Sofnaði eftir fjórtán mínútna akstur og olli banaslysi Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 28. júní 2024 10:38 Yfirlitsmynd af slysstað. Rannsóknarnefnd samgönguslysa Erlend kona á ferð um landið lést í alvarlegu umferðarslysi á Snæfellsnesvegi norðan Hítarár þegar þegar annar erlendur ferðamaður sem ók Nissan-bifreið úr gagnstæðri átt sofnaði við akstur, ók yfir á rangan vegahelming og framan á húsbílinn. Ökumaðurinn sem sofnaði og olli slysinu hafði verið við stýrið í fjórtán mínútur þegar slysið varð. Að eigin sögn hafði hann lítið sofið í aðdraganda slyssins og fann fyrir þreytu. Hann hafi íhugað að fá farþega í framsæti til að taka við akstrinum en vegurinn hafi verið þröngur og hann ekki fundið stað þar sem öruggt væri að stöðva bílinn. Fékk engar upplýsingar um akstur á Íslandi Í Fiat-húsbílnum var ökumaður ásamt þremur farþegum. Ökumaðurinn og farþegi í framsæti voru spenntir í öryggisbelti en farþeginn í aftursæti sem lést var ekki spenntur í öryggisbelti. Óvíst er um öryggisbeltanotkun hins farþegans. Farþegi í aftursæti hlaut alvarlega áverka og var fluttur á sjúkrahús með þyrlu Landhelgisgæslunnar en ökumaður og farþegi í framsæti með sjúkrabíl. Ekið var framan á fólksbíl af gerðinni Fiat WeinRannsóknarnefnd samgönguslysa Í Nissan-bílnum var ökumaður ásamt tveimur farþegum. Allir voru spenntir í öryggisbelti. Farþegi í aftursæti hlaut alvarlega áverka og var fluttur á sjúkrahús með þyrlu ásamt farþega í framsæti. Ökumaðurinn slasaðist minna og var fluttur af vettvangi með sjúkrabíl. Í skýrslu frá Rannsóknarnefnd samgönguslysa kemur fram að ökumaður Nissan-bifreiðarinnar hafi komið til Íslands með flugi snemma dags fimmtánda júlí 2023, sem sagt tveimur dögum áður en að slysið varð. Að eigin sögn kom enginn starfsmaður að afhendingu bifreiðarinnar og hann kannaðist ekki við að hafa fengið upplýsingar um akstur á Íslandi frá bílaleigunni. Illa sofinn fyrir aksturinn Hann hafi sofið lítið á þeim tveimur dögum sem hnan hefði dvalið á Íslandi. Einnig hafi hann unnið mikið og sofið lítið vikuna fyrir Íslandsferðina. Daginn sem slysið varð hafi ökumaðurinn vaknað um klukkan sex að morgni og hann og samferðarfólk hans lögðu af stað frá Reykjavík um hálf tíu. Ökumaður tók við akstrinum hálf eitt eða um fjórtán mínútum áður en slysið varð. Nissan-bifreiðin sem ekið var á öfugan vegarhelming með þeim afleiðingum að farþegi húsbíls lést.Rannsóknarnefnd samgönguslysa Rannsóknarnefnd komst að þeirri niðurstöðu að meginorsök slyssins hafi verið sú að ökumaður Nissan-bifreiðarinnar hafi sofnað við aksturinn, ekið yfir á öfugan vegarhelming og framan á Fiat-húsbílinn. Breidd bundna slitlagsins undir veginum hafi þó einnig verið undir því sem gildandi hönnunarreglur Vegagerðarinnar segja til um. Samgönguslys Bílar Dalabyggð Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Fleiri fréttir Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum Sjá meira
Ökumaðurinn sem sofnaði og olli slysinu hafði verið við stýrið í fjórtán mínútur þegar slysið varð. Að eigin sögn hafði hann lítið sofið í aðdraganda slyssins og fann fyrir þreytu. Hann hafi íhugað að fá farþega í framsæti til að taka við akstrinum en vegurinn hafi verið þröngur og hann ekki fundið stað þar sem öruggt væri að stöðva bílinn. Fékk engar upplýsingar um akstur á Íslandi Í Fiat-húsbílnum var ökumaður ásamt þremur farþegum. Ökumaðurinn og farþegi í framsæti voru spenntir í öryggisbelti en farþeginn í aftursæti sem lést var ekki spenntur í öryggisbelti. Óvíst er um öryggisbeltanotkun hins farþegans. Farþegi í aftursæti hlaut alvarlega áverka og var fluttur á sjúkrahús með þyrlu Landhelgisgæslunnar en ökumaður og farþegi í framsæti með sjúkrabíl. Ekið var framan á fólksbíl af gerðinni Fiat WeinRannsóknarnefnd samgönguslysa Í Nissan-bílnum var ökumaður ásamt tveimur farþegum. Allir voru spenntir í öryggisbelti. Farþegi í aftursæti hlaut alvarlega áverka og var fluttur á sjúkrahús með þyrlu ásamt farþega í framsæti. Ökumaðurinn slasaðist minna og var fluttur af vettvangi með sjúkrabíl. Í skýrslu frá Rannsóknarnefnd samgönguslysa kemur fram að ökumaður Nissan-bifreiðarinnar hafi komið til Íslands með flugi snemma dags fimmtánda júlí 2023, sem sagt tveimur dögum áður en að slysið varð. Að eigin sögn kom enginn starfsmaður að afhendingu bifreiðarinnar og hann kannaðist ekki við að hafa fengið upplýsingar um akstur á Íslandi frá bílaleigunni. Illa sofinn fyrir aksturinn Hann hafi sofið lítið á þeim tveimur dögum sem hnan hefði dvalið á Íslandi. Einnig hafi hann unnið mikið og sofið lítið vikuna fyrir Íslandsferðina. Daginn sem slysið varð hafi ökumaðurinn vaknað um klukkan sex að morgni og hann og samferðarfólk hans lögðu af stað frá Reykjavík um hálf tíu. Ökumaður tók við akstrinum hálf eitt eða um fjórtán mínútum áður en slysið varð. Nissan-bifreiðin sem ekið var á öfugan vegarhelming með þeim afleiðingum að farþegi húsbíls lést.Rannsóknarnefnd samgönguslysa Rannsóknarnefnd komst að þeirri niðurstöðu að meginorsök slyssins hafi verið sú að ökumaður Nissan-bifreiðarinnar hafi sofnað við aksturinn, ekið yfir á öfugan vegarhelming og framan á Fiat-húsbílinn. Breidd bundna slitlagsins undir veginum hafi þó einnig verið undir því sem gildandi hönnunarreglur Vegagerðarinnar segja til um.
Samgönguslys Bílar Dalabyggð Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Fleiri fréttir Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum Sjá meira