Pálmi stýrir KR að öllum líkindum út tímabilið Stefán Árni Pálsson skrifar 20. júní 2024 13:12 Gregg Ryder og Pálmi Rafn Pálmason í leik með KR í sumar. Vísir/Anton Brink „Þetta var í rauninni ákvörðun stjórnar knattspyrnudeildar KR í gær, að segja honum upp,“ segir Páll Kristjánsson formaður knattspyrnudeildar í samtali við Vísi. KR ákvað í gær að segja upp Gregg Ryder sem þjálfara liðsins. Ryder tók við KR fyrir tímabilið en liðið er nú í 8. sæti deildarinnar með 11 stig. Liðið hefur unnið þrjá leiki á tímabilinu og komu fyrstu tveir sigrarnir í fyrstu tveimur umferðunum. „Gengi liðsins er vonbrigði, árangurinn er undir pari að við teljum og það hefur verið trendið undanfarið að það er fátt jákvætt hægt að taka út úr einstaka leikjum. Og það var ekkert sem benti til þess, að okkar mati, að þetta væri að fara snúast við. Við töldum því þetta eina möguleikann til að hægt væri að snúa þessu við. Því miður er það yfirleitt þjálfarinn sem fær að taka pokann sinn, ekki heilt lið.“ Óskar hefur ekki áhuga á starfinu að svo stöddu Pálmi Rafn Pálmason mun stýra liðinu í næsta leik, gegn Víkingum á laugardaginn. „Liðið er í góðum höndum hjá Pálma og við erum með mikinn mannauð innan félagsins af þjálfurum sem verða mönnum innan handar. Pálmi stýrir liðinu á laugardaginn og að öllum líkindum út tímabilið,“ segir Páll en félagið hefur ekki opnað neinar viðræður við annan þjálfara. Óskar Hrafn Þorvaldsson var á dögunum ráðinn til KR sem ráðgjafi. Hann mun ekki taka við þjálfum meistaraflokks að svo stöddu. „Það var alveg skýrt frá byrjun að Óskar væri ekki að fara taka að sér starf þjálfara meistaraflokks KR. Honum var því ekki boðið starfið í ljósi þess að hann hefur ekki áhuga á starfinu sem slíku. Auðvitað er Óskar frábær þjálfari og margir KR-ingar sem vilja sjá hann í þessu starfi en hann hefur alveg verið skýr í sinni afstöðu að hann muni ekki þjálfa meistaraflokk eins og sakir standa.“ Besta deild karla KR Mest lesið Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Úlfarnir steinlágu gegn City Enski boltinn Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Enski boltinn Markalaust á Villa Park Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Enski boltinn Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Enski boltinn Fleiri fréttir Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Hádramatík eftir að Willum kom inn á Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Sló fjörutíu ára gamalt mótsmet Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Dagskráin: Enski boltinn rúllar í DocZone „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Sjá meira
KR ákvað í gær að segja upp Gregg Ryder sem þjálfara liðsins. Ryder tók við KR fyrir tímabilið en liðið er nú í 8. sæti deildarinnar með 11 stig. Liðið hefur unnið þrjá leiki á tímabilinu og komu fyrstu tveir sigrarnir í fyrstu tveimur umferðunum. „Gengi liðsins er vonbrigði, árangurinn er undir pari að við teljum og það hefur verið trendið undanfarið að það er fátt jákvætt hægt að taka út úr einstaka leikjum. Og það var ekkert sem benti til þess, að okkar mati, að þetta væri að fara snúast við. Við töldum því þetta eina möguleikann til að hægt væri að snúa þessu við. Því miður er það yfirleitt þjálfarinn sem fær að taka pokann sinn, ekki heilt lið.“ Óskar hefur ekki áhuga á starfinu að svo stöddu Pálmi Rafn Pálmason mun stýra liðinu í næsta leik, gegn Víkingum á laugardaginn. „Liðið er í góðum höndum hjá Pálma og við erum með mikinn mannauð innan félagsins af þjálfurum sem verða mönnum innan handar. Pálmi stýrir liðinu á laugardaginn og að öllum líkindum út tímabilið,“ segir Páll en félagið hefur ekki opnað neinar viðræður við annan þjálfara. Óskar Hrafn Þorvaldsson var á dögunum ráðinn til KR sem ráðgjafi. Hann mun ekki taka við þjálfum meistaraflokks að svo stöddu. „Það var alveg skýrt frá byrjun að Óskar væri ekki að fara taka að sér starf þjálfara meistaraflokks KR. Honum var því ekki boðið starfið í ljósi þess að hann hefur ekki áhuga á starfinu sem slíku. Auðvitað er Óskar frábær þjálfari og margir KR-ingar sem vilja sjá hann í þessu starfi en hann hefur alveg verið skýr í sinni afstöðu að hann muni ekki þjálfa meistaraflokk eins og sakir standa.“
Besta deild karla KR Mest lesið Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Úlfarnir steinlágu gegn City Enski boltinn Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Enski boltinn Markalaust á Villa Park Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Enski boltinn Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Enski boltinn Fleiri fréttir Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Hádramatík eftir að Willum kom inn á Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Sló fjörutíu ára gamalt mótsmet Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Dagskráin: Enski boltinn rúllar í DocZone „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Sjá meira
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn