Reiður, æstur, dapur, viðkunnalegur, glaður og elskulegur Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 21. júní 2024 15:00 Birta ber stórleikaranum vel söguna. Birta Björnsdóttir fréttakona Ríkisútvarpsins segir Donald Sutherland án efa hafa verið einn hennar eftirminnilegasta viðmælanda. Hún hitti leikarann í London og tók við hann viðtal fyrir Morgunblaðið árið 2008. Birta rifjar viðtalið upp á samfélagsmiðlinum Facebook í tilefni af fregnum af andláti stórleikarans sem lést í gær 88 ára gamall. Um risatíðindi að ræða enda spannaði ferill leikarans hátt í sex áratugi og vann leikarinn til fjölmargra verðlauna, meðal annars Emmy verðlauna og Golden Globe verðlauna fyrir leik sinn. „Þegar Donald Sutherland dó“ Viðtal Birtu við leikarann birtist í Morgunblaðinu 30. mars árið 2008. Tilefnið var að fyrsti þáttur sjónvarpsþáttaraðarinnar Dirty Sexy Money hafði nýverið verið frumsýndur í sjónvarpinu. Líkt og Birta lætur getið á Facebook á fyrirsögnin vel við nú: „Þegar Donald Sutherland dó.“ Ástæðan er sú að í viðtalinu rifjar leikarinn það upp fyrir Birtu að læknir hafi beðið hann um að framlengja frí sitt þegar í ljós kom þykkildi í öðru lunga hans. Var leikarinn sannfærður um að hann væri með lungnakrabbamein, en hafði engan áhuga á því að taka sér frí, líkt og hann lýsti fyrir Birtu í Morgunblaðinu: „Ég hafði engan tíma þá til að fara að leggjast inn á spítala. Læknirinn kallaði því út sérfræðing sem féllst á að koma samdægurs og skoða mig og þá kom í ljós að þetta var blóðköggull sem mér var sagt að gæti myndast hjá fólki yfir fimmtugt sem tekur upp á því að fara að kafa,“ sagði leikarinn sem þá var 72 ára og nýkominn heim frá Ástralíu þar sem hann hafði kafað. Birta spurði leikarann hvort hann óttaðist ekki að missa heilsuna. „Nei alls ekki, ég dó einu sinni og sá ljósið og eftir það óttast ég ekkert slíkt þó það sé auðvitað betra að hafa heilsuna í lagi,“ svaraði leikarinn. Vísaði hann til þess þegar hann var vakinn úpp frá dauðum þegar hann þjáðist af heilahimnubólgu árið 1970. Tilfinningalitróf alvöru stórleikara „Þegar ég mætti inn á hótelherbergið hans til að taka við hann viðtal stikaði hann um gólf og óð elginn um hvað George W. Bush væri ömurlegur forseti. Þarna átti Bush bara nokkra mánuði eftir af átta ára stjórnartíð sinni þar sem gekk á ýmsu eins og flestum er kunnugt,“ skrifar Birta á Facebook um viðtalið góða. „Á þessari stuttu stund sem við Sutherland áttum saman náði hann að verða reiður, æstur, dapur, viðkunnalegur, glaður og elskulegur, eins og sönnum stórleikara sæmir. Þótti alltaf mikið til Sutherland koma á skjánum, bæði fyrir og eftir þennan stutta fund okkar á hótelherberginu í London árið 2008.“ Hollywood Mest lesið „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Lífið Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Lífið Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list Lífið Bitin Bachelor stjarna Lífið Grunaði ekki að fíflalætin myndu ferðast svona víða Lífið Sneri við lífinu eftir skyndilegt fráfall frænda í djammferð erlendis Lífið Assassins Creed Shadows: Ekki þessi ömurlegi leikur sem netið lofaði Leikjavísir Ástfangin í sextán ár Lífið Brúnkukremið frá Bondi Sands getur framkallað töfra Lífið samstarf Vann Eddu og auglýsti eftir kærasta Lífið Fleiri fréttir Bitin Bachelor stjarna Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Fjallvegir á Vestfjörðum fengu hjartað til að slá hratt Ástfangin í sextán ár Unnur og Travis orðin tveggja barna foreldrar Sneri við lífinu eftir skyndilegt fráfall frænda í djammferð erlendis Grunaði ekki að fíflalætin myndu ferðast svona víða Tveggja milljóna króna nefaðgerð í Tyrklandi Hætt við brúðkaupið og allt í baklás Þjálfaðar til að svara spurningum frá hjartanu Lét papparassa heyra það Vann Eddu og auglýsti eftir kærasta Vorboðar láta sjá sig „Átt ekki að falla af því að þú skilur ekki spurninguna“ Walliams furðar sig á vinsældum eigin frasa á Íslandi Spöruðu hálfa milljón á mánuði og stefna á íbúðarkaup Kransakaka Jóa Fel án kökuforms Gerðu upp gamlan banka í dönsku krúttþorpi Prinsessan í sínu fyrsta hlutverki með Höllu Lærði fyrstu hundrað tölurnar í pi í sóttkví Klara og félagar í uppreisn gegn „femínistaþreytunni“ Fær nánast alltaf fullnægingu með rúnki en sjaldnar í kynlífi Gossip girl stjarna orðinn faðir „Verulegar fjárhæðir“ fyrir snemmbúinn helgan stein Tipsý bar valinn besti barinn í Reykjavík Fagaðilar gefa óumbeðin ráð um útlitsbreytingar: „Þú hefur þyngst“ Saltaðar píkur og hátíðarúrgangur Segist vera orðinn of gamall Sjá meira
