Ekki fyrir þá miklu athygli sem fylgir hjónabandinu Máni Snær Þorláksson skrifar 21. júní 2024 10:17 Jennifer Lopez og Ben Affleck á frumsýningu kvikmyndarinnar AIR sem Affleck leikstýrði og lék í. EPA/ETIENNE LAURENT Bandaríski leikarinn Ben Affleck segist vera feiminn og að honum líði betur fyrir aftan myndavélina. Hann sé ekki fyrir mikla athygli, nóg sé þó búið að vera af henni síðan hann giftist Jennifer Lopez. Orðrómur um að hjónaband Affleck og Lopez standi á brauðfótum hefur verið þrálátur að undanförnu en ekkert hefur verið staðfest í þeim efnum. Þau hafa lítið verið að tjá sig um hjónabandið, þar til nú. Í gærkvöldi var frumsýndur fyrsti þátturinn í fjórðu seríu sjónvarpsþáttarins Hart to Heart en um er að ræða spjallþátt í umsjón leikarans Kevin Hart. Affleck opnaði sig meðal annars um hjónabandið í þættinum en hann talaði ekki um að þau væru skilin. Ekki kemur þó fram hvenær þátturinn var tekinn upp. Affleck talaði í viðtalinu um erfiðleikana sem fylgja því að vera giftur jafn frægri manneskju og Lopez. „Þegar fólk talar við mig segir það: Hey, mér finnst myndin þín góð,“ segir Affleck. Annað hafi hins vegar verið á teningnum þegar fólk sá Lopez. Fólk elski hana og hún sé virkilega mikilvæg í þeirra huga. Affleck gaf þá dæmi um hvernig fólk öskrar um leið og það sér Lopez. „AAAHHH! J-LO! Það er alveg magnað.“ Affleck útskýrir þá hvers vegna hann virðist oft vera pirraður á ljósmyndum sem teknar eru af honum. „Ég er ekki fyrir mikla athygli. Þess vegna sér fólk mig og hugsar að ég sé alltaf reiður. Vegna þess að það er einhver að troða myndavél í andlitið á mér,“ segir hann. „Mér er alveg sama þó svo að þú takir mynd af mér á skemmtistað, frumsýningu, hvað sem er. Taktu mynd af eiginkonunni minni, mér er slétt sama, láttu vaða. Ég tek ekki eftir þér. Börnin mín, það er hins vegar allt annað mál.“ Erfið leikhúsferð Affleck á þrjú börn með fyrrverandi eiginkonu sinni, Jennifer Garner. Þá er hann stjúpfaðir tvíbura Jennifer Lopez sem hún á með fyrrverandi eiginmanni sínum, Marc Anthony. Hann minnist þess þegar fjölskyldan var á leiðinni á leikrit í New York í Bandaríkjunum og þurftu að ganga saman um götur borgarinnar. „Við fórum út úr bílnum, með öll börnin, í gegnum Times Square og þetta var alveg ruglað.“ Kona nokkur hafi tekið eftir þeim, byrjað að hlaupa afturábak og taka þau upp. Á meðan hafi hún öskrað á Lopez og við það hafi allir ferðamennirnir á staðnum farið af stað. „Þá fer ég af stað. Við erum með börnin okkar fimm, þetta virtust vera hundruð manna sem öskruðu á okkur.“ Kevin Hart skaut þá inn í að á svona augnablikum þurfi stjörnur að láta eins og allt sé í góðu lagi. „Já algjörlega, þess vegna er ég alltaf svona á svipinn,“ sagði Affleck þá, kíminn. Ben Affleck myndast gjarnan með svip svipaðan þessum. Hann hefur nú útskýrt ástæðuna fyrir því.EPA/ETIENNE LAURENT Hollywood Ástin og lífið Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Fleiri fréttir Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Sjá meira
Orðrómur um að hjónaband Affleck og Lopez standi á brauðfótum hefur verið þrálátur að undanförnu en ekkert hefur verið staðfest í þeim efnum. Þau hafa lítið verið að tjá sig um hjónabandið, þar til nú. Í gærkvöldi var frumsýndur fyrsti þátturinn í fjórðu seríu sjónvarpsþáttarins Hart to Heart en um er að ræða spjallþátt í umsjón leikarans Kevin Hart. Affleck opnaði sig meðal annars um hjónabandið í þættinum en hann talaði ekki um að þau væru skilin. Ekki kemur þó fram hvenær þátturinn var tekinn upp. Affleck talaði í viðtalinu um erfiðleikana sem fylgja því að vera giftur jafn frægri manneskju og Lopez. „Þegar fólk talar við mig segir það: Hey, mér finnst myndin þín góð,“ segir Affleck. Annað hafi hins vegar verið á teningnum þegar fólk sá Lopez. Fólk elski hana og hún sé virkilega mikilvæg í þeirra huga. Affleck gaf þá dæmi um hvernig fólk öskrar um leið og það sér Lopez. „AAAHHH! J-LO! Það er alveg magnað.“ Affleck útskýrir þá hvers vegna hann virðist oft vera pirraður á ljósmyndum sem teknar eru af honum. „Ég er ekki fyrir mikla athygli. Þess vegna sér fólk mig og hugsar að ég sé alltaf reiður. Vegna þess að það er einhver að troða myndavél í andlitið á mér,“ segir hann. „Mér er alveg sama þó svo að þú takir mynd af mér á skemmtistað, frumsýningu, hvað sem er. Taktu mynd af eiginkonunni minni, mér er slétt sama, láttu vaða. Ég tek ekki eftir þér. Börnin mín, það er hins vegar allt annað mál.“ Erfið leikhúsferð Affleck á þrjú börn með fyrrverandi eiginkonu sinni, Jennifer Garner. Þá er hann stjúpfaðir tvíbura Jennifer Lopez sem hún á með fyrrverandi eiginmanni sínum, Marc Anthony. Hann minnist þess þegar fjölskyldan var á leiðinni á leikrit í New York í Bandaríkjunum og þurftu að ganga saman um götur borgarinnar. „Við fórum út úr bílnum, með öll börnin, í gegnum Times Square og þetta var alveg ruglað.“ Kona nokkur hafi tekið eftir þeim, byrjað að hlaupa afturábak og taka þau upp. Á meðan hafi hún öskrað á Lopez og við það hafi allir ferðamennirnir á staðnum farið af stað. „Þá fer ég af stað. Við erum með börnin okkar fimm, þetta virtust vera hundruð manna sem öskruðu á okkur.“ Kevin Hart skaut þá inn í að á svona augnablikum þurfi stjörnur að láta eins og allt sé í góðu lagi. „Já algjörlega, þess vegna er ég alltaf svona á svipinn,“ sagði Affleck þá, kíminn. Ben Affleck myndast gjarnan með svip svipaðan þessum. Hann hefur nú útskýrt ástæðuna fyrir því.EPA/ETIENNE LAURENT
Hollywood Ástin og lífið Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Fleiri fréttir Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Sjá meira