að fullu eftir meðferð sem tók hálfan dag. „Hundurinn var kominn með yfir fjörutíu stiga hita og krampa og var bara næstum því dáinn,“ segir Elva. „Þessir hundar kæla sig bara niður með tungunni og önduninni, ekki eins og við sem svitnum og erum með alls konar kælikerfi í gangi. Þannig þegar umhverfi hundsins er komið yfir 35 stiga hita þá hitnar hann, hitnar og hitnar bara.“ Bílar hættulegastir Að sögn Elvu stafar mesta hættan í hitanum af bílum. „Bara ef það er hlýtt í veðri. Það þarf ekki að vera brjáluð sól þá hitnar bíll umtalsvert,“ segir hún. „Það má bara alls ekki skilja hunda eftir í bílunum á góðum sumardegi þegar sólin skín. Því bíllinn hitnar langt umfram hitastig hundsins.“ Mörg dæmi er um að hundar lendi illa í því í ofheitum bíl á Íslandi, og segir Elva að það hafi komið fyrir að hundur hafi dáið. „Þetta þarf bara að vera hálftími, klukkutími og hundurinn er kominn í alvarlega lífshættu í heitum bíl. Eðlilegt hitastig hunda er 38 til 38.5 gráður og í öllu umfram það þá bara hitnar hundurinn. Eins og allir vita má ekki skilja börn eftir í bíl. Þetta er bara nákvæmlega það sama.“ Þó að loftkælingin í bílnum sé lágt stillt nær það ekki endilega til hunds sem er í búri aftur í bílnum umkringt öðrum hlutum. Þá hjálpi rifa á rúðu lítið. Því sé um að gera að leyfa hundinum reglulega að fara úr bílnum, hreyfa sig smá, og fá vatn. Hundurinn er besti vinur mannsins. Hér má sjá rithöfundinn Ernest Hemingway, Hollywood-leikarann Gary Cooper, og veiðimanninn Taylor Williams árið 1940 ásamt veiðihundum.Lloyd Arnold/Getty Leikir og göngutúrar geti líka verið varasamir Elva segir þó að hundar geti einnig ofhitnað úti í sólinni á Íslandi. „Þeir gætu hafa verið í leik úti á lóð með krökkum eða í löngum göngutúr í heitu veðri og gengið fram af sér.“ Hundarnir kunni sér ekki takmörk í góðum leik. Elva minnir hundaeigendur á að vera með vatn meðferðis, og leyfa hundunum að hvíla sig í skugga. Lendi fólk í því að hundurinn þeirra ofhitni er fyrsta verk að kæla hundinn niður, og ef það er ekki að ganga þá segir Elva að fólk eigi að leita til dýralæknis þar sem dýrið fái viðeigandi meðferð.
Dýr Akureyri Dýraheilbrigði Bílar Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Fleiri fréttir Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Sjá meira