Birta rifjar viðtalið upp á samfélagsmiðlinum Facebook í tilefni af fregnum af andláti stórleikarans sem lést í gær 88 ára gamall. Um risatíðindi að ræða enda spannaði ferill leikarans hátt í sex áratugi og vann leikarinn til fjölmargra verðlauna, meðal annars Emmy verðlauna og Golden Globe verðlauna fyrir leik sinn. „Þegar Donald Sutherland dó“ Viðtal Birtu við leikarann birtist í Morgunblaðinu 30. mars árið 2008. Tilefnið var að fyrsti þáttur sjónvarpsþáttaraðarinnar Dirty Sexy Money hafði nýverið verið frumsýndur í sjónvarpinu. Líkt og Birta lætur getið á Facebook á fyrirsögnin vel við nú: „Þegar Donald Sutherland dó.“ Ástæðan er sú að í viðtalinu rifjar leikarinn það upp fyrir Birtu að læknir hafi beðið hann um að framlengja frí sitt þegar í ljós kom þykkildi í öðru lunga hans. Var leikarinn sannfærður um að hann væri með lungnakrabbamein, en hafði engan áhuga á því að taka sér frí, líkt og hann lýsti fyrir Birtu í Morgunblaðinu: „Ég hafði engan tíma þá til að fara að leggjast inn á spítala. Læknirinn kallaði því út sérfræðing sem féllst á að koma samdægurs og skoða mig og þá kom í ljós að þetta var blóðköggull sem mér var sagt að gæti myndast hjá fólki yfir fimmtugt sem tekur upp á því að fara að kafa,“ sagði leikarinn sem þá var 72 ára og nýkominn heim frá Ástralíu þar sem hann hafði kafað. Birta spurði leikarann hvort hann óttaðist ekki að missa heilsuna. „Nei alls ekki, ég dó einu sinni og sá ljósið og eftir það óttast ég ekkert slíkt þó það sé auðvitað betra að hafa heilsuna í lagi,“ svaraði leikarinn. Vísaði hann til þess þegar hann var vakinn úpp frá dauðum þegar hann þjáðist af heilahimnubólgu árið 1970. Tilfinningalitróf alvöru stórleikara „Þegar ég mætti inn á hótelherbergið hans til að taka við hann viðtal stikaði hann um gólf og óð elginn um hvað George W. Bush væri ömurlegur forseti. Þarna átti Bush bara nokkra mánuði eftir af átta ára stjórnartíð sinni þar sem gekk á ýmsu eins og flestum er kunnugt,“ skrifar Birta á Facebook um viðtalið góða. „Á þessari stuttu stund sem við Sutherland áttum saman náði hann að verða reiður, æstur, dapur, viðkunnalegur, glaður og elskulegur, eins og sönnum stórleikara sæmir. Þótti alltaf mikið til Sutherland koma á skjánum, bæði fyrir og eftir þennan stutta fund okkar á hótelherberginu í London árið 2008.“
Hollywood Mest lesið „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Lífið Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Lífið Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list Lífið Bitin Bachelor stjarna Lífið Grunaði ekki að fíflalætin myndu ferðast svona víða Lífið Sneri við lífinu eftir skyndilegt fráfall frænda í djammferð erlendis Lífið Assassins Creed Shadows: Ekki þessi ömurlegi leikur sem netið lofaði Leikjavísir Ástfangin í sextán ár Lífið Brúnkukremið frá Bondi Sands getur framkallað töfra Lífið samstarf Vann Eddu og auglýsti eftir kærasta Lífið Fleiri fréttir Bitin Bachelor stjarna Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Fjallvegir á Vestfjörðum fengu hjartað til að slá hratt Ástfangin í sextán ár Unnur og Travis orðin tveggja barna foreldrar Sneri við lífinu eftir skyndilegt fráfall frænda í djammferð erlendis Grunaði ekki að fíflalætin myndu ferðast svona víða Tveggja milljóna króna nefaðgerð í Tyrklandi Hætt við brúðkaupið og allt í baklás Þjálfaðar til að svara spurningum frá hjartanu Lét papparassa heyra það Vann Eddu og auglýsti eftir kærasta Vorboðar láta sjá sig „Átt ekki að falla af því að þú skilur ekki spurninguna“ Walliams furðar sig á vinsældum eigin frasa á Íslandi Spöruðu hálfa milljón á mánuði og stefna á íbúðarkaup Kransakaka Jóa Fel án kökuforms Gerðu upp gamlan banka í dönsku krúttþorpi Prinsessan í sínu fyrsta hlutverki með Höllu Lærði fyrstu hundrað tölurnar í pi í sóttkví Klara og félagar í uppreisn gegn „femínistaþreytunni“ Fær nánast alltaf fullnægingu með rúnki en sjaldnar í kynlífi Gossip girl stjarna orðinn faðir „Verulegar fjárhæðir“ fyrir snemmbúinn helgan stein Tipsý bar valinn besti barinn í Reykjavík Fagaðilar gefa óumbeðin ráð um útlitsbreytingar: „Þú hefur þyngst“ Saltaðar píkur og hátíðarúrgangur Segist vera orðinn of gamall Sjá meira