Leysingar hugsanleg orsök E.coli bakteríu Jón Ísak Ragnarsson skrifar 14. júlí 2024 12:46 E-coli baktería greindist í einu sýni úr neysluvatni á Siglufirði í gær. Tekin voru fleiri sýni í kjölfarið. Vísir/Egill E.coli baktería greindist í einu sýni Heilbrigðiseftirlitsins á neysluvatni sem tekið var í íbúðarhúsi á Siglufirði í gær. Í kjölfarið voru fjögur sýni tekin til viðbótar, og er niðurstaðna að vænta úr þeim á morgun. Heilbrigðisfulltrúi segir að erfitt sé að vera með vangaveltur þegar maður hefur ekki heildarmyndina fyrir framan sig. Íbúar eru hvattir til að sjóða vatn fyrir neyslu. Sigurjón Þórðarson, heilbrigðisfulltrúi hjá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands vestra, segist vona að bakterían hafi fundist vegna mikilla leysinga í vatninu, en erfitt sé að vera með vangaveltur um orsakir og hugsanlegar lausnir áður en niðurstöður úr hinum sýnatökunum berast á morgun. Niðurstöður á morgun „Ég er nú að vonast til þess að þetta hafi mögulega einungis verið vegna þess að það hafi verið leysingar í vatninu og að geislabúnaðurinn sem hreinsar vatnið hafi ekki virkað sem skyldi. En við sjáum bara hvað niðurstöðurnar leiða í ljós í fyrramálið,“ segir Sigurjón. Hugsanlega þurfi að bregðast við með betri síunarbúnaði og þess háttar, en það fari bara eftir því hverjar niðurstöðurnar verða úr sýnatökunum á morgun. „Það var þarna eitt vatnsból sem var viðkvæmt og ekki með útfjólubláu ljósi á, en það hefur verið lagt af,“ segir Sigurjón. Unnið verði að úrbótum ef þörf krefur Málið verði skoðað í vikunni og unnið hratt og vel af Siglufjarðarbæ þegar niðurstöðurnar eru komnar. Hann ítrekar að erfitt sé að vera með miklar vangaveltur út frá þessu eina sýni. Ákvörðun hafi verið tekin um að gefa út viðvörun í varúðarskyni. Sjálfsagt sé að hafa varann á sér, sérstaklega fyrir þá sem eru með skert ónæmiskerfi. Fjallabyggð Heilbrigðiseftirlit Tengdar fréttir Sjóða þurfi neysluvatn á Siglufirði vegna E.coli E.coli baktería greindist í sýni Heilbrigðiseftirlitsins á neysluvatni sem tekið var í íbúðarhúsi á Siglufirði í gær. 13. júlí 2024 21:27 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Fleiri fréttir Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir Sjá meira
Sigurjón Þórðarson, heilbrigðisfulltrúi hjá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands vestra, segist vona að bakterían hafi fundist vegna mikilla leysinga í vatninu, en erfitt sé að vera með vangaveltur um orsakir og hugsanlegar lausnir áður en niðurstöður úr hinum sýnatökunum berast á morgun. Niðurstöður á morgun „Ég er nú að vonast til þess að þetta hafi mögulega einungis verið vegna þess að það hafi verið leysingar í vatninu og að geislabúnaðurinn sem hreinsar vatnið hafi ekki virkað sem skyldi. En við sjáum bara hvað niðurstöðurnar leiða í ljós í fyrramálið,“ segir Sigurjón. Hugsanlega þurfi að bregðast við með betri síunarbúnaði og þess háttar, en það fari bara eftir því hverjar niðurstöðurnar verða úr sýnatökunum á morgun. „Það var þarna eitt vatnsból sem var viðkvæmt og ekki með útfjólubláu ljósi á, en það hefur verið lagt af,“ segir Sigurjón. Unnið verði að úrbótum ef þörf krefur Málið verði skoðað í vikunni og unnið hratt og vel af Siglufjarðarbæ þegar niðurstöðurnar eru komnar. Hann ítrekar að erfitt sé að vera með miklar vangaveltur út frá þessu eina sýni. Ákvörðun hafi verið tekin um að gefa út viðvörun í varúðarskyni. Sjálfsagt sé að hafa varann á sér, sérstaklega fyrir þá sem eru með skert ónæmiskerfi.
Fjallabyggð Heilbrigðiseftirlit Tengdar fréttir Sjóða þurfi neysluvatn á Siglufirði vegna E.coli E.coli baktería greindist í sýni Heilbrigðiseftirlitsins á neysluvatni sem tekið var í íbúðarhúsi á Siglufirði í gær. 13. júlí 2024 21:27 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Fleiri fréttir Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir Sjá meira
Sjóða þurfi neysluvatn á Siglufirði vegna E.coli E.coli baktería greindist í sýni Heilbrigðiseftirlitsins á neysluvatni sem tekið var í íbúðarhúsi á Siglufirði í gær. 13. júlí 2024 21:27
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent