Logi Bergmann var tekinn Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 15. júlí 2024 14:24 Logi Bergmann féll á eigin bragði. Hann segist líða eins og kennara sem er stoltur af nemendum sínum. Vísir/Vilhelm Fjölmiðlamaðurinn Logi Bergmann Eiðsson, sem starfað hefur hjá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi síðastliðna átján mánuði, féll á eigin bragði þegar vinnufélagar hans ákvaðu að hrekkja hann með skemmtilegri kveðjugjöf á dögunum. Logi greinir frá athæfinu á Facebook. Undanfarið hafa myndir af ferðamönnum á Íslandi með ferðatösku með mynd af andliti Loga birst á samfélagsmiðlum. Margir hafa eflaust velt því fyrir sér hvaðan þeir hafa fengið myndina. Nú er ljóst að um vinnustaðahrekk var að ræða. Logi Bergmann og ferðataskan umdeilda.Facebook Logi og Svanhildur Hólm eiginkona hans eru að undirbúa brottför til Bandaríkjanna þar sem hún tekur við stöðu Sendiherra Íslands. Þegar Logi mætti í heimsókn í vinnuna tók á móti honum samskonar ferðataska á miðju gólfi sem kveðjugjöf frá vinnufélögum sínum. Logi hefur kennt samstarfsfólki sínu eitt og annað um góða hrekki síðastliðna mánuði. „Tekinn! Síðasta hálfa annað árið hef ég unnið hjá SFS og skemmt mér mjög vel. Skemmtileg vinna og frábærir vinnufélagar. Eins og gengur hef ég aðeins verið að hrekkja þau og reynt að kenna þeim vísindin á bak við góða hrekki. Svo kom að því. Ég kominn í sumarfrí, að undirbúa brottför til Bandaríkjanna, og það fara að birtast á Facebook myndir af furðulegum töskum út um allan bæ. Meira að segja fréttir í fjölmiðlum. Ég er náttúrlega mjög hógvær maður þannig að ég gerði ekki ráð fyrir að töskur með þessari ágætu mynd væru fjöldaframleiddar. Svo fer ég í heimsókn til vina minna í vinnunni og hvað er þar á miðju gólfi annað en þessi helvítis taska! Þau pöntuðu þetta sem kveðjugjöf og ákváðu að búa til skemmtilegan hrekk. Mér líður eins og kennara sem er stoltur af nemendum sínum. Í mörg ár hef ég haldið fyrirlestra um hrekki á vinnustöðum og þessi verður í næsta fyrirlestri! Það var mikil vinna á bak við þetta, miklar pælingar og í því felst væntumþykja sem ég kann að meta. Stundum er nefnilega fínt að vera tekinn,“ skrifar Logi Bergmann við færsluna. „Vissi ekki að Logi Bergmann væri geitin í Asíu,“ segir í færslu á samfélagsmiðlinum X á dögunum. Vissi ekki að Logi Bergmann væri geitin í Asíu. pic.twitter.com/8XpkkJZNU2— * Ronni TÜRBO Gonni * (@ronniturbogonni) July 12, 2024 Ferðalög Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Lífið Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Bakslag í veikindi Valgeirs Lífið Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Lífið „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Einn heitasti plötusnúður í heimi á leið til landsins Tónlist Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Lífið Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Lífið Nauðsynlegt að gera upp fortíðina Tónlist Fleiri fréttir Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Sjá meira
Undanfarið hafa myndir af ferðamönnum á Íslandi með ferðatösku með mynd af andliti Loga birst á samfélagsmiðlum. Margir hafa eflaust velt því fyrir sér hvaðan þeir hafa fengið myndina. Nú er ljóst að um vinnustaðahrekk var að ræða. Logi Bergmann og ferðataskan umdeilda.Facebook Logi og Svanhildur Hólm eiginkona hans eru að undirbúa brottför til Bandaríkjanna þar sem hún tekur við stöðu Sendiherra Íslands. Þegar Logi mætti í heimsókn í vinnuna tók á móti honum samskonar ferðataska á miðju gólfi sem kveðjugjöf frá vinnufélögum sínum. Logi hefur kennt samstarfsfólki sínu eitt og annað um góða hrekki síðastliðna mánuði. „Tekinn! Síðasta hálfa annað árið hef ég unnið hjá SFS og skemmt mér mjög vel. Skemmtileg vinna og frábærir vinnufélagar. Eins og gengur hef ég aðeins verið að hrekkja þau og reynt að kenna þeim vísindin á bak við góða hrekki. Svo kom að því. Ég kominn í sumarfrí, að undirbúa brottför til Bandaríkjanna, og það fara að birtast á Facebook myndir af furðulegum töskum út um allan bæ. Meira að segja fréttir í fjölmiðlum. Ég er náttúrlega mjög hógvær maður þannig að ég gerði ekki ráð fyrir að töskur með þessari ágætu mynd væru fjöldaframleiddar. Svo fer ég í heimsókn til vina minna í vinnunni og hvað er þar á miðju gólfi annað en þessi helvítis taska! Þau pöntuðu þetta sem kveðjugjöf og ákváðu að búa til skemmtilegan hrekk. Mér líður eins og kennara sem er stoltur af nemendum sínum. Í mörg ár hef ég haldið fyrirlestra um hrekki á vinnustöðum og þessi verður í næsta fyrirlestri! Það var mikil vinna á bak við þetta, miklar pælingar og í því felst væntumþykja sem ég kann að meta. Stundum er nefnilega fínt að vera tekinn,“ skrifar Logi Bergmann við færsluna. „Vissi ekki að Logi Bergmann væri geitin í Asíu,“ segir í færslu á samfélagsmiðlinum X á dögunum. Vissi ekki að Logi Bergmann væri geitin í Asíu. pic.twitter.com/8XpkkJZNU2— * Ronni TÜRBO Gonni * (@ronniturbogonni) July 12, 2024
Ferðalög Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Lífið Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Bakslag í veikindi Valgeirs Lífið Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Lífið „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Einn heitasti plötusnúður í heimi á leið til landsins Tónlist Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Lífið Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Lífið Nauðsynlegt að gera upp fortíðina Tónlist Fleiri fréttir Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Sjá meira