Pálmi stýrir KR að öllum líkindum út tímabilið Stefán Árni Pálsson skrifar 20. júní 2024 13:12 Gregg Ryder og Pálmi Rafn Pálmason í leik með KR í sumar. Vísir/Anton Brink „Þetta var í rauninni ákvörðun stjórnar knattspyrnudeildar KR í gær, að segja honum upp,“ segir Páll Kristjánsson formaður knattspyrnudeildar í samtali við Vísi. KR ákvað í gær að segja upp Gregg Ryder sem þjálfara liðsins. Ryder tók við KR fyrir tímabilið en liðið er nú í 8. sæti deildarinnar með 11 stig. Liðið hefur unnið þrjá leiki á tímabilinu og komu fyrstu tveir sigrarnir í fyrstu tveimur umferðunum. „Gengi liðsins er vonbrigði, árangurinn er undir pari að við teljum og það hefur verið trendið undanfarið að það er fátt jákvætt hægt að taka út úr einstaka leikjum. Og það var ekkert sem benti til þess, að okkar mati, að þetta væri að fara snúast við. Við töldum því þetta eina möguleikann til að hægt væri að snúa þessu við. Því miður er það yfirleitt þjálfarinn sem fær að taka pokann sinn, ekki heilt lið.“ Óskar hefur ekki áhuga á starfinu að svo stöddu Pálmi Rafn Pálmason mun stýra liðinu í næsta leik, gegn Víkingum á laugardaginn. „Liðið er í góðum höndum hjá Pálma og við erum með mikinn mannauð innan félagsins af þjálfurum sem verða mönnum innan handar. Pálmi stýrir liðinu á laugardaginn og að öllum líkindum út tímabilið,“ segir Páll en félagið hefur ekki opnað neinar viðræður við annan þjálfara. Óskar Hrafn Þorvaldsson var á dögunum ráðinn til KR sem ráðgjafi. Hann mun ekki taka við þjálfum meistaraflokks að svo stöddu. „Það var alveg skýrt frá byrjun að Óskar væri ekki að fara taka að sér starf þjálfara meistaraflokks KR. Honum var því ekki boðið starfið í ljósi þess að hann hefur ekki áhuga á starfinu sem slíku. Auðvitað er Óskar frábær þjálfari og margir KR-ingar sem vilja sjá hann í þessu starfi en hann hefur alveg verið skýr í sinni afstöðu að hann muni ekki þjálfa meistaraflokk eins og sakir standa.“ Besta deild karla KR Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Körfubolti Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Arnar ekki áfram með Fylki Íslenski boltinn Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Allt það besta og versta úr NFL-deildinni Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn Arnar ekki áfram með Fylki Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Dagskráin í dag: Ryder-bikarinn fer af stað „Þetta var bara draumi líkast“ Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Sjá meira
KR ákvað í gær að segja upp Gregg Ryder sem þjálfara liðsins. Ryder tók við KR fyrir tímabilið en liðið er nú í 8. sæti deildarinnar með 11 stig. Liðið hefur unnið þrjá leiki á tímabilinu og komu fyrstu tveir sigrarnir í fyrstu tveimur umferðunum. „Gengi liðsins er vonbrigði, árangurinn er undir pari að við teljum og það hefur verið trendið undanfarið að það er fátt jákvætt hægt að taka út úr einstaka leikjum. Og það var ekkert sem benti til þess, að okkar mati, að þetta væri að fara snúast við. Við töldum því þetta eina möguleikann til að hægt væri að snúa þessu við. Því miður er það yfirleitt þjálfarinn sem fær að taka pokann sinn, ekki heilt lið.“ Óskar hefur ekki áhuga á starfinu að svo stöddu Pálmi Rafn Pálmason mun stýra liðinu í næsta leik, gegn Víkingum á laugardaginn. „Liðið er í góðum höndum hjá Pálma og við erum með mikinn mannauð innan félagsins af þjálfurum sem verða mönnum innan handar. Pálmi stýrir liðinu á laugardaginn og að öllum líkindum út tímabilið,“ segir Páll en félagið hefur ekki opnað neinar viðræður við annan þjálfara. Óskar Hrafn Þorvaldsson var á dögunum ráðinn til KR sem ráðgjafi. Hann mun ekki taka við þjálfum meistaraflokks að svo stöddu. „Það var alveg skýrt frá byrjun að Óskar væri ekki að fara taka að sér starf þjálfara meistaraflokks KR. Honum var því ekki boðið starfið í ljósi þess að hann hefur ekki áhuga á starfinu sem slíku. Auðvitað er Óskar frábær þjálfari og margir KR-ingar sem vilja sjá hann í þessu starfi en hann hefur alveg verið skýr í sinni afstöðu að hann muni ekki þjálfa meistaraflokk eins og sakir standa.“
Besta deild karla KR Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Körfubolti Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Arnar ekki áfram með Fylki Íslenski boltinn Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Allt það besta og versta úr NFL-deildinni Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn Arnar ekki áfram með Fylki Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Dagskráin í dag: Ryder-bikarinn fer af stað „Þetta var bara draumi líkast“ Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Sjá meira