Íslensk stökkbreyting þrefaldar áhættu á skjaldkirtilssjúkdómi Jón Ísak Ragnarsson skrifar 12. júlí 2024 18:48 Kári Stefánsson forstjóri ÍE, og síðasti höfundur á greininni, með Sædísi Sævarsdóttur, fyrsta höfundi á greininni. Íslensk Erfðagreining Vísindamenn Íslenskrar erfðagreiningar og samstarfsfólk þeirra hafa fundið erfðabreytileika í LAG-3 geninu sem meira en þrefaldar áhættuna á því að fá sjálfsónæmissjúkdóm í skjaldkirtil. Tveir erfðabreytileikar fundust sem auka áhættuna mest, og finnast þeir bara á Íslandi og í Finnlandi. Sjálfsónæmi í skjaldkirtli er algengasti sjálfsónæmissjúkdómurinn, en fimm prósent fólks fær hann einhvern tímann á lífsleiðinni. Sjúkdómurinn lýsir sér oftast í vanvirkum skjaldkirtli en stundum í ofvirkum skjaldkirtli, og leiðir gjarnan til ævilangrar meðferðar með skjaldkirtilshormóni. Skoðuðu gögn frá Íslandi, Bretlandi, Bandaríkjunum og Finnlandi Í rannsókninni voru afgerðargögn skoðuð frá ÍE, Bandaríkjunum, Finnlandi og Bretlandi. Rúmlega 110 þúsund einstaklingar með skjaldkirtilssjúkdóm voru bornir saman við 1,1 milljón einstaklinga án hans. Alls fundust 290 erfðabreytileikar sem tengjast sjúkdómnum, þar af 115 sem ekki var vitað af áður. Tveir þessara erfðabreytileika auka áhættuna mest, en þeir finnast bara í Finnlandi og á Íslandi. Í frétt ÍE segir að fundurinn sýni styrk þess að rannsaka þjóðir sem hafa áður verið einangraðar, til að finna sjaldgæfa erfðabreytileika sem tengjast mikilli sjúkdómshættu. Erfðabreytileikarnir tveir eru í geninu sem tjáir LAG-3 viðtakann sem er lífmark eins af þeim lyfjum sem ræsa ónæmiskerfið gegn krabbameini, svokölluðum varðstöðvahemlum. Íslenski erfðabreytileikinn meira en þrefaldar áhættu á sjálfsónæmi í skjaldkirtli Þeir sem eru með þennan íslenska erfðabreytileika eru með helmingi lægri styrk af LAG-3 próteininu í blóði samanborið við þá sem ekki hafa hann. Þannig þrefaldar hann áhættu á sjálfsónæmi í skjaldkirtli, en hann býr til nýjan startkóða fyrir próteintjáningu, og leiðir til minni getu til að tjá LAG-3 genið í ónæmisfrumum. Erfðabreytileikinn hefur þannig sambærileg áhrif og aukaverkanir ýmissa lyfja eins og krabbameinslyfja, sem hemja LAG-3 viðtakann. Skjaldkirtill er lítill kirtill sem er staðsettur neðarlega í framanverðum hálsi. Hann er innkirtill og seytir hormónum beint í blóðrásina.Getty Þrír einstaklingar fundust sem reyndust vera arfhreinir fyrir erfðabreytileikann, og allir voru þeir með sjálfsónæmi í skjaldkirtli. Einn þeirra var einnig með tvo aðra sjálfónæmissjúkdóma, vitiligo og týpu 1 sykursýki. Erfðabreytileikinn reyndist einnig fimmfalda áhættuna á vitiligo. Vanvirkur skjaldkirtill og Vitiligo eru þekktar aukaverkanir ýmissa lyfja, sem hemja LAG-3 genið. Um 500 Íslendingar með erfðabreytileikann Sædís Sævarsdóttir, fyrsti höfundur greinarinnar, segir að tíðni erfðabreytileikans sé um 0,13 prósent, og því beri hann um 500 Íslendingar. Hún segir að fundurinn gæti hjálpað til við að þróa lyfjameðferð. „Þessi stökkbreyting er í raun að hafa svipuð áhrif og aukaverkanir af krabbameinslyfjum sem kallast checkpoint inhibitors. Þessi fundur er kannski frekar að benda okkur á meðferðarleiðir frekar en eitthvað til að skima fyrir eða svoleiðis,“ segir Sædís. Dæmi séu um aðra varðstöðvarhemla þar sem lyf í gigtarlækningum virkja þá, en lyf í krabbameinslækningum hemja þá. Nú séu lyfjarannsóknir í gangi sem að í raun og veru virkja þetta LAG-3 prótín sem stökkbreytingin er í, og virkja þannig öfugt við krabbameinslyfin sem hemja það. Sjá nánar í tilkynningu ÍE. Íslensk erfðagreining Vísindi Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Fleiri fréttir Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Sjá meira
