Alvarleg vanskil aukast og hryllingur í Úkraínu Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. júlí 2024 18:01 Margrét Helga Erlingsdóttir les fréttirnar í kvöld sem eru í opinni í dagskrá. Merki eru um að vanskil heimila og fyrirtækja fari vaxandi. Alvarleg vanskil fyrirtækja hafa aukist á þessu ári samkvæmt gögnum frá innheimtufyrirtækinu Motus. Þróunin er möguleg vísbending um að víðtækari fjárhagsvandi sé framundan í efnahagslífinu. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30. Þá sýnum við myndir frá umfangsmiklum og mannskæðum árásum Rússa í Úkraínu í dag. Á fjórða tug létust á árásunum, þar af að minnsta kosti fimm í árás á stærsta barnaspítala Úkraínu. Fólks er enn leitað í rústum spítalans og Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kemur saman á neyðarfundi vegna árásarinnar á morgun. Formaður atvinnuveganefndar segir það ekki tortryggilegt að hann eigi hlut í félagi sem keypt var af Kaupfélagi Skagfirðinga, á grundvelli nýsamþykktra búvörulaga sem tekin voru fyrir í nefndinni. Þingmaður Viðreisnar segir nefndina hafa tekið gríðarmikilvægt vopn úr höndum neytenda. Við ræðum einnig við utanríkisráðherra sem er á leið á afmælisleiðtogafund Atlantshafsbandalagsins í Washington. Þá verðum við í beinni útsendingu frá umferðareyju í Vesturbænum, sem rataði í fréttir um helgina eftir að ölvaður ökumaður ók hana niður. Við ræðum við verkfræðing hjá Vegagerðinni sem ætlar að segja okkur frá hugmyndinni á bak við framkvæmdina, sem hefur sætt talsverðri gagnrýni. Þá hittum við göngugarpinn Reyni Pétur á Sólheimum, sem er kominn með gangráð og fer flestra sinna ferða nú á hjóli eða rafskutlu, og loks verðum við í beinni útsendingu frá Íslandsmeistaramótinu í svokölluðu kappflugi. Í sportinu hittum við knattspyrnukappann Guðmund Þórarinsson, sem er nýbúinn að semja við lið í Armeníu. Hann segir að á lokametrum ferilsins skipti peningar að sjálfsögðu máli. Kvöldfréttir Stöðvar 2 Mest lesið Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Sjá meira
Þá sýnum við myndir frá umfangsmiklum og mannskæðum árásum Rússa í Úkraínu í dag. Á fjórða tug létust á árásunum, þar af að minnsta kosti fimm í árás á stærsta barnaspítala Úkraínu. Fólks er enn leitað í rústum spítalans og Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kemur saman á neyðarfundi vegna árásarinnar á morgun. Formaður atvinnuveganefndar segir það ekki tortryggilegt að hann eigi hlut í félagi sem keypt var af Kaupfélagi Skagfirðinga, á grundvelli nýsamþykktra búvörulaga sem tekin voru fyrir í nefndinni. Þingmaður Viðreisnar segir nefndina hafa tekið gríðarmikilvægt vopn úr höndum neytenda. Við ræðum einnig við utanríkisráðherra sem er á leið á afmælisleiðtogafund Atlantshafsbandalagsins í Washington. Þá verðum við í beinni útsendingu frá umferðareyju í Vesturbænum, sem rataði í fréttir um helgina eftir að ölvaður ökumaður ók hana niður. Við ræðum við verkfræðing hjá Vegagerðinni sem ætlar að segja okkur frá hugmyndinni á bak við framkvæmdina, sem hefur sætt talsverðri gagnrýni. Þá hittum við göngugarpinn Reyni Pétur á Sólheimum, sem er kominn með gangráð og fer flestra sinna ferða nú á hjóli eða rafskutlu, og loks verðum við í beinni útsendingu frá Íslandsmeistaramótinu í svokölluðu kappflugi. Í sportinu hittum við knattspyrnukappann Guðmund Þórarinsson, sem er nýbúinn að semja við lið í Armeníu. Hann segir að á lokametrum ferilsins skipti peningar að sjálfsögðu máli.
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Mest lesið Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Sjá meira