Hefja viðgerðir á næstu dögum þrátt fyrir óvissuástand Tómas Arnar Þorláksson skrifar 16. júlí 2024 12:18 Töluvert þarf að gera í Grindavík til að tryggja öryggi. Vísir/Arnar Grindavíkurnefnd hyggst ráðast sem allra fyrst í framkvæmdir og viðgerðir í Grindavík svo að hægt verði að opna bæinn að fullu á nýjan leik þrátt fyrir óvissuástand á svæðinu. Árni Þór Sigurðsson, formaður nefndarinnar, kveðst vilja tryggja flóttaleiðir með viðgerðum á götum og stígum. Störf nefndarinnar hafi gengið vel síðan að nefndin tók til starfa þann fyrsta júní. „Við erum búnir að kynna aðgerðaráætlun sem gengur út á það að ráðast í viðgerðir á götum í Grindavík og fylla upp í sprungur og loka sprungum af og líka girða af hættulega staði til að gera bæinn eins öruggan og hægt er.“ Góð viðbrögð frá stjórnvöldum Nefndin kynnti áætlunina fyrir ríkisstjórninni í síðustu viku sem hafi tekið vel í fyrirætlanirnar og verið sammála um að leggja kapp á að tryggja öryggi í Grindavík svo íbúar geti snúið aftur þangað. „Almennt góð viðbrögð við því og mætti stuðningi hjá stjórnvöldum líka sem er mikilvægt. Þannig að vonandi verður hægt að fara í þetta bara núna á næstu dögum.“ Ekki gæt að bíða endalaust Árni segir mikilvægt að hefja viðgerðir sem fyrst þrátt fyrir óvissu ástand á svæðinu á meðan landris heldur áfram og búist er við öðru eldgosi á næstu vikum eða mánuðum. „Ef við ætluðum að bíða eftir því að öllu þessu væri lokið þá gætum við þurft að bíða ansi lengi og þá sé rétt að fara í viðgerðir núna á því sem hægt er og reyna að opna bæinn meira og glæða hann meira lífi.“ Sex til níu mánuðir Verkefnið gæti tekið allt að sex til níu mánuði í heild sinni en Árni segir of snemmt til að segja til um hvenær fólk getur dvalið í Grindavík. „Hvort það verður hægt að opna hann algerlega án takmarkanna það er nú kannski ekki alveg víst hvort það verði alveg strax en eftir því sem þessum framkvæmdum vindur fram og öryggi í bænum eykst þá verður auðvitað hægt að opna hann meira og vonandi gerist það á næstu vikum.“ Grindavík Vegagerð Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Innlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira
Árni Þór Sigurðsson, formaður nefndarinnar, kveðst vilja tryggja flóttaleiðir með viðgerðum á götum og stígum. Störf nefndarinnar hafi gengið vel síðan að nefndin tók til starfa þann fyrsta júní. „Við erum búnir að kynna aðgerðaráætlun sem gengur út á það að ráðast í viðgerðir á götum í Grindavík og fylla upp í sprungur og loka sprungum af og líka girða af hættulega staði til að gera bæinn eins öruggan og hægt er.“ Góð viðbrögð frá stjórnvöldum Nefndin kynnti áætlunina fyrir ríkisstjórninni í síðustu viku sem hafi tekið vel í fyrirætlanirnar og verið sammála um að leggja kapp á að tryggja öryggi í Grindavík svo íbúar geti snúið aftur þangað. „Almennt góð viðbrögð við því og mætti stuðningi hjá stjórnvöldum líka sem er mikilvægt. Þannig að vonandi verður hægt að fara í þetta bara núna á næstu dögum.“ Ekki gæt að bíða endalaust Árni segir mikilvægt að hefja viðgerðir sem fyrst þrátt fyrir óvissu ástand á svæðinu á meðan landris heldur áfram og búist er við öðru eldgosi á næstu vikum eða mánuðum. „Ef við ætluðum að bíða eftir því að öllu þessu væri lokið þá gætum við þurft að bíða ansi lengi og þá sé rétt að fara í viðgerðir núna á því sem hægt er og reyna að opna bæinn meira og glæða hann meira lífi.“ Sex til níu mánuðir Verkefnið gæti tekið allt að sex til níu mánuði í heild sinni en Árni segir of snemmt til að segja til um hvenær fólk getur dvalið í Grindavík. „Hvort það verður hægt að opna hann algerlega án takmarkanna það er nú kannski ekki alveg víst hvort það verði alveg strax en eftir því sem þessum framkvæmdum vindur fram og öryggi í bænum eykst þá verður auðvitað hægt að opna hann meira og vonandi gerist það á næstu vikum.“
Grindavík Vegagerð Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Innlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira