Reiður, æstur, dapur, viðkunnalegur, glaður og elskulegur Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 21. júní 2024 15:00 Birta ber stórleikaranum vel söguna. Birta Björnsdóttir fréttakona Ríkisútvarpsins segir Donald Sutherland án efa hafa verið einn hennar eftirminnilegasta viðmælanda. Hún hitti leikarann í London og tók við hann viðtal fyrir Morgunblaðið árið 2008. Birta rifjar viðtalið upp á samfélagsmiðlinum Facebook í tilefni af fregnum af andláti stórleikarans sem lést í gær 88 ára gamall. Um risatíðindi að ræða enda spannaði ferill leikarans hátt í sex áratugi og vann leikarinn til fjölmargra verðlauna, meðal annars Emmy verðlauna og Golden Globe verðlauna fyrir leik sinn. „Þegar Donald Sutherland dó“ Viðtal Birtu við leikarann birtist í Morgunblaðinu 30. mars árið 2008. Tilefnið var að fyrsti þáttur sjónvarpsþáttaraðarinnar Dirty Sexy Money hafði nýverið verið frumsýndur í sjónvarpinu. Líkt og Birta lætur getið á Facebook á fyrirsögnin vel við nú: „Þegar Donald Sutherland dó.“ Ástæðan er sú að í viðtalinu rifjar leikarinn það upp fyrir Birtu að læknir hafi beðið hann um að framlengja frí sitt þegar í ljós kom þykkildi í öðru lunga hans. Var leikarinn sannfærður um að hann væri með lungnakrabbamein, en hafði engan áhuga á því að taka sér frí, líkt og hann lýsti fyrir Birtu í Morgunblaðinu: „Ég hafði engan tíma þá til að fara að leggjast inn á spítala. Læknirinn kallaði því út sérfræðing sem féllst á að koma samdægurs og skoða mig og þá kom í ljós að þetta var blóðköggull sem mér var sagt að gæti myndast hjá fólki yfir fimmtugt sem tekur upp á því að fara að kafa,“ sagði leikarinn sem þá var 72 ára og nýkominn heim frá Ástralíu þar sem hann hafði kafað. Birta spurði leikarann hvort hann óttaðist ekki að missa heilsuna. „Nei alls ekki, ég dó einu sinni og sá ljósið og eftir það óttast ég ekkert slíkt þó það sé auðvitað betra að hafa heilsuna í lagi,“ svaraði leikarinn. Vísaði hann til þess þegar hann var vakinn úpp frá dauðum þegar hann þjáðist af heilahimnubólgu árið 1970. Tilfinningalitróf alvöru stórleikara „Þegar ég mætti inn á hótelherbergið hans til að taka við hann viðtal stikaði hann um gólf og óð elginn um hvað George W. Bush væri ömurlegur forseti. Þarna átti Bush bara nokkra mánuði eftir af átta ára stjórnartíð sinni þar sem gekk á ýmsu eins og flestum er kunnugt,“ skrifar Birta á Facebook um viðtalið góða. „Á þessari stuttu stund sem við Sutherland áttum saman náði hann að verða reiður, æstur, dapur, viðkunnalegur, glaður og elskulegur, eins og sönnum stórleikara sæmir. Þótti alltaf mikið til Sutherland koma á skjánum, bæði fyrir og eftir þennan stutta fund okkar á hótelherberginu í London árið 2008.“ Hollywood Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Sjá meira
Birta rifjar viðtalið upp á samfélagsmiðlinum Facebook í tilefni af fregnum af andláti stórleikarans sem lést í gær 88 ára gamall. Um risatíðindi að ræða enda spannaði ferill leikarans hátt í sex áratugi og vann leikarinn til fjölmargra verðlauna, meðal annars Emmy verðlauna og Golden Globe verðlauna fyrir leik sinn. „Þegar Donald Sutherland dó“ Viðtal Birtu við leikarann birtist í Morgunblaðinu 30. mars árið 2008. Tilefnið var að fyrsti þáttur sjónvarpsþáttaraðarinnar Dirty Sexy Money hafði nýverið verið frumsýndur í sjónvarpinu. Líkt og Birta lætur getið á Facebook á fyrirsögnin vel við nú: „Þegar Donald Sutherland dó.“ Ástæðan er sú að í viðtalinu rifjar leikarinn það upp fyrir Birtu að læknir hafi beðið hann um að framlengja frí sitt þegar í ljós kom þykkildi í öðru lunga hans. Var leikarinn sannfærður um að hann væri með lungnakrabbamein, en hafði engan áhuga á því að taka sér frí, líkt og hann lýsti fyrir Birtu í Morgunblaðinu: „Ég hafði engan tíma þá til að fara að leggjast inn á spítala. Læknirinn kallaði því út sérfræðing sem féllst á að koma samdægurs og skoða mig og þá kom í ljós að þetta var blóðköggull sem mér var sagt að gæti myndast hjá fólki yfir fimmtugt sem tekur upp á því að fara að kafa,“ sagði leikarinn sem þá var 72 ára og nýkominn heim frá Ástralíu þar sem hann hafði kafað. Birta spurði leikarann hvort hann óttaðist ekki að missa heilsuna. „Nei alls ekki, ég dó einu sinni og sá ljósið og eftir það óttast ég ekkert slíkt þó það sé auðvitað betra að hafa heilsuna í lagi,“ svaraði leikarinn. Vísaði hann til þess þegar hann var vakinn úpp frá dauðum þegar hann þjáðist af heilahimnubólgu árið 1970. Tilfinningalitróf alvöru stórleikara „Þegar ég mætti inn á hótelherbergið hans til að taka við hann viðtal stikaði hann um gólf og óð elginn um hvað George W. Bush væri ömurlegur forseti. Þarna átti Bush bara nokkra mánuði eftir af átta ára stjórnartíð sinni þar sem gekk á ýmsu eins og flestum er kunnugt,“ skrifar Birta á Facebook um viðtalið góða. „Á þessari stuttu stund sem við Sutherland áttum saman náði hann að verða reiður, æstur, dapur, viðkunnalegur, glaður og elskulegur, eins og sönnum stórleikara sæmir. Þótti alltaf mikið til Sutherland koma á skjánum, bæði fyrir og eftir þennan stutta fund okkar á hótelherberginu í London árið 2008.“
Hollywood Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Sjá meira