Hvað eigum við að kalla eiginmann forseta? Jón Þór Stefánsson skrifar 4. júní 2024 09:48 Björn Skúlason, verðandi forsetaherra eða forsetamaður eða bara eiginmaður forseta, ásamt eiginkonu sinni Höllu Tómasdóttur, verðandi forseta. Vísir/Vilhelm Nú þegar ljóst er orðið að Halla Tómasdóttir verði næsti forseti lýðveldisins þá liggur líka fyrir að eiginmaður hennar, Björn Skúlason, verði fyrsti eiginmaður forseta Íslands. Íslendingar hafa löngum notað orðið forsetafrú yfir eiginkonu forseta, en hvað eigum við að kalla eiginmann forseta? Fréttastofa leitaði á náðir Eiríks Rögnvaldssonar, prófessors emerituss í íslenskri málfræði, varðandi þetta. „Þetta er náttúrulega alveg ný staða. Það er ekki við því að búast að það sé til neitt orð,“ segir Eiríkur. Hann bendir þó á að það hafi gerst á erlendri grundu að karlar séu eiginmenn forseta, en veit ekki til þess að neitt sérstakt orð hafi verið notað yfir þá. Eiríkur Rögnvaldsson prófessor emeritus í íslenskum fræðumVísir/Arnar Ekki gangi að tala um forsetaherra og forsetamaður asnalegt „Ég held að það verði bara talað um eiginmann forseta eða forsetamaka eða eitthvað svoleiðis. Þó að herra og frú sé notað sem par þá gengur ekki að tala um forsetaherra,“ segir Eríkur. Orðið drottningarmaður hefur verið notað í íslensku yfir eiginmenn drottninga, þá sem eru ekki konungar. Heldur þú að forsetamaður sé eitthvað? Eða er það líka asnalegt? „Já mér finnst það, en öll ný orð hljóma asnalega. Það þarf bara að venjast þeim. Ef það er talað um forsetamann ætti þá að kalla Elizu Reid forsetakonu?“ spyr Eiríkur. „En eins og ég segi þá snýst þetta um hverju maður venst. Drottningarmaður, okkur finnst það allt í lagi því við erum vön því. Þannig ef einhver tæki upp á því að tala um forsetamann og það færi að breiðast út þá þætti okkur það í lagi eftir smá stund. Ég meina það er ekkert órökrétt. Það er ekkert rugl.“ Kannski þarf ekki eitt orð Eiríki líst ekki betur á neitt orð frekar en annað, og telur að framtíðin leiði í ljós hvað verði fyrir valinu. „Það þarf ekkert alltaf að hafa eitthvað eitt orð. Þó það geti oft komið sér vel.“ Hér fyrir neðan geta lesesndur Vísis sagt sína skoðun og valið þann kost sem þeim þykir bestur. Íslensk tunga Forseti Íslands Forsetakosningar 2024 Halla Tómasdóttir Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Íslendingar hafa löngum notað orðið forsetafrú yfir eiginkonu forseta, en hvað eigum við að kalla eiginmann forseta? Fréttastofa leitaði á náðir Eiríks Rögnvaldssonar, prófessors emerituss í íslenskri málfræði, varðandi þetta. „Þetta er náttúrulega alveg ný staða. Það er ekki við því að búast að það sé til neitt orð,“ segir Eiríkur. Hann bendir þó á að það hafi gerst á erlendri grundu að karlar séu eiginmenn forseta, en veit ekki til þess að neitt sérstakt orð hafi verið notað yfir þá. Eiríkur Rögnvaldsson prófessor emeritus í íslenskum fræðumVísir/Arnar Ekki gangi að tala um forsetaherra og forsetamaður asnalegt „Ég held að það verði bara talað um eiginmann forseta eða forsetamaka eða eitthvað svoleiðis. Þó að herra og frú sé notað sem par þá gengur ekki að tala um forsetaherra,“ segir Eríkur. Orðið drottningarmaður hefur verið notað í íslensku yfir eiginmenn drottninga, þá sem eru ekki konungar. Heldur þú að forsetamaður sé eitthvað? Eða er það líka asnalegt? „Já mér finnst það, en öll ný orð hljóma asnalega. Það þarf bara að venjast þeim. Ef það er talað um forsetamann ætti þá að kalla Elizu Reid forsetakonu?“ spyr Eiríkur. „En eins og ég segi þá snýst þetta um hverju maður venst. Drottningarmaður, okkur finnst það allt í lagi því við erum vön því. Þannig ef einhver tæki upp á því að tala um forsetamann og það færi að breiðast út þá þætti okkur það í lagi eftir smá stund. Ég meina það er ekkert órökrétt. Það er ekkert rugl.“ Kannski þarf ekki eitt orð Eiríki líst ekki betur á neitt orð frekar en annað, og telur að framtíðin leiði í ljós hvað verði fyrir valinu. „Það þarf ekkert alltaf að hafa eitthvað eitt orð. Þó það geti oft komið sér vel.“ Hér fyrir neðan geta lesesndur Vísis sagt sína skoðun og valið þann kost sem þeim þykir bestur.
Íslensk tunga Forseti Íslands Forsetakosningar 2024 Halla Tómasdóttir Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira