Lífið

Erna Mist og Þor­leifur eiga von á barni

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Þorleifur Örn og Erna Mist fjölga mannkyninu á næsta ári. 
Þorleifur Örn og Erna Mist fjölga mannkyninu á næsta ári.  Samsett/Þjóðleikhúsið/Vísir/Einar

Erna Mist Yamagata listakona og Þorleifur Örn Arnarsson leikstjóri eiga von á barni saman.

Gleðitíðindin staðfestir Erna Mist í samtali við fréttastofu. Hún á von á sér í janúar á næsta ári. 

Greint var frá því að Erna Mist og Þorleifur Örn væru nýtt par í upphafi þessar árs. Tuttugu ára aldursmunur þeirra vakti athygli, hann er fæddur 1978 og hún 1998. 

Erna Mist hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir málverk sín undanfarin ár. Þá hafa pistlaskrif hennar hér á Vísi sömuleiðis vakið athygli.

Þorleifur Örn hefur verið einn fremsti leikstjóri Íslands undanfarin áratug og hlotið mikið lof fyrir sýningar sínar hérlendis, í Þýskalandi og víðar. Nýjasta sýning hans, Edda, var jólasýning Þjóðleikhússins á síðasta ári en þar áður hefur hann sett upp sýningar á borð við Rómeo og Júlíu, Guð blessi Ísland og Njálu.


Fleiri fréttir

Sjá meira


×