Sjálfsónæmi í skjaldkirtli er algengasti sjálfsónæmissjúkdómurinn, en fimm prósent fólks fær hann einhvern tímann á lífsleiðinni. Sjúkdómurinn lýsir sér oftast í vanvirkum skjaldkirtli en stundum í ofvirkum skjaldkirtli, og leiðir gjarnan til ævilangrar meðferðar með skjaldkirtilshormóni. Skoðuðu gögn frá Íslandi, Bretlandi, Bandaríkjunum og Finnlandi Í rannsókninni voru afgerðargögn skoðuð frá ÍE, Bandaríkjunum, Finnlandi og Bretlandi. Rúmlega 110 þúsund einstaklingar með skjaldkirtilssjúkdóm voru bornir saman við 1,1 milljón einstaklinga án hans. Alls fundust 290 erfðabreytileikar sem tengjast sjúkdómnum, þar af 115 sem ekki var vitað af áður. Tveir þessara erfðabreytileika auka áhættuna mest, en þeir finnast bara í Finnlandi og á Íslandi. Í frétt ÍE segir að fundurinn sýni styrk þess að rannsaka þjóðir sem hafa áður verið einangraðar, til að finna sjaldgæfa erfðabreytileika sem tengjast mikilli sjúkdómshættu. Erfðabreytileikarnir tveir eru í geninu sem tjáir LAG-3 viðtakann sem er lífmark eins af þeim lyfjum sem ræsa ónæmiskerfið gegn krabbameini, svokölluðum varðstöðvahemlum. Íslenski erfðabreytileikinn meira en þrefaldar áhættu á sjálfsónæmi í skjaldkirtli Þeir sem eru með þennan íslenska erfðabreytileika eru með helmingi lægri styrk af LAG-3 próteininu í blóði samanborið við þá sem ekki hafa hann. Þannig þrefaldar hann áhættu á sjálfsónæmi í skjaldkirtli, en hann býr til nýjan startkóða fyrir próteintjáningu, og leiðir til minni getu til að tjá LAG-3 genið í ónæmisfrumum. Erfðabreytileikinn hefur þannig sambærileg áhrif og aukaverkanir ýmissa lyfja eins og krabbameinslyfja, sem hemja LAG-3 viðtakann. Skjaldkirtill er lítill kirtill sem er staðsettur neðarlega í framanverðum hálsi. Hann er innkirtill og seytir hormónum beint í blóðrásina.Getty Þrír einstaklingar fundust sem reyndust vera arfhreinir fyrir erfðabreytileikann, og allir voru þeir með sjálfsónæmi í skjaldkirtli. Einn þeirra var einnig með tvo aðra sjálfónæmissjúkdóma, vitiligo og týpu 1 sykursýki. Erfðabreytileikinn reyndist einnig fimmfalda áhættuna á vitiligo. Vanvirkur skjaldkirtill og Vitiligo eru þekktar aukaverkanir ýmissa lyfja, sem hemja LAG-3 genið. Um 500 Íslendingar með erfðabreytileikann Sædís Sævarsdóttir, fyrsti höfundur greinarinnar, segir að tíðni erfðabreytileikans sé um 0,13 prósent, og því beri hann um 500 Íslendingar. Hún segir að fundurinn gæti hjálpað til við að þróa lyfjameðferð. „Þessi stökkbreyting er í raun að hafa svipuð áhrif og aukaverkanir af krabbameinslyfjum sem kallast checkpoint inhibitors. Þessi fundur er kannski frekar að benda okkur á meðferðarleiðir frekar en eitthvað til að skima fyrir eða svoleiðis,“ segir Sædís. Dæmi séu um aðra varðstöðvarhemla þar sem lyf í gigtarlækningum virkja þá, en lyf í krabbameinslækningum hemja þá. Nú séu lyfjarannsóknir í gangi sem að í raun og veru virkja þetta LAG-3 prótín sem stökkbreytingin er í, og virkja þannig öfugt við krabbameinslyfin sem hemja það. Sjá nánar í tilkynningu ÍE.
Íslensk erfðagreining Vísindi Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Fleiri fréttir Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Sjá meira