Logi Bergmann var tekinn Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 15. júlí 2024 14:24 Logi Bergmann féll á eigin bragði. Hann segist líða eins og kennara sem er stoltur af nemendum sínum. Vísir/Vilhelm Fjölmiðlamaðurinn Logi Bergmann Eiðsson, sem starfað hefur hjá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi síðastliðna átján mánuði, féll á eigin bragði þegar vinnufélagar hans ákvaðu að hrekkja hann með skemmtilegri kveðjugjöf á dögunum. Logi greinir frá athæfinu á Facebook. Undanfarið hafa myndir af ferðamönnum á Íslandi með ferðatösku með mynd af andliti Loga birst á samfélagsmiðlum. Margir hafa eflaust velt því fyrir sér hvaðan þeir hafa fengið myndina. Nú er ljóst að um vinnustaðahrekk var að ræða. Logi Bergmann og ferðataskan umdeilda.Facebook Logi og Svanhildur Hólm eiginkona hans eru að undirbúa brottför til Bandaríkjanna þar sem hún tekur við stöðu Sendiherra Íslands. Þegar Logi mætti í heimsókn í vinnuna tók á móti honum samskonar ferðataska á miðju gólfi sem kveðjugjöf frá vinnufélögum sínum. Logi hefur kennt samstarfsfólki sínu eitt og annað um góða hrekki síðastliðna mánuði. „Tekinn! Síðasta hálfa annað árið hef ég unnið hjá SFS og skemmt mér mjög vel. Skemmtileg vinna og frábærir vinnufélagar. Eins og gengur hef ég aðeins verið að hrekkja þau og reynt að kenna þeim vísindin á bak við góða hrekki. Svo kom að því. Ég kominn í sumarfrí, að undirbúa brottför til Bandaríkjanna, og það fara að birtast á Facebook myndir af furðulegum töskum út um allan bæ. Meira að segja fréttir í fjölmiðlum. Ég er náttúrlega mjög hógvær maður þannig að ég gerði ekki ráð fyrir að töskur með þessari ágætu mynd væru fjöldaframleiddar. Svo fer ég í heimsókn til vina minna í vinnunni og hvað er þar á miðju gólfi annað en þessi helvítis taska! Þau pöntuðu þetta sem kveðjugjöf og ákváðu að búa til skemmtilegan hrekk. Mér líður eins og kennara sem er stoltur af nemendum sínum. Í mörg ár hef ég haldið fyrirlestra um hrekki á vinnustöðum og þessi verður í næsta fyrirlestri! Það var mikil vinna á bak við þetta, miklar pælingar og í því felst væntumþykja sem ég kann að meta. Stundum er nefnilega fínt að vera tekinn,“ skrifar Logi Bergmann við færsluna. „Vissi ekki að Logi Bergmann væri geitin í Asíu,“ segir í færslu á samfélagsmiðlinum X á dögunum. Vissi ekki að Logi Bergmann væri geitin í Asíu. pic.twitter.com/8XpkkJZNU2— * Ronni TÜRBO Gonni * (@ronniturbogonni) July 12, 2024 Ferðalög Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Lífið Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Fleiri fréttir Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Sjá meira
Undanfarið hafa myndir af ferðamönnum á Íslandi með ferðatösku með mynd af andliti Loga birst á samfélagsmiðlum. Margir hafa eflaust velt því fyrir sér hvaðan þeir hafa fengið myndina. Nú er ljóst að um vinnustaðahrekk var að ræða. Logi Bergmann og ferðataskan umdeilda.Facebook Logi og Svanhildur Hólm eiginkona hans eru að undirbúa brottför til Bandaríkjanna þar sem hún tekur við stöðu Sendiherra Íslands. Þegar Logi mætti í heimsókn í vinnuna tók á móti honum samskonar ferðataska á miðju gólfi sem kveðjugjöf frá vinnufélögum sínum. Logi hefur kennt samstarfsfólki sínu eitt og annað um góða hrekki síðastliðna mánuði. „Tekinn! Síðasta hálfa annað árið hef ég unnið hjá SFS og skemmt mér mjög vel. Skemmtileg vinna og frábærir vinnufélagar. Eins og gengur hef ég aðeins verið að hrekkja þau og reynt að kenna þeim vísindin á bak við góða hrekki. Svo kom að því. Ég kominn í sumarfrí, að undirbúa brottför til Bandaríkjanna, og það fara að birtast á Facebook myndir af furðulegum töskum út um allan bæ. Meira að segja fréttir í fjölmiðlum. Ég er náttúrlega mjög hógvær maður þannig að ég gerði ekki ráð fyrir að töskur með þessari ágætu mynd væru fjöldaframleiddar. Svo fer ég í heimsókn til vina minna í vinnunni og hvað er þar á miðju gólfi annað en þessi helvítis taska! Þau pöntuðu þetta sem kveðjugjöf og ákváðu að búa til skemmtilegan hrekk. Mér líður eins og kennara sem er stoltur af nemendum sínum. Í mörg ár hef ég haldið fyrirlestra um hrekki á vinnustöðum og þessi verður í næsta fyrirlestri! Það var mikil vinna á bak við þetta, miklar pælingar og í því felst væntumþykja sem ég kann að meta. Stundum er nefnilega fínt að vera tekinn,“ skrifar Logi Bergmann við færsluna. „Vissi ekki að Logi Bergmann væri geitin í Asíu,“ segir í færslu á samfélagsmiðlinum X á dögunum. Vissi ekki að Logi Bergmann væri geitin í Asíu. pic.twitter.com/8XpkkJZNU2— * Ronni TÜRBO Gonni * (@ronniturbogonni) July 12, 2024
Ferðalög Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Lífið Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Fleiri fréttir Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Sjá meira