Tónlist

Iceguys dansandi í hand­járnum

Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar
Iceguys strákarnir voru í handjárnum í tökum fyrir eitthvað spennandi.
Iceguys strákarnir voru í handjárnum í tökum fyrir eitthvað spennandi. Instagram stories

Það er mikið um að vera hjá strákasveitinni Iceguys ef marka má Instagram hjá meðlimunum síðastliðna daga. Þar hafa þeir meðal annars gefið til kynna að von sé á nýju efni úr smiðju strákanna 19. júlí næstkomandi. 

Meðlimir Iceguys eru auðvitað kanónurnar Herra Hnetusmjör, Friðrik Dór, Aron Can, Jón Jónsson og Rúrik Gíslason. Þeir hafa nú þegar gefið út sjónvarpsseríuna Iceguys ásamt nokkrum smellum á borð við lagið Krumla. 

Hér má sjá tónlistarmyndbandið við það en danshöfundurinn Stella Rósenkranz hefur séð um að semja dansana fyrir strákana: 

Strákarnir hafa verið í tökum undanfarna daga en Rúrik, sem er búsettur í Þýskalandi, flaug beint á vit ævintýranna að tökum loknum. 

Rúrik fór beint á vit ævintýranna að loknum tökum.Instagram stories @rurikgislason

Í svokölluðum stories á Instagram hjá strákunum má meðal annars sjá stóran hóp fólks með þeim að dansa, strákana í förðun og strákana standa saman í röð í handjárnum. Á einni mynd stendur svo: „@iceguysforlife 19. júlí!“. 

Aðdáendur Iceguys geta því beðið spenntir eftir 19. júlí en út frá Instagram má gera ráð fyrir að þá gefi þeir út nýtt lag og tónlistarmyndband. 

Aðdáendur Iceguys geta beðið spenntir eftir nýju efni 19. júlí.Instagram stories @rurikgislason
Förðunarfræðingurinn Kolbrún Anna Vignisdóttir gerir strákana sæta á meðan að Jón Jónsson syngur og spilar á gítar. Kolbrún Anna vann meðal annars með strákunum að fyrstu sjónvarpsseríu Iceguys.Instagram stories @rurikgislason
Tökum á nýju verkefni Iceguys lauk í gær.Instagram stories @rurikgislason

Tengdar fréttir

Konan á bak við Iceguys dansana

Dansarinn og danshöfundurinn Stella Rósenkranz hefur komið víða að í skemmtanabransanum og unnið með fjölbreyttum hópi tónlistarfólks. Hún er kóreógrafer hjá strákasveitinni Iceguys og manneskjan á bak við vinsælu danssporin í laginu Krumla.


Fleiri fréttir

Sjá meira